Sameinumst og skerum meinið burt! Sveinn Waage skrifar 10. febrúar 2023 15:30 Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Íslenska krónan Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Stundum dettur maður óvart í „Lennon-íska“ trú á mannkynið og þá er um að gera að nýta það áður en ískaldur raunveruleikinn sparkar manni til baka í febrúar-slabbið. „Imagine“ boðskapur John Lennon er vissulega útópía en þarf nánast dáið hjarta til að tengja ekki við fallegan textann á einhvern máta. Sem samfélag tengjum við sem heild við ótrúlega fjölbreytta hluti. Hvolpar, kettlingar og ungabörn (annarra) hreyfa við öllum. Nánast. Við viljum öll frið, öryggi og hamingju. Við erum öll á móti krabbameini og öðrum ömurlegum sjúkdómum. Ekkert af þessu þarf að útskýra sérstaklega. En er kannski möguleiki að sameinast um fleira sem við viljum og viljum ekki sem samfélag. Er möguleiki til dæmis að við sameinumst, hvar sem við erum í pólitík, trú og öðru, að ónýtur gjaldmiðill sé ekki boðlegur í nútíma samfélagi eins Ísland er. Ísland sem er svo sneisafullt af kostum og kjörum, þó svo betur megi gera á mörgum sviðum, jafnvel miklu betur. Viljum við ekki geta horft lengur en nokkrar vikur fram í tímann í viðskiptum, viljum við ekki vexti sem eru á pari við nágrannaþjóðir, viljum við ekki losna við þessa sturluðu verðtryggingu og kaupa mat og aðrar nauðsynjar sem eru ekki dýrastar í heiminum? Erum við ekki öll þar saman? Ónýtur gjaldmiðill á ekki að vera pólitískt rifrildi heldur þjóðar-mein sem við skerum burt eins og önnur mein. Að leggja krónunni er engin aðför að íslenskri þjóð, menningu eða öðru fallegur sem við viljum öll passa. Þessi blessaða króna er að kæfa okkur, tefja okkur, flækja okkur og KOSTA okkur svo mikið. Í alvöru, getum við skrönglast saman upp úr skotgröfunum, virkilega horft framan í krónuna, séð hvað hún er í raun og veru, þakkað henni fyrir samfylgdina og sagt bless … og um leið; „Áfram Ísland!“ „You may say I´m a dreamer, but I´m not the only one“ Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og Húmor.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun