Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 10:30 Gabríel Douane gaf ljósmyndara fingurinn þegar hann mætti í dómsal í fylgd tveggja fangavarða og verjanda síns, Lilju Margréti Olsen Vísir Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu. Aðalmeðferðin í árásarmálinu við Borgarholtsskóla hefur farið fram í vikunni. Skýrslutaka yfir mönnunum fimm sem ákærðir eru í málinu fór fram á mánudag. Vitni, kennarar, brotaþolar og lögreglumenn báru svo vitni fyrir dómi á þriðjudag og miðvikudag. Síðasta vitnið kom fyrir dóm í dag, fimmtudag, og þegar þeim vitnisburði lauk var fjölmiðlabanni, sem dómari fyrirskipaði í upphafi þinghalds, aflétt. Gera þurfti hlé á vitnaleiðslum á degi tvö þegar fjöldi vitna boðaði forföll. Verjandi eins ákærða sagði vitnin hafa orðið fyrir alvarlegum hótunum. Gabríel Douane er einn af ákærðu í málinu, en honum er gefið að sök sérlega hættuleg líkamsárás með vopni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa ráðist á samfanga í fangelsinu á Hólmsheiði og brot gegn valdstjórninni með líkamsárás á fangavörð. Mennirnir fimm voru allir mættir í þingsal nema einn sem var veðurtepptur á Akureyri. Sá gaf skýrslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Í upphafi þinghalds var Gabríel beðinn um að taka afstöðu til ákærunnar, en hann var sá eini sem átti eftir að gera það. Hinir fjórir höfðu allir neitað sök við þingfestingu málsins. Tveir af ákærðu í málinu huldu andlit sín í dómssal. Vísir Eftir að hafa vikið úr salnum og ráðfært sig við verjanda sinn, neitaði Gabríel sök í öllum liðum ákærunnar. Hann er sem fyrr segir ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás og vopnalagabrot, auk tveggja líkamsárása innan fangelsisins á Hólmsheiði. 25 mínútna myndband af árásinni Því næst var tuttugu og fimm mínútna myndband spilað. Um er að ræða upptöku úr öryggismyndavélum inni í og fyrir utan Borgarholtsskóla, þar sem árásin fór fram 13. janúar 2021. Á myndbandinu má sjá þegar átök brjótast út á salerni skólans á annarri hæð. Það sést ekki á myndbandinu hvað á sér stað inni á salerninu en nokkrir menn sjást ganga inn og út og að maður liggur eftir á gólfinu inni á salerninu. Aðrir nemendur sjást fylgjast með og nokkrir kennarar koma aðvífandi og gera tilraunir til að skakka leikinn. Áflogin færðust svo fram á gang skólans þar sem Gabríel mætti á svæðið, vopnaður hafnaboltakylfu og hníf. Mennirnir beittu ýmsum vopnum, svo sem skralli, járnröri og kylfum auk þess sem þeir létu högg og spörk dynja á hver öðrum. Að minnsta kosti tveir voru vopnaðir hnífum. Þeir voru fljótlega komnir út fyrir skólann þar sem einn mannana sást lemja annan í höfuðið með ljósaperu sem brotnaði. Sex voru fluttir á slysadeild eftir árásina. Spenna á milli foreldra ákærðu Svo virðist sem kergja ríki á milli foreldra ákærðu. Í upphafi þinghalds voru lögð fram gögn, hótanir á samfélagsmiðlum sem faðir eins drengjanna sendi móður bræðra, sem ákærðir eru í málinu. Þá þurfti dómari að skerast í leikinn þegar móðir Gabríels sakaði aðra móður um að horfa á sig. Gabríel brást sjálfur ekki vel við þessu og kallaði á konuna: „Ég myndi ekki horfa á mömmu mína ef ég væri þú.“ Þegar dómari spurði hvað gengi á svaraði móðir hans að konan „hefði verið með augngotur á sig.“ Dómarinn benti móður Gabríels á að henni væri frjálst að yfirgefa dómsalinn ef hún vildi. Á þriðjudaginn, öðrum degi aðalmeðferðar, þurfti að gera hlé á skýrslutökum eftir að fyrsta vitni dagsins hafði lokið skýrslutöku. Ástæðan var sú að önnur vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum síðustu vikurnar. Að lokum tókst að boða öll vitni dagsins nema eitt. Gáfu þau skýrslu, ýmist á staðnum eða í gegnum samskiptaforritið Teams. Upgjör tveggja hópa Ljóst er að um er að ræða uppgjör á milli tveggja hópa. Gabríel og tveir til viðbótar tilheyra öðrum hópnum og eru ákærðir vegna málsins. Hinir tveir sem eru ákærðir eru bræður, annars vegar aðili úr hinum hópnum og tæplega þrítugur bróðir hans. Aðrir ákærðu er tuttugu ára eða yngri. Spenna hafði ríkt á milli vinar Gabríels og yngri bróðurins í talsverðan tíma og áður hafði komið til átaka þeirra á milli. Bæði ákærðu og vitni í málinu hafa lýst því að umræddan dag hafi staðið til að halda „fund“ í Spönginni, einhvers konar uppgjör. Aðilum bar þó ekki saman um hvort þetta hafi átt að vera sáttarfundur eða slagsmál. Yngri bróðirinn sagðist hafa fengið hótanir um að til stæði að stinga hann þennan dag. Nokkrir aðilar úr öðrum hópnum ásamt fyrrnefndum eldri bróður, mættu í Spöngina en þá voru fulltrúar hins hópsins ekki á svæðinu eins og reiknað hafði verið með. Þeir virtust þá fá upplýsingar að þessir aðilar biðu þeirra í Borgarholtsskóla, sem er í næstu götu. Nokkrir úr hópunum voru nemendur skólans. Þegar mennirnir komu í skólann fóru þeir inn á salerni á annarri hæð. Þar voru tveir úr hinum hópnum og umsvifalaust brutust út harkaleg slagsmál þar sem bareflum var beitt. 27 ára maður í áflogum við ungmenni Líkt og rakið hefur verið er einn af sakborningum í málinu bróðir þess sem sagðist hafa fengið hótanir um stunguárás þennan dag. Sá er tæplega þrítugur. Hann gaf skýrslu í gegnum Teams þar sem hann var veðurtepptur á Akureyri, þar sem hann er búsettur. Maðurinn sagði atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt mann sem þá var sextán ára, í höfuð og búk. Í myndbandinu sést Gabríel meðal annars leggja til eldri bróðursins með hníf í nokkur skipti. Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Töldu Gabríel fljótari á staðinn en lögreglu Tveir vinir Gabríels eru á meðal ákærðu. Þeir lýsa atburðarrásinni á þann veg að þeir hafi verið inni á salerni skólans þegar ráðist var á þá. Þeir hafi um leið hringt í Gabríel og óskað eftir aðstoð. Aðspurðir hvers vegna þeir hringdu í hann en ekki í lögregluna svöruðu þeir að Gabríel byggi svo nálægt að hann yrði fljótari á staðinn en lögreglan. Myndbandsupptökur staðfesta að Gabríel var ekki á staðnum þegar slagsmálin brutust út en hann var mættur á staðinn mjög fljótt, vopnaður hafnaboltakylfu og hníf. „Vill ekki svara.“ Þegar kom að Gabríel Douane að gefa skýrslu var hann ekki mjög samvinnufús og svaraði spurningum dómarans og saksóknara ítrekað með orðunum „vill ekki svara.“ Hann sagði þó frá því að þennan dag hefði hann hefði fengið símtal frá vini sínum þar sem þeir sögðu að verið væri að ráðast á þá. Því hafi hann mætt vopnaður í skólann til að skerast í leikinn. Gabríel sagði að hann hefði upplifað vini sína í mikilli hættu og ef hann hefði ekki mætt hefðu þeir líklegast verið myrtir. Gabríel Douane virtist ekki sérlega upprifin yfir því að mæta ljósmyndara Vísis þegar hann mæti í dómssal.Vísir Gabríel er gefið að sök að hafa lagt til tveggja manna með hníf, bæði í andlit og í læri. Annar þeirra er ekki á meðal ákærðu en sá hlaut tvo djúpa skurði á höfuð. Gabríel segist þó ekki hafa stungið mennina heldur hafi hann „sveiflað hnífnum í áttina til þeirra“ til að komast út úr skólanum, enda hafi hann verið lítill í sér og hræddur um líf sitt. Hann greindi frá því að hann hefði oft verið í slagsmálum með hníf og ef hann hefði ætlað sér að stinga mennina hefði hann gert það. Þá játaði Gabríel að hafa beitt hafnarboltakylfu gegn einum aðila en í ákæru er honum gefið að sök að hafa barið tvo með umræddri kylfu. Tvær árásir á Hólmsheiði Auk þess að vera ákærður fyrir sína þátttöku í Borgarholtsskólamálinu er Gabríel Douane einnig ákærður fyrir tvær líkamsárásir inni í fangelsinu á Hólmsheiði, þar sem hann afplánaði dóm fyrir önnur brot. Önnur árásin var gegn samfanga sínum en hin gegn fangaverði. Vitnisburðum Gabríels, brotaþola og vitna í þeim ákæruliðum, verða gerð skil síðar á Vísi. Minnisleysi hrjáði vitnin Auk kennara skólans báru nokkrir vinir mannanna sem flestir áttu einhvern þátt í slagsmálunum vitni á öðrum degi aðalmeðferðar. Óhætt er að fullyrða að algengasta svar dagsins hafi verið „man það ekki,“ þar sem mennirnir lýstu því sumir hverjir að svo langt væri um liðið frá atburðinum að þeir gætu ómögulega svarað spurningum sem fyrir þá voru lagðar eða lýst atburðarrásinni. Einn mundi lítillega eftir því að hafa verið á staðnum og viðurkenndi að hafa líklegast séð „eitthvað." Hann mundi þó hvorki hverjir höfðu verið að slást, né hvar slagsmálin áttu sér stað. Þá mundi hann ekki hver var með honum né mundi hann hvort að einhver aðdragandi hafi verið að átökunum. Á myndbandinu sést umrætt vitni á staðnum vopnaður stálröri. Hann sagðist heldur ekki muna hvernig það kom til. Lögregla og sérsveit voru með mikinn viðbúnað við Borgarholtsskóla þennan dag. Vísir/Vilhelm Eins og að stíga inn í bíómynd Á þriðja degi vitnaleiðsla báru lögreglumenn vitni fyrir dómi. Sá fyrsti lýsti því að þegar tilkynning barst um slagsmál í Borgarholtsskóla hafi menn ekki almenninlega áttað sig á alvarleika og umfangi málsins, þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um vopnaða menn með hnífa og barefli. Það væri ekki óvanalegt. En þegar þeir mættu á vettvang lýsti hann því á þá leið að það hafi verið eins og að stíga inn í bíómynd. Blóðugir menn, glundroði, tugir histeríska ungmenna, stór og erfiður vettvangur. Sagðist hann hafa haldið að þeir væru að fara inn í aðstæður sem lögregla hafði óttast lengi. Talsverðan tíma tók að ná utan um aðstæður og ekki var ljóst hverjir væru brotaþolar og hverjir væru sakborningar. Nokkrir voru handteknir og lögreglumenn fóru á slysadeild til að taka skýrslu af þeim sem höfðu verið fluttir þangað. Fjöldi lögreglumanna voru sendir í leit að Gabríel Douane sem stakk af frá vettvangi. Hann gaf sig sjálfur fram um kvöldið. Fjölmiðlabanni aflétt Talsvert var haft fyrir því að fá síðasta vitnið í málinu til að mæta á staðinn og gefa skýrslu. Þegar lögregla hafði farið heim til hans og honum hafði verið gert ljóst að hann kæmist ekki undan því að bera vitni í dómsal féllst hann loks á að mæta. Hann bar þó fyrir sig algjöru minnisleysi líkt og önnur vitni hafa sum hver gert. Þegar dómari ítrekaði að vitnum bæri að greina satt og rétt fyrir dómi vísaði hann í skýrslutöku sína hjá lögreglu daginn sem árásin fór fram. Þegar vitnisburði síðasta vitni málsins lauk var fjölmiðlabanni þar með aflétt varðandi það sem fram fór í vitnaleiðslum. Aðalmeðferð líkur síðar í dag með málflutningi saksóknara og verjenda. Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40 Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11 Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. 14. janúar 2021 11:52 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Aðalmeðferðin í árásarmálinu við Borgarholtsskóla hefur farið fram í vikunni. Skýrslutaka yfir mönnunum fimm sem ákærðir eru í málinu fór fram á mánudag. Vitni, kennarar, brotaþolar og lögreglumenn báru svo vitni fyrir dómi á þriðjudag og miðvikudag. Síðasta vitnið kom fyrir dóm í dag, fimmtudag, og þegar þeim vitnisburði lauk var fjölmiðlabanni, sem dómari fyrirskipaði í upphafi þinghalds, aflétt. Gera þurfti hlé á vitnaleiðslum á degi tvö þegar fjöldi vitna boðaði forföll. Verjandi eins ákærða sagði vitnin hafa orðið fyrir alvarlegum hótunum. Gabríel Douane er einn af ákærðu í málinu, en honum er gefið að sök sérlega hættuleg líkamsárás með vopni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa ráðist á samfanga í fangelsinu á Hólmsheiði og brot gegn valdstjórninni með líkamsárás á fangavörð. Mennirnir fimm voru allir mættir í þingsal nema einn sem var veðurtepptur á Akureyri. Sá gaf skýrslu í gegnