Eignarnámsógn í samningaviðræðum við landeigendur við Þjórsá Anna Björk Hjaltadóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:00 Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina. Í svargrein Landsvirkjunar segir: Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Það er rétt að landeigendur nutu aðstoðar lögmanns, lögmanns sem Landsvirkjun greiddi fyrir. Í tilfelli þeirra landeigenda sem birtu opinberu yfirlýsinguna þá var það einmitt lögfræðingur sem var greiddur af Landsvirkjun sem átti að verja hagsmuni landeigenda. Það var þessi lögfræðingur sem ítrekað talaði um það við „skjólstæðinga“ sína að ef þeir semdu ekki við Landsvirkjun þá yrði landið þeirra tekið eignarnámi. Ég veit ekki hvernig greiðslum til lögfræðingsins var háttað, en svona framkoma hljómar eins og það sé hagur lögfræðingsins að ná fram samningnum. Þetta er aðili sem átti að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna, en var í raun eingöngu að sinna hagsmunum þeirra sem greiddu þóknun hans. Hérna er yfirlýsing landeigenda orðrétt og var birt á Facebook Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps: Við landeigendur í Fossnesi og Haga 2 höfum alla tíð verið á móti virkjunarframkvæmdum við Hvammsvirkjun. Ólafur Björnsson var okkar lögfræðingur og treystum við því að hann gætti okkar hagsmuna. Og minnti okkur oft á að ef við gengjum ekki til samninga yrðum við tekin eignanámi, og hefðum þar með lítið um málið að segja. Landsvirkjun borgaði þessum lögfræðing og hafi hann ekki síður verið með hagsmuni Landsvirkjunnar að leiðarljósi og ýtt okkur til samninga, sem voru engan veginn tímabærir. En óháð því hvort samninganefnd Landsvirkjunar hafi passað sig á því að nefna aldrei orðið eignarnám í viðræðum sínum við landeigendur þá hefur þetta alltaf legið fyrir eignarnáms yrði krafist ef ekki yrði samið, ef til framkvæmda kæmi. Fulltrúar Landsvirkjunar hafa tekið orðið eignarnám sér til munns, t.d. á opinberum fundi í Árnesi þann 8. mars 2022 þegar Kristín Linda Árnadóttir talaði um eignarnám sem hluta af ferlinu. Það er því ekki hægt að kalla þá samninga sem eru gerðir undir eignarnámsógn sem frjálsa samninga. Staðreyndir málsins eru svona: Sveitastjórnir við Þjórsá gerðu það að kröfu að samið yrði við landeigendur áður en skipulagsgögnum yrði breytt fyrir virkjun. Landeigendur vildu ekki semja við Landsvirkjun. Ríkið lánaði Landsvirkjun vatnsréttindin endurgjaldslaust 9. Maí 2007, þremur dögum fyrir kosningar. Tilgangurinn var, að því haft er eftir Árna Matthisen, einn þeirra ráðherra sem skrifuðu undir samninginn við Landsvirkjun, að tryggja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart landeigendum „því annars hefði málið stöðvast“. Ríkisendurskoðun mat samninginn ekki bindandi fyrir ríkissjóð í desember 2007. Landsvirkjun fer, þrátt fyrir úrskurð Ríkisendurskoðunar, af stað í samningaviðræður við landeigendur með eignarnámsógnun í formi vatnsréttinda hangandi yfir viðræðum – jafnvel þó Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar haldi því fram að eignarnám hafi aldrei verið rætt í samningaviðræðunum. Landsvirkjun greiddi fyrir lögfræðing(a) sem átti að vera fulltrúi landeigenda og tryggja hagsmuni þeirra – en þar með búa til tvöfeldni í hagsmunum fyrir lögfræðinginn varðandi þóknun. Varðandi eignarhald Landsvirkjunar á vatnsréttindunum þá þarf óháða og lögfróða aðila til að meta löggildi „eignarréttar“ Landsvirkjunar á vatnsréttindunum. Það dugar ekki að treysta svörum Landsvirkjunar varðandi þetta. Höfundur er Formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar