Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir? Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 13. febrúar 2023 10:30 Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif. Tekjur af Landsvirkjun í sveitasjóð hafa skapað þægindaramma þannig að þörfin til að skapa fjölbreytt atvinnulíf var ekki til staðar. Þar sem hin sveitarfélögin höfðu ekki slíkar tekjur var þörfin til staðar sem ýtti þeim í að skapa fjölbreytt atvinnulíf sem dregur fleiri íbúa inn í sveitarfélagið og eykur tekjur í sveitasjóð. Samanburðar sveitarfélögin höfðu ekki þessar tryggu tekjur og þurftu því að leggja sig fram við að skapa fjölbreyttara atvinnulíf. Í dag eru þau því miklu framar í samanburðinum, með mannfjöldaþróun umfram landsmeðaltal, hærri rekstrartekjur og betri rekstrarniðurstöðu per íbúa. Í greininni líkti ég sambúð Landsvirkjunar með sveitinni við samband staðalmynda ríka valdakarlsins og undirokuðu eiginkonunnar. Sambandið hafi byrjað farsællega þar sem báðir höfðu hag af, en með tímanum hafi sambandið súrnað. Ríki valdakarlinn fór að ætlast til þess að ganga á rétt eiginkonunnar undir því yfirskini að hún hefði það nú svo gott af fjármagninu sem hann skaffar henni. Nú ætlast ríki valdakarlinn til þess að eiginkonan veiti sér framkvæmdaleyfi til að byggja 95 megavatta Hvammsvirkjun og þar með reisa 4 ferkílómetra stórt inntakslón í miðri sveit. Þetta yrði næststærsta lónið í Þjórsá sem fer yfir lönd bænda og íbúa. Til samanburðar er allur Vesturbær Reykjavíkur, frá Suðurgötu að Gróttu um 4 ferkílómetrar. Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvernig samningar við landeigendur voru þvingaðir fram, en þeir samningar hafa verið grundvöllur að því sveitarstjórn breytti skipulagsgögnum til að gera ráð fyrir virkjuninni og því að Orkustofnun veitti virkjunarleyfi. Einnig ætla ég fara yfir þann vafa á því hvort Landsvirkjun sé yfir höfuð lagalegur rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá. Samningagerð við landeigendur Landsvirkjun hefur lengi verið með áætlanir um að byggja virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vísar þar til hagkvæmni þess að nýta innviði sem séu þegar til staðar. Þessar fyrirætlanir hafa því legið á samfélaginu síðan fyrir seinustu aldamót og var í upphafi alltaf talað um rennslisvirkjanir þar sem þeim fylgdu engin lón. Á þeim miklu uppgangsárum sem voru hér í upphafi aldarinnar var kraftur settur í framkvæmdirnar því nýta átti orkuna í nýtt álver Norðuráls í Helguvík og allt í einu var komið risa stórt lón fyrir „rennslisvirkjunina“. Sveitastjórn setti það sem kröfu að Landsvirkjun semdi við landeigendur áður en skipulagsgögnum sveitarinnar yrði breytt. Landsvirkjun setti því saman her af lögfræðingum sem herjuðu á landeigendur með hótunum um eignarnám ef ekki yrði gengið til samninga. Til að auðvelda enn frekar samningagerðina þá bauðst Landsvirkjun til að greiða fyrir lögfræðikostnað landeigenda. Landeigendur voru því þarna settir milli steins og sleggju. Þeir fengu á sig mikinn þrýsting að semja og myndu fá lögfræðikostnað greiddan ef þeir semdu. En ef þeir myndu ekki semja þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi, bætur fyrir eignarnámið yrðu í lágmarki ef einhverjar fengjust og landeigendur yrðu að greiða lögfræðikostnað við eignarnámið sjálfir. Landeigendur eru margir fátækir bændur sem höfðu engan veginn efni á að greiða fyrir lögfræðinga. Þeim var því nauðugur einn kostur að ganga til samninga. Þarna gekk ríki valdakarlinn fram með kröfur, vitandi að undirokaða eiginkonan hefði ekki úrræði til að verjast. Fylgifiskur þessara samninga er að