Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 00:00 Morðinginn Payton Gendron les upp stutta yfirlýsingu í dómsal þar sem hann bað fórnarlömb sín fyrirgefningar. AP/Derek Gee/The Buffalo News Ríkisdómstóll í New York dæmdi hvítan þjóðernissinna sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í borginni Buffalo í fyrra í lífstíðarfangelsi í dag. Karlmaður sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna reyndi að ráðast á sakborninginn. Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Payton Gendron, nítján ára, játaði sig sekan um morð og innlent hryðjuverk sem hafi verið knúið af hatri í nóvember. Þeim sökum fylgir lífstíðarfangelsi. Dauðarefsing er ekki við lýði í New York-ríki. AP-fréttastofan segir að Gendron hafi fellt tár yfir vitnisburði í málinu. Hann bað fórnarlömb og aðstandendur þeirra afsökunar í stuttri yfirlýsingu. Uppnám skapaðist tímabundið í dómsalnum þegar karlmaður reyndi að ráðast á Gendron. Fógetafulltrúar náðu fljótt að yfirbuga manninn og saksóknarar segja að hann verði ekki sóttur til saka fyrir athæfið. „Það getur ekki verið nein miskunn fyrir þig, enginn skilningur, ekkert annað tækifæri,“ sagði Susan Eagan, dómarinn í málinu, þegar hún kvað upp refsinguna. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti enn sóst eftir dauðarefsingu yfir Gendron ákæri það hann fyrir hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Verjandi hans segir hann tilbúinn að játa sig sekan gegn því að ákæruvaldið fari ekki fram á hann verði tekinn af lífi. Gendron viðurkenndi í yfirlýsingu sinni við uppkvaðningu refsingarinnar að hann hefði skotið fólk og myrt það fyrir þær sakir einar að það var svart á hörund. Hann er sagður hafa umturnast af hatri eftir að hafa lesið samsæriskenningar kynþáttahatara á netinu. Á meðal fórnarlamba Gendron voru djákni, öryggisvörður, amma níu barna og karlmaður sem var að kaupa afmælistertu. Fórnarlömbin tíu voru á aldrinu 32 til 86 ára.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Sagðist saklaus af hatursglæpum Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. 18. júlí 2022 17:02
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46