Boða til víðtækra mótmælaaðgerða verði af verkbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2023 15:38 Frá mótmælum Eflingarfólks fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Komi til verkbanns í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mun Efling kalla saman Eflingarfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim vinnuveitendum sem beita munu verkbanni. Þetta kemur fram á vef Eflingar þar sem félagsmönnum félagsins eru veittar upplýsingar um hið mögulega verkbann sem aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða nú atkvæði um. „Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það,“ segir á vef Eflingar. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi 2. mars næstkomandi. Á vef Eflingar er verkbann útskýrt á þá leið að það sé þegar atvinnurekandi sendi starfsfólk sitt heim úr vinnu og neiti að greiða því laun. „Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella,“ segir á vef Eflingar. Þar kemur jafn framt fram að Efling muni ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda sé verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður standi ekki undir þeim greiðslum. Verði af hinu fyrirhugaða verkbanni hvetur Efling félagsmenn sína til þess að afla staðfestingu hjá vinnuveitenda sínum um hvort hann muni beita verkbanni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01 Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Eflingar þar sem félagsmönnum félagsins eru veittar upplýsingar um hið mögulega verkbann sem aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins greiða nú atkvæði um. „Komi til verkbanns mun Efling kalla saman félagsfólk til víðtækra mótmælaaðgerða gegn þeim atvinnurekendum sem beita því. Félagið biður félagsfólk að fylgjast með skilaboðum frá félaginu um það,“ segir á vef Eflingar. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi 2. mars næstkomandi. Á vef Eflingar er verkbann útskýrt á þá leið að það sé þegar atvinnurekandi sendi starfsfólk sitt heim úr vinnu og neiti að greiða því laun. „Verkbann er hugsað til að neyða verkafólk til að sætta sig við verri útkomu í kjarasamningagerð en ella,“ segir á vef Eflingar. Þar kemur jafn framt fram að Efling muni ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns, enda sé verkbann ekki á ábyrgð félagsins auk þess sem vinnudeilusjóður standi ekki undir þeim greiðslum. Verði af hinu fyrirhugaða verkbanni hvetur Efling félagsmenn sína til þess að afla staðfestingu hjá vinnuveitenda sínum um hvort hann muni beita verkbanni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01 Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09 Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36 Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. 20. febrúar 2023 13:01
Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. 20. febrúar 2023 12:09
Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. 20. febrúar 2023 10:36
Þungbært skref að boða verkbann Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar. 20. febrúar 2023 08:48