landeigendur mega ekki gera neitt við landið sem yrði fyrir áhrifum af virkjuninni og lóninu. Þetta hefur því haldið uppbyggingu á landinu í gíslingu í þessi 15 ár síðan samningar voru gerðir. Nú eru nýjar kynslóðir að taka við búrekstri. Forsendur fyrir rekstri búa hafa breyst mikið á þessum 15 árum með þörf fyrir frekari landnýtingu til að standa undir búrekstri. Samkvæmt samningunum má ekki nýta landið sem gæti farið undir lón. Fyrirætlanir voru um skógrækt á landinu til bindingar kolefnis sem hafa verið í frosti þar sem ekki er skynsamlegt að rækta skóg sem færi undir lón. Vatnsréttindi í Þjórsá Landsvirkjun beitti eignarnámshótunum sínum í valdi þess að þeir sögðust eiga vatnsréttindin í Þjórsá, en þau eiga sér reyndar sögu allt aftur til 1918. Þá reið Einar Benediktsson milli bæja við Þjórsá og falaði af bændum vatnsréttindin fyrir hönd Títanfélagsins með því loforði að orkan yrði notuð í heimabyggð og „Öll vötn skulu renna þar sem að fornu hafa runnið“, þ.e. að áin skyldi renna í óbreyttum árfarvegi. Fyriráætlanir um Hvammsvirkjun eru brot á því loforði. Það má því segja að bændur við Þjórsá hafa verið áreittir í meira en heila öld vegna virkjunarbrölts. Árið 1956 var Títanfélagið lagt niður og vatnsréttindin gengu til íslenska ríkisins. Þann 9. maí árið 2007, þremur dögum fyrir kosningar, skrifuðu þrír ráðherrar upp á samning um að „lána“ Landsvirkjun vatnsréttindin. Árni Matthiesen, þáverandi fjármálaráðherra, hélt því fram í ræðustóli Alþingis 11. október 2007 að tilgangur þessa gjörnings var til þess að knýja fram samninga við landeigendur: „Því var þetta nauðsynlegt, málið hefði getað stöðvast". Með þessu óþokkabragði var Landsvirkjun komin með næg vopn til að þvinga fram samningana. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á þessum samningi og mat hann ógildan í lok árs 2007. Sjá Greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár 2007 (rikisend.is). Í umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar á Alþingi 10. desember 2007 tóku þeir, sem komu að samningagerðinni, undir að samningurinn væri ekki bindandi fyrir ríkið. Því spyr ég, ef hann er ekki bindandi fyrir ríkið, eru þá þeir samningar sem LV gerði í krafti eignarhalds á vatnsréttindunum bindandi fyrir landeigendur? Það er stórt spurningamerki hvort Landsvirkjun sé í raun rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá og þar með hvort þessir samningar við landeigendur séu löglegir. Annað sem gerir samningana lagalega vafasama er að í lögum nr. 7/1936, greinum 30 og 31 segir að samningar þar sem brögðum er beitt séu sjálfkrafa ógildir. Það ákvæði á sérstaklega vel við í þessu tilfelli þar sem Landsvirkjun gekk fram og gengur enn fram með blekkingum um að þeir séu rétthafar vatnsréttindanna. Með illa fengna samninga í vasanum fékk Landsvirkjun skipulagi sveitarfélagsins breytt og í hverju og einasta plaggi sem skrifað er af Landsvirkjun varðandi Hvammsvirkjun er því flaggað að búið sé að semja við landeigendur. Í hvert sinn sem landeigendur lesa þetta eða heyra talað um þetta þá rifjast þessi valdníðsla og yfirgangur upp fyrir þeim. Einnig kemur upp eftirsjá yfir því að hafa ekki staðið fast í fæturna og neitað að semja því landeigendur við Þjórsá vilja ekki og hafa aldrei viljað þetta lón og þessa virkjun. Umsókn um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Samningar við landeigendur er ein af forsendunum sem Orkustofnun veitir Landsvirkjun virkjunarleyfi, en skv. lögum um virkjunarleyfi segir að umsækjandi (Landsvirkjun) verði að vera búinn að semja við alla landeigendur. Tíu kærur hafa nú borist vegna veitingar Orkustofnunar á virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun og er vafi á lagalegu gildi þessara samninga eitt af kærumálunum. Ein klausa í samningi Landsvirkjunar og ríkisins um vatnsréttindin er að ef Landsvirkjun hefur ekki sótt um virkjunarleyfi eftir að 15 ár séu liðin frá undirritun samningsins þá megi ríkið rifta samningnum (sem er ekki lagalega bindandi fyrir ríkið) með einhliða ákvörðun. Samningurinn var undirritaður í maí 2007 sem þýðir að í maí 2022 voru komin 15 ár. Landsvirkjun sækir um virkjunarleyfi til Orkustofnunar í lok júní 2021, 11 mánuðum áður en þessi klausa virkjast. Í samningnum segir ekkert um hvað verður um vatnsréttindin ef Landsvirkjun sækir virkjunarleyfi en fær ekki. Önnur klausa í samningnum segir að innan 90 daga frá því að Landsvirkjun fær virkjunarleyfi þá skuli Landsvirkjun ganga til samninga um kaup á vatnsréttindunum af ríkinu. Miðað við þær umræður sem áttu sér stað á Alþingi í desember 2007 þá verður sá gjörningur að fara fyrir Alþingi til samþykkis þar sem sá samningur yrði lagalega bindandi fyrir ríkið. Það styður enn frekar við það að þeim þvingunum sem var beitt í samningagerð við landeigendur voru byggðar á veikum lagalegum grunni sem vekur upp spurningar um löggildi þeirra samninga. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Þann 21. desember síðastliðinn óskaði Landsvirkjun formlega eftir því við sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að sveitarstjórn veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Það er stór lagalegur vafi til staðar, bæði varðandi hvort Landsvirkjun sé í raun lagalegur rétthafi vatnsréttindanna í Þjórsá og hvort samningar við landeigendur séu gildir vegna vatnsréttinda-þvingana í samningagerð. Því er ekki forsvaranlegt fyrir sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun vegna þessa lagalega vafa. Höfundur er formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif. Tekjur af Landsvirkjun í sveitasjóð hafa skapað þægindaramma þannig að þörfin til að skapa fjölbreytt atvinnulíf var ekki til staðar. Þar sem hin sveitarfélögin höfðu ekki slíkar tekjur var þörfin til staðar sem ýtti þeim í að skapa fjölbreytt atvinnulíf sem dregur fleiri íbúa inn í sveitarfélagið og eykur tekjur í sveitasjóð. Samanburðar sveitarfélögin höfðu ekki þessar tryggu tekjur og þurftu því að leggja sig fram við að skapa fjölbreyttara atvinnulíf. Í dag eru þau því miklu framar í samanburðinum, með mannfjöldaþróun umfram landsmeðaltal, hærri rekstrartekjur og betri rekstrarniðurstöðu per íbúa. Í greininni líkti ég sambúð Landsvirkjunar með sveitinni við samband staðalmynda ríka valdakarlsins og undirokuðu eiginkonunnar. Sambandið hafi byrjað farsællega þar sem báðir höfðu hag af, en með tímanum hafi sambandið súrnað. Ríki valdakarlinn fór að ætlast til þess að ganga á rétt eiginkonunnar undir því yfirskini að hún hefði það nú svo gott af fjármagninu sem hann skaffar henni. Nú ætlast ríki valdakarlinn til þess að eiginkonan veiti sér framkvæmdaleyfi til að byggja 95 megavatta Hvammsvirkjun og þar með reisa 4 ferkílómetra stórt inntakslón í miðri sveit. Þetta yrði næststærsta lónið í Þjórsá sem fer yfir lönd bænda og íbúa. Til samanburðar er allur Vesturbær Reykjavíkur, frá Suðurgötu að Gróttu um 4 ferkílómetrar. Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvernig samningar við landeigendur voru þvingaðir fram, en þeir samningar hafa verið grundvöllur að því sveitarstjórn breytti skipulagsgögnum til að gera ráð fyrir virkjuninni og því að Orkustofnun veitti virkjunarleyfi. Einnig ætla ég fara yfir þann vafa á því hvort Landsvirkjun sé yfir höfuð lagalegur rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá. Samningagerð við landeigendur Landsvirkjun hefur lengi verið með áætlanir um að byggja virkjanir í neðri hluta Þjórsár og vísar þar til hagkvæmni þess að nýta innviði sem séu þegar til staðar. Þessar fyrirætlanir hafa því legið á samfélaginu síðan fyrir seinustu aldamót og var í upphafi alltaf talað um rennslisvirkjanir þar sem þeim fylgdu engin lón. Á þeim miklu uppgangsárum sem voru hér í upphafi aldarinnar var kraftur settur í framkvæmdirnar því nýta átti orkuna í nýtt álver Norðuráls í Helguvík og allt í einu var komið risa stórt lón fyrir „rennslisvirkjunina“. Sveitastjórn setti það sem kröfu að Landsvirkjun semdi við landeigendur áður en skipulagsgögnum sveitarinnar yrði breytt. Landsvirkjun setti því saman her af lögfræðingum sem herjuðu á landeigendur með hótunum um eignarnám ef ekki yrði gengið til samninga. Til að auðvelda enn frekar samningagerðina þá bauðst Landsvirkjun til að greiða fyrir lögfræðikostnað landeigenda. Landeigendur voru því þarna settir milli steins og sleggju. Þeir fengu á sig mikinn þrýsting að semja og myndu fá lögfræðikostnað greiddan ef þeir semdu. En ef þeir myndu ekki semja þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi, bætur fyrir eignarnámið yrðu í lágmarki ef einhverjar fengjust og landeigendur yrðu að greiða lögfræðikostnað við eignarnámið sjálfir. Landeigendur eru margir fátækir bændur sem höfðu engan veginn efni á að greiða fyrir lögfræðinga. Þeim var því nauðugur einn kostur að ganga til samninga. Þarna gekk ríki valdakarlinn fram með kröfur, vitandi að undirokaða eiginkonan hefði ekki úrræði til að verjast. Fylgifiskur þessara samninga er að landeigendur mega ekki gera neitt við landið sem yrði fyrir áhrifum af virkjuninni og lóninu. Þetta hefur því haldið uppbyggingu á landinu í gíslingu í þessi 15 ár síðan samningar voru gerðir. Nú eru nýjar kynslóðir að taka við búrekstri. Forsendur fyrir rekstri búa hafa breyst mikið á þessum 15 árum með þörf fyrir frekari landnýtingu til að standa undir búrekstri. Samkvæmt samningunum má ekki nýta landið sem gæti farið undir lón. Fyrirætlanir voru um skógrækt á landinu til bindingar kolefnis sem hafa verið í frosti þar sem ekki er skynsamlegt að rækta skóg sem færi undir lón. Vatnsréttindi í Þjórsá Landsvirkjun beitti eignarnámshótunum sínum í valdi þess að þeir sögðust eiga vatnsréttindin í Þjórsá, en þau eiga sér reyndar sögu allt aftur til 1918. Þá reið Einar Benediktsson milli bæja við Þjórsá og falaði af bændum vatnsréttindin fyrir hönd Títanfélagsins með því loforði að orkan yrði notuð í heimabyggð og „Öll vötn skulu renna þar sem að fornu hafa runnið“, þ.e. að áin skyldi renna í óbreyttum árfarvegi. Fyriráætlanir um Hvammsvirkjun eru brot á því loforði. Það má því segja að bændur við Þjórsá hafa verið áreittir í meira en heila öld vegna virkjunarbrölts. Árið 1956 var Títanfélagið lagt niður og vatnsréttindin gengu til íslenska ríkisins. Þann 9. maí árið 2007, þremur dögum fyrir kosningar, skrifuðu þrír ráðherrar upp á samning um að „lána“ Landsvirkjun vatnsréttindin. Árni Matthiesen, þáverandi fjármálaráðherra, hélt því fram í ræðustóli Alþingis 11. október 2007 að tilgangur þessa gjörnings var til þess að knýja fram samninga við landeigendur: „Því var þetta nauðsynlegt, málið hefði getað stöðvast". Með þessu óþokkabragði var Landsvirkjun komin með næg vopn til að þvinga fram samningana. Ríkisendurskoðun gerði úttekt á þessum samningi og mat hann ógildan í lok árs 2007. Sjá Greinargerð um samning íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár 