Björgvin Páll: Stuðningurinn hélt okkur á tánum og gerði útslagið Andri Már Eggertsson skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Björgvin Páll Gústavsson var afar ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var frábær í stórkostlegum sex marka sigri Vals 35-29. Björgvin Páll fékk skurð á hendina í síðasta leik en það kom ekki niður á hans leik þar sem hann varði 13 skot og skoraði 2 mörk. „Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
„Mér er ekki illt núna en það kemur örugglega á eftir. Þetta gekk frábærlega upp hjá okkur. Ég var í smá brasi með hægra hornið hjá þeim en þessi geðveiki sem fór í gang í vörninni hjá okkur var ólýsanleg,“ sagði Björgvin Páll ánægður með sigurinn. Ramiro Martinez fór á kostum og skoraði átta mörk. Hann klikkaði ekki á skoti þar til hann var tekinn af velli og kom aftur inn á sem var kærkomið fyrir Björgvin. „Á meðan það var bara einn leikmaður að skora þá var þetta í lagi þar sem við héldum öðrum niðri. Þeir spiluðu vel einum fleiri og ég hefði viljað verja fleiri bolta í fyrri hálfleik. Vörnin kom mér í gang og auðveldaði mér lífið og þá fór ég að verja sem skilaði auðveldum mörkum.“ Benidorm spilaði einum fleiri í sókn nánast allan leikinn sem Valur nýttir sér ansi oft með auðveldum mörkum í tómt markið. „Við vorum hálfu skrefi framar og vinnusemin var upp á tíu. Að vera að spila tvo leiki í viku og fá svona vinnusemi er ólýsanlegt.“ Björgvin hrósaði stuðningum sem Valur fékk og að hans mati gerði það útslagið og skilaði sex marka sigri. „Höllin gerði útslagið og að fá stuðninginn þegar við vorum í veseni þá hélt stúkan okkur á tánum og þegar við skoruðum tvö, þrjú mörk yfir allan völlinn fór allt í háaloft. Að fá svona stuðning á heimavelli í Evrópukeppnni er gæsahúðar augnablik.“ „Ef maður horfir upp í stúkuna okkar þá sér maður strætóskýlið og heyrir söngva. Síðan horfir maður bakvið mörkin og þá eru leikmenn í hinum liðunum að klappa fyrir okkur líka og það gefur manni mikla orku að vita að við séum í þessu saman sem er frábært. Ég þakka fyrir allan stuðninginn hvort sem það sé frá Völsurum eða einhverjum öðrum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira