Þetta er ekki hægt lengur Svanhildur Hólm Valsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun