Mahomes valinn sá mikilvægasti með miklum yfirburðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Patrick Mahomes átti frábært tímabil með Kansas City Chiefs og það getur orðið enn betra á sunnudagskvöldið. AP/Charlie Riedel Patrick Mahomes var í gær útnefndur mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili en framundan er stórleikur hjá honum á sunnudagskvöldið þegar hann spilar með liði sínu Kansas City Chiefs í sjálfum Super Bowl. Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023 NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023
NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira