Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 16:10 Jóhannes Svavar Rúnarsson og Björn Ragnarsson ræða um afleiðingar verkfallsins. Vísir/Strætó/Ívar Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. „Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“ Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“
Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira