„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. febrúar 2023 11:57 Hildur segir áhyggjur hafa verið uppi vegna brunavarna og einstakra atvika. Vísir/Vilhelm „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. Hildur og samastarfsmenn hennar fylgdust með eldinum breiða úr sér á ógnarhraða. Hún segir atburðarásina hafa verið afar óhugnanlega. „Fyrst sáum við bara svartar rúður,“ segir Hildur. „Síðan sáum við bara að það fer að loga inni fyrir glugga og síðan springa rúðurnar og eldurinn gýs upp á ógnarhraða.“ Hildur og samstarfsmenn urðu síðan vör við það þegar fólk yfirgaf húsið sunnanmegin. Hún segir fólk hafa verið skelfingu lostið. Áhyggjur hafi verið uppi um brunavarnir í húsnæðinu. „Við höfum líka orðið vör við að þarna hafa því miður verið einstaklingar sem eru í neyslu. Við höfum orðið vör við að þau fara hinum megin við húsið hjá okkur og eru að neyta þar fíkniefna. Þannig að við höfum þurft að senda inn ábendingar til lögreglu.“ Þá hafi komið upp atvik þar sem farið hafi verið inn hjá Iðunni og stolið. Ábending um mögulegan skort á brunavörnum hafi síðast verið sendar inn til slökkviliðsins 12. janúar síðastliðinn. „Við höfum til dæmis upplifað það að það var kveikt í gínu og henni hent út um gluggann, þannig að vissulega er þetta bara ógn við öryggi bæði þeirra viðskiptavina sem koma til okkar sem og starfsmanna hér hjá Iðunni,“ segir Hildur. Mikinn reyk hefur lagt frá húsinu í allan morgun.Vísir/Vilhelm Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26 Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Hildur og samastarfsmenn hennar fylgdust með eldinum breiða úr sér á ógnarhraða. Hún segir atburðarásina hafa verið afar óhugnanlega. „Fyrst sáum við bara svartar rúður,“ segir Hildur. „Síðan sáum við bara að það fer að loga inni fyrir glugga og síðan springa rúðurnar og eldurinn gýs upp á ógnarhraða.“ Hildur og samstarfsmenn urðu síðan vör við það þegar fólk yfirgaf húsið sunnanmegin. Hún segir fólk hafa verið skelfingu lostið. Áhyggjur hafi verið uppi um brunavarnir í húsnæðinu. „Við höfum líka orðið vör við að þarna hafa því miður verið einstaklingar sem eru í neyslu. Við höfum orðið vör við að þau fara hinum megin við húsið hjá okkur og eru að neyta þar fíkniefna. Þannig að við höfum þurft að senda inn ábendingar til lögreglu.“ Þá hafi komið upp atvik þar sem farið hafi verið inn hjá Iðunni og stolið. Ábending um mögulegan skort á brunavörnum hafi síðast verið sendar inn til slökkviliðsins 12. janúar síðastliðinn. „Við höfum til dæmis upplifað það að það var kveikt í gínu og henni hent út um gluggann, þannig að vissulega er þetta bara ógn við öryggi bæði þeirra viðskiptavina sem koma til okkar sem og starfsmanna hér hjá Iðunni,“ segir Hildur. Mikinn reyk hefur lagt frá húsinu í allan morgun.Vísir/Vilhelm
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26 Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17. febrúar 2023 11:26
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47