Fjölskylda og skólabíllinn innlyksa eftir krapaflóð í Svartárdal Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2023 21:05 Víðir Már Gíslason á Barkarstöðum við klakastykki eftir krapaflóð í Svartárdal 13. febrúar 2023. Brúin að bæ hans eyðilagðist í flóðinu. Samsett/Víðir Már Gíslason/Höskuldur Erlingsson Sex manna fjölskylda á bænum Barkarstöðum í Svartárdal er innlyksa á bænum eftir að krapaflóð eyðilagði brúna að honum í gærkvöldi. Skólabíll sveitarinnar er einnig fastur. Gríðarlegar skemmdir urðu á túnum og girðingum bænda í dalnum, að sögn bónda þar. Mikla vatnavexti gerði í leysingum á vestanverðu landinu í gær. Í Svartárdal í Húnabyggð flæddi Svartá yfir bakka sína í krapaflóði í gærkvöldi. Jakob Sigurjónsson, bóndi á Hóli, segir við Vísi að líklega hafi flóðið hafist á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann áætlar að vatnshæðin í ánni kunni að hafa verið fjórum til sex metrum hærri en vanalega og vatn flætt víða þar sem flatt er við ána. Það hafi valdið gríðarlegum skemmdum á túnum og girðingum í nær öllum dalnum. Vatn flæddi yfir veginn um dalinn en hann var opnaður aftur í dag. Jakob segir að gríðarlegar skemmdir hafi orðið á veginum. Innan við Hól sé alls ekki fólksbílafært. „Það eru bara djúp skörð í veginum, það er bara rétt búið að ryðja ofan í þau til að það sé hægt að skrönglast í neyð,“ segir Jakob. Á drónamynd sem Höskuldur Erlingsson náði í dag sést hvernig Svartá rann enn fyrir ofan hefðbundinn farveg sinn fyrir neðan bæinn Barkarstaði.Höskuldur B. Erlingsson Einhverjir dagar í að fært verði að bænum Innar í dalnum skemmdist brú við bæinn Barkarstaði þannig að fjölskyldan sem þar býr kemst hvorki lönd né strönd. Víðir Már Gíslason, bóndi á Barkarstöðum, segist hafa heyrt miklar drunur í gærkvöldi en að hann hafi ekki áttað sig á hvað hefðist gerst enda niðamyrkur. Það var ekki fyrr en hann fékk símtal frá nágranna sem sagði honum að brúin væri gengin til sem hann fór og kannaði aðstæður. „Hún hefur farið af stöplunum öðru megin, hún er bara bogin. Brúin er ónýt, það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Víðir Már sem kemst þó ekki sjálfur að brúnni þar sem áin rennur nú yfir veginn hans megin brúarinnar. Starfsmenn Vegagerðarinnar meta nú hvernig sé hægt að tengja bæinn aftur við umheiminn en Víðir Már segir að það eigi eftir að taka einhverja daga. Klakinn sem flóðið ruddi yfir Svartárdal er á annan metra að þykkt.Höskuldur B. Erlingsson Skólabíllinn fastur á bænum Fjögur af fimm börnum Víðis Más og konu hans, Lindu Carlsson, á Barkarstöðum eru heima en bóndinn hefur ekki miklar áhyggjur af einangruninni. „Við erum vel birg svo þetta er allt í lagi eins og er. Það væsir ekkert um okkur,“ segir Víðir Már. Fjölskyldan er með sauðfjárbúskap en auk þess ekur Víðir Már skólabílnum í sveitinni. Sá er innlyksa á bænum með fjölskyldunni. Börnin í sveitinni þurfa þó ekki að óttast að komast ekki skólann af þeim sökum. „Ég er búinn að leysa það. Það er annar sem keyrir það fyrir mig. Það eru bara börnin mín sem eru föst heima,“ segir hann. Ljóst er að það tekur að minnsta kosti einhverja daga að gera leiðina að Barkarstöðum færa eftir krapaflóðið. Höskuldur B. Erlingsson Mesta flóðið í allt að aldarfjórðung Annars staðar í Svartárdal var áin að mestu leyti gengin aftur í sinn hefðbundna farveg. Jakob á Hóli, sem hefur búið í dalnum frá því að hann fæddist fyrir rúmum fimmtíu árum, lýsir flóðinu sem meira en krapaflóði. Allt að tveggja metra þykkir jakar liggi nú á túnum bænda ásamt grjótruðningi. Flóðið sé það mesta sem hann hafi séð í tuttugu til tuttugu og fimm ár. Bændur eigi gríðarlega mikið hreinsunarstarf fyrir höndum við að hreinsa grjót og girðingardræsur sem liggi um allt meðfram ánni. „Það er ekkert hægt að huga að þessu fyrr en klaki fer úr jörð og ruðningur uppi á túnum bráðnar. Það er ekkert venjulegt tæki sem ræður við að ryðja þessu í burtu. Það er lítið hægt að gera fyrr en í júní nema það verði einstaklega gott vorið,“ segir Jakob. Klippa: Krapaflóð rauf veginn að Barkarstöðum Náttúruhamfarir Húnabyggð Veður Tengdar fréttir „Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“ Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. 14. febrúar 2023 13:00 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Mikla vatnavexti gerði í leysingum á vestanverðu landinu í gær. Í Svartárdal í Húnabyggð flæddi Svartá yfir bakka sína í krapaflóði í gærkvöldi. Jakob Sigurjónsson, bóndi á Hóli, segir við Vísi að líklega hafi flóðið hafist á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann áætlar að vatnshæðin í ánni kunni að hafa verið fjórum til sex metrum hærri en vanalega og vatn flætt víða þar sem flatt er við ána. Það hafi valdið gríðarlegum skemmdum á túnum og girðingum í nær öllum dalnum. Vatn flæddi yfir veginn um dalinn en hann var opnaður aftur í dag. Jakob segir að gríðarlegar skemmdir hafi orðið á veginum. Innan við Hól sé alls ekki fólksbílafært. „Það eru bara djúp skörð í veginum, það er bara rétt búið að ryðja ofan í þau til að það sé hægt að skrönglast í neyð,“ segir Jakob. Á drónamynd sem Höskuldur Erlingsson náði í dag sést hvernig Svartá rann enn fyrir ofan hefðbundinn farveg sinn fyrir neðan bæinn Barkarstaði.Höskuldur B. Erlingsson Einhverjir dagar í að fært verði að bænum Innar í dalnum skemmdist brú við bæinn Barkarstaði þannig að fjölskyldan sem þar býr kemst hvorki lönd né strönd. Víðir Már Gíslason, bóndi á Barkarstöðum, segist hafa heyrt miklar drunur í gærkvöldi en að hann hafi ekki áttað sig á hvað hefðist gerst enda niðamyrkur. Það var ekki fyrr en hann fékk símtal frá nágranna sem sagði honum að brúin væri gengin til sem hann fór og kannaði aðstæður. „Hún hefur farið af stöplunum öðru megin, hún er bara bogin. Brúin er ónýt, það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Víðir Már sem kemst þó ekki sjálfur að brúnni þar sem áin rennur nú yfir veginn hans megin brúarinnar. Starfsmenn Vegagerðarinnar meta nú hvernig sé hægt að tengja bæinn aftur við umheiminn en Víðir Már segir að það eigi eftir að taka einhverja daga. Klakinn sem flóðið ruddi yfir Svartárdal er á annan metra að þykkt.Höskuldur B. Erlingsson Skólabíllinn fastur á bænum Fjögur af fimm börnum Víðis Más og konu hans, Lindu Carlsson, á Barkarstöðum eru heima en bóndinn hefur ekki miklar áhyggjur af einangruninni. „Við erum vel birg svo þetta er allt í lagi eins og er. Það væsir ekkert um okkur,“ segir Víðir Már. Fjölskyldan er með sauðfjárbúskap en auk þess ekur Víðir Már skólabílnum í sveitinni. Sá er innlyksa á bænum með fjölskyldunni. Börnin í sveitinni þurfa þó ekki að óttast að komast ekki skólann af þeim sökum. „Ég er búinn að leysa það. Það er annar sem keyrir það fyrir mig. Það eru bara börnin mín sem eru föst heima,“ segir hann. Ljóst er að það tekur að minnsta kosti einhverja daga að gera leiðina að Barkarstöðum færa eftir krapaflóðið. Höskuldur B. Erlingsson Mesta flóðið í allt að aldarfjórðung Annars staðar í Svartárdal var áin að mestu leyti gengin aftur í sinn hefðbundna farveg. Jakob á Hóli, sem hefur búið í dalnum frá því að hann fæddist fyrir rúmum fimmtíu árum, lýsir flóðinu sem meira en krapaflóði. Allt að tveggja metra þykkir jakar liggi nú á túnum bænda ásamt grjótruðningi. Flóðið sé það mesta sem hann hafi séð í tuttugu til tuttugu og fimm ár. Bændur eigi gríðarlega mikið hreinsunarstarf fyrir höndum við að hreinsa grjót og girðingardræsur sem liggi um allt meðfram ánni. „Það er ekkert hægt að huga að þessu fyrr en klaki fer úr jörð og ruðningur uppi á túnum bráðnar. Það er ekkert venjulegt tæki sem ræður við að ryðja þessu í burtu. Það er lítið hægt að gera fyrr en í júní nema það verði einstaklega gott vorið,“ segir Jakob. Klippa: Krapaflóð rauf veginn að Barkarstöðum
Náttúruhamfarir Húnabyggð Veður Tengdar fréttir „Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“ Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. 14. febrúar 2023 13:00 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“ Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. 14. febrúar 2023 13:00
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. 13. febrúar 2023 17:51