Þurfa ekki á „heimagerðum hamförum“ Eflingar að halda Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 11:23 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð Eflingar í grein sem birt var á Vísi í dag. Hún segir ferðaþjónustuna ekki þurfa á „heimagerðum hamförum í boði Eflingar“ að halda. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á í greininni að um ár er liðið frá því síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands. Erfiðleikar allra í ferðaþjónustu hafi verið ólýsanlegir meðan á sóttvarnaraðgerðum stóð. „Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga. Gatið sem tekjur af ferðamönnum skildi eftir sig í ríkissjóði var það stórt að endurkoma ferðamanna varð mikilvægasta breytan í öllum hagspám á Íslandi.“ Segir Eflingu ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur Bjarnheiður segir þó að Adam hafi ekki verið lengi í paradís og kennir Eflingu um það. „Hinn nýi (eða öllu heldur gamli) skóli verkalýðsleiðtoga þessa lands virðist leggja sérstaka fæð á ferðaþjónustu,“ segir hún. „Nú, á meðan greinin er enn á hnjánum eftir heimsfaraldur, finnst Verkalýðsfélaginu Eflingu það frábær hugmynd að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og höggva í ferðaþjónustu, smátt og smátt, þar til að hún lamast algjörlega.“ Þá segir hún að „áróðursvélar“ Eflingar hamist linnulaust við að mála ferðaþjónustu upp sem þrælakistu. Eins og þar sé ekki hugsað um neitt annað en að maka krókinn á kostnað þeirra sem eru á lægstu laununum. „Fólkið sem rekur ferðaþjónustufyrirtækin er kallað öllum illum nöfnum og stillt upp sem ótýndum glæpamönnum, sérstaklega ef fyrirtækin hafa náð að skila einhverjum arði - sem auðvitað er harðbannað og svívirðilegt í augum Eflingar. Það væri auðvitað miklu betra fyrir starfsmenn að fyrirtækin væru öll á hausnum. Í þessu samhengi er rétt að minna á það enn einu sinni, að langflest ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi eru lítil eða meðalstór og rekin af venjulegu fjölskyldufólki.“ Voðinn vís ef einn hlekkurinn slitnar Bjarnheiður varar við að ferðaþjónustan á Íslandi gæti fljótt lamast ef fyrirætlanir og verkfallsboðanir Eflingar ná fram að ganga. Hún segir ferðaþjónustu byggja á samvinnu margra ólíkra fyrirtækja sem starfa í eins konar keðju. „Ef einn hlekkurinn slitnar, þá er voðinn vís,“ segir hún. „Erlendir ferðamenn munu afbóka ferðir sínar til landsins, gjaldeyristekjurnar hætta að streyma til landsins, fólk missir vinnuna, verðbólgan mun halda áfram að aukast og orðspor áfangastaðarins mun bíða hnekki. Er það það sem við viljum að gerist? Ætlum við að leyfa því að gerast?“ Undir lokin segir Bjarnheiður svo að verkföll séu skilgreind sem ein af höfuðógnum ferðaþjónustu. Þau séu við hliðina á náttúruhamförum, stríðsrekstri, farsóttum og hryðjuverkaógn. „Við höfum á allra síðustu árum þurft að kljást við ýmsar ógnanir og þurfum á þessum tímapunkti alls ekki á heimagerðum hamförum í boði Eflingar að halda.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, bendir á í greininni að um ár er liðið frá því síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands. Erfiðleikar allra í ferðaþjónustu hafi verið ólýsanlegir meðan á sóttvarnaraðgerðum stóð. „Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga. Gatið sem tekjur af ferðamönnum skildi eftir sig í ríkissjóði var það stórt að endurkoma ferðamanna varð mikilvægasta breytan í öllum hagspám á Íslandi.“ Segir Eflingu ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur Bjarnheiður segir þó að Adam hafi ekki verið lengi í paradís og kennir Eflingu um það. „Hinn nýi (eða öllu heldur gamli) skóli verkalýðsleiðtoga þessa lands virðist leggja sérstaka fæð á ferðaþjónustu,“ segir hún. „Nú, á meðan greinin er enn á hnjánum eftir heimsfaraldur, finnst Verkalýðsfélaginu Eflingu það frábær hugmynd að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og höggva í ferðaþjónustu, smátt og smátt, þar til að hún lamast algjörlega.“ Þá segir hún að „áróðursvélar“ Eflingar hamist linnulaust við að mála ferðaþjónustu upp sem þrælakistu. Eins og þar sé ekki hugsað um neitt annað en að maka krókinn á kostnað þeirra sem eru á lægstu laununum. „Fólkið sem rekur ferðaþjónustufyrirtækin er kallað öllum illum nöfnum og stillt upp sem ótýndum glæpamönnum, sérstaklega ef fyrirtækin hafa náð að skila einhverjum arði - sem auðvitað er harðbannað og svívirðilegt í augum Eflingar. Það væri auðvitað miklu betra fyrir starfsmenn að fyrirtækin væru öll á hausnum. Í þessu samhengi er rétt að minna á það enn einu sinni, að langflest ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi eru lítil eða meðalstór og rekin af venjulegu fjölskyldufólki.“ Voðinn vís ef einn hlekkurinn slitnar Bjarnheiður varar við að ferðaþjónustan á Íslandi gæti fljótt lamast ef fyrirætlanir og verkfallsboðanir Eflingar ná fram að ganga. Hún segir ferðaþjónustu byggja á samvinnu margra ólíkra fyrirtækja sem starfa í eins konar keðju. „Ef einn hlekkurinn slitnar, þá er voðinn vís,“ segir hún. „Erlendir ferðamenn munu afbóka ferðir sínar til landsins, gjaldeyristekjurnar hætta að streyma til landsins, fólk missir vinnuna, verðbólgan mun halda áfram að aukast og orðspor áfangastaðarins mun bíða hnekki. Er það það sem við viljum að gerist? Ætlum við að leyfa því að gerast?“ Undir lokin segir Bjarnheiður svo að verkföll séu skilgreind sem ein af höfuðógnum ferðaþjónustu. Þau séu við hliðina á náttúruhamförum, stríðsrekstri, farsóttum og hryðjuverkaógn. „Við höfum á allra síðustu árum þurft að kljást við ýmsar ógnanir og þurfum á þessum tímapunkti alls ekki á heimagerðum hamförum í boði Eflingar að halda.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent