Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 10:36 Þrátt fyrir að Ólöf Helga Adolfsdóttir eigi sæti í samninganefnd Eflingar hefur henni verið haldið fyrir utan ákvarðanir hennar. Hún og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10