Umsvifa- og áhrifamikill undirróðurshópur afhjúpaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 12:46 Tal Hanan segist blásaklaus. Skjáskot Ísraelskur félagsskapur sem kallar sig „Team Jorge“ segist hafa tekið þátt í að hafa áhrif á niðurstöður yfir 30 forsetakosninga víðsvegar í heiminum. Teymið ræður yfir „her“ gervimenna og dreifir falsfréttum og fremur skemmdarverk í þágu viðskiptavina sinna. Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Guardian er meðal þeirra sem hafa fjallað um málið en blaðamenn um það bil 30 miðla komu að rannsókn málsins. Þegar hefðbundnar aðferðir blaðamennsku dugðu ekki til, settu þrír blaðamenn sig í samband við höfuðpaurinn, Tal Hanan, og þóttust þarfnast þjónustu hans. Hanan, sem kallar sig Jorge í tengslum við störf hópsins, er 50 ára fyrrverandi sérsveitarmaður. Hann sagðist í samtölum við blaðamennina hafa unnið fyrir frambjóðendur, einkafyrirtæki og jafnvel leyniþjónustur og aðstoðað umrædda aðila við að hafa áhrif á almenningsálitið. Ein af þeim þjónustuleiðum sem Hanan hefur á boðstólnum kallast Advanced Impact Media Solutions, eða Aimes, en um er að ráða forrit sem stjórnar þúsundum falsaðra aðganga á samfélagsmiðlum, Gmail og YouTube. Margir aðganganna hafa verið starfræktir í mörg ár og eru jafnvel tengdir við kreditkort og aðganga að Amazon og AIRbnb. Í samtölum við blaðamennina lýsti Hanan því hvernig hann gæti safnað upplýsingum um andstæðinga viðskiptavinarins með því að brjótast inn í tölvupóst og samfélagsmiðlaaðganga. Þá sagði hann hópinn hafa komið falsfréttum í dreifingu hjá virtum miðlum, sem væri síðan dreift af samfélagsmiðlahernum. Einn þekktur franskur sjónvarpsmaður hefur þegar verið vikið frá störfum í tengslum við málið. Þegar samtölin áttu sér stað, í júlí og í desember í fyrra, sagðist Hanan vera virkur í einum kosningum í Afríku. Blaðamennirnir gátu ekki staðfest allar staðhæfingar Hanan en gátu fært sönnur á að innbrot sem hann framdi fyrir framan þá inn á Telegram-aðgang náins ráðgjafa William Rudo, þáverandi forsetaframbjóðanda og núverandi forseta, Kenía. Sagði hann „innbrot“ af þessu tagi gagnast vel til að skapa ringulreið; hann gæti til dæmis sent meiðandi skilaboð til félaga fórnarlambsins og eytt þeim svo þegar þau hefðu verið lesin. Hanan neitar sök. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Ísrael Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira