Hvert beinist þín andúð? Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:31 Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun