Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 06:54 Sum barnanna eru sögð hafa verið lokkuð burt undir því yfirskini að þau væru að fara í sumarbúðir. epa/Oleg Petrasyuk Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. Þetta kemur fram í skýrslu Yale Humanitarian Research Lab, sem var fjármögnuð af bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í skýrslunni segir einnig að ættleiðingum og fóstrunum barna frá Úkraínu hafi verið flýtt, þannig að mögulega sé um stríðsglæp að ræða. Í skýrslunni segir að frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir nær ári hafi fjöldi barna, allt niður í fjögurra mánaða gömul, verið flutt í 43 búðir víðsvegar um Rússland. Markmiðið hafi verið að veita þeim „endurmenntun“ í föðurlandsást til Rússlands. Börnin eru sögð hafa verið tekin í vettvangsferðir á mikilvæga staði í sögu Rússlands og hafa fengið fyrirlestra frá fyrrverandi hermönnum. Þá segir að þau hafi fengið þjálfun í notkun skotvopna, þótt ekkert bendi til þess að þau hafi verið send aftur til að berjast á átakasvæðum. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýsingu að niðurstöður skýrslunnar væru enn ein sönnunargögnin þess efnis að Rússar ynnu markvisst að því að bæla niður þjóðerniskennd Úkraínumanna, sögu þeirra og menningu. „Hörmulega áhrif stríðs Pútíns á börn Úkraínu munu vara í kynslóðir,“ sagði í yfirlýsingunni. Kallað hefur verið eftir því að óháður aðili fái aðgang að búðunum og að ættleiðingar úkraínskra barna til Rússlands verði stöðvaðar tafarlaust. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Yale Humanitarian Research Lab, sem var fjármögnuð af bandaríska utanríkisráðuneytinu. Í skýrslunni segir einnig að ættleiðingum og fóstrunum barna frá Úkraínu hafi verið flýtt, þannig að mögulega sé um stríðsglæp að ræða. Í skýrslunni segir að frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir nær ári hafi fjöldi barna, allt niður í fjögurra mánaða gömul, verið flutt í 43 búðir víðsvegar um Rússland. Markmiðið hafi verið að veita þeim „endurmenntun“ í föðurlandsást til Rússlands. Börnin eru sögð hafa verið tekin í vettvangsferðir á mikilvæga staði í sögu Rússlands og hafa fengið fyrirlestra frá fyrrverandi hermönnum. Þá segir að þau hafi fengið þjálfun í notkun skotvopna, þótt ekkert bendi til þess að þau hafi verið send aftur til að berjast á átakasvæðum. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýsingu að niðurstöður skýrslunnar væru enn ein sönnunargögnin þess efnis að Rússar ynnu markvisst að því að bæla niður þjóðerniskennd Úkraínumanna, sögu þeirra og menningu. „Hörmulega áhrif stríðs Pútíns á börn Úkraínu munu vara í kynslóðir,“ sagði í yfirlýsingunni. Kallað hefur verið eftir því að óháður aðili fái aðgang að búðunum og að ættleiðingar úkraínskra barna til Rússlands verði stöðvaðar tafarlaust. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira