Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 16:10 Jóhannes Svavar Rúnarsson og Björn Ragnarsson ræða um afleiðingar verkfallsins. Vísir/Strætó/Ívar Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. „Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“ Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
„Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“
Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira