Umsvifa- og áhrifamikill undirróðurshópur afhjúpaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 12:46 Tal Hanan segist blásaklaus. Skjáskot Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna. Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira