Veður

Vest­læg eða breyti­leg átt og dá­lítil él

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu núll til átta stig í dag.
Frost verður á bilinu núll til átta stig í dag. Veðurstofan

Reikna má með vestlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metra á sekúndu. Þá er gert ráð fyrir dálitlum éljum norðan- og síðar vestanlands, en léttskýjuðu suðaustantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu núll til átta stig.

„Snýst í austlæga átt á morgun með éljum á stöku stað. Vaxandi suðaustanátt annað kvöld og fer að snjóa á Suður- og Vesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og stöku él, frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið með slyddu eða snjókomu suðvestanlands.

Á sunnudag: Ákveðin austlæg eða breytileg átt og snjókoma eða rigning með köflum. Hiti kringum frostmark.

Á mánudag: Vestlæg átt 5-13 og stöku él, snjókoma í fyrstu á Norðaustur- og Austurlandi. Heldur kólnandi.

Á þriðjudag: Breytileg átt og él á víð og dreif, frost 0 til 8 stig.

Á miðvikudag: Norðvestan- og vestanátt. Bjartviðri suðaustan- og austanlands, annars dálítil él. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag: Suðvestanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið á Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×