2007 (rikisend.is). Í umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar á Alþingi 10. desember 2007 tóku þeir, sem komu að samningagerðinni, undir að samningurinn væri ekki bindandi fyrir ríkið. Því spyr ég, ef hann er ekki bindandi fyrir ríkið, eru þá þeir samningar sem LV gerði í krafti eignarhalds á vatnsréttindunum bindandi fyrir landeigendur? Það er stórt spurningamerki hvort Landsvirkjun sé í raun rétthafi vatnsréttinda í Þjórsá og þar með hvort þessir samningar við landeigendur séu löglegir. Annað sem gerir samningana lagalega vafasama er að í lögum nr. 7/1936, greinum 30 og 31 segir að samningar þar sem brögðum er beitt séu sjálfkrafa ógildir. Það ákvæði á sérstaklega vel við í þessu tilfelli þar sem Landsvirkjun gekk fram og gengur enn fram með blekkingum um að þeir séu rétthafar vatnsréttindanna. Með illa fengna samninga í vasanum fékk Landsvirkjun skipulagi sveitarfélagsins breytt og í hverju og einasta plaggi sem skrifað er af Landsvirkjun varðandi Hvammsvirkjun er því flaggað að búið sé að semja við landeigendur. Í hvert sinn sem landeigendur lesa þetta eða heyra talað um þetta þá rifjast þessi valdníðsla og yfirgangur upp fyrir þeim. Einnig kemur upp eftirsjá yfir því að hafa ekki staðið fast í fæturna og neitað að semja því landeigendur við Þjórsá vilja ekki og hafa aldrei viljað þetta lón og þessa virkjun. Umsókn um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Samningar við landeigendur er ein af forsendunum sem Orkustofnun veitir Landsvirkjun virkjunarleyfi, en skv. lögum um virkjunarleyfi segir að umsækjandi (Landsvirkjun) verði að vera búinn að semja við alla landeigendur. Tíu kærur hafa nú borist vegna veitingar Orkustofnunar á virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun og er vafi á lagalegu gildi þessara samninga eitt af kærumálunum. Ein klausa í samningi Landsvirkjunar og ríkisins um vatnsréttindin er að ef Landsvirkjun hefur ekki sótt um virkjunarleyfi eftir að 15 ár séu liðin frá undirritun samningsins þá megi ríkið rifta samningnum (sem er ekki lagalega bindandi fyrir ríkið) með einhliða ákvörðun. Samningurinn var undirritaður í maí 2007 sem þýðir að í maí 2022 voru komin 15 ár. Landsvirkjun sækir um virkjunarleyfi til Orkustofnunar í lok júní 2021, 11 mánuðum áður en þessi klausa virkjast. Í samningnum segir ekkert um hvað verður um vatnsréttindin ef Landsvirkjun sækir virkjunarleyfi en fær ekki. Önnur klausa í samningnum segir að innan 90 daga frá því að Landsvirkjun fær virkjunarleyfi þá skuli Landsvirkjun ganga til samninga um kaup á vatnsréttindunum af ríkinu. Miðað við þær umræður sem áttu sér stað á Alþingi í desember 2007 þá verður sá gjörningur að fara fyrir Alþingi til samþykkis þar sem sá samningur yrði lagalega bindandi fyrir ríkið. Það styður enn frekar við það að þeim þvingunum sem var beitt í samningagerð við landeigendur voru byggðar á veikum lagalegum grunni sem vekur upp spurningar um löggildi þeirra samninga. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Þann 21. desember síðastliðinn óskaði Landsvirkjun formlega eftir því við sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að sveitarstjórn veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Það er stór lagalegur vafi til staðar, bæði varðandi hvort Landsvirkjun sé í raun lagalegur rétthafi vatnsréttindanna í Þjórsá og hvort samningar við landeigendur séu gildir vegna vatnsréttinda-þvingana í samningagerð. Því er ekki forsvaranlegt fyrir sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun vegna þessa lagalega vafa. Höfundur er formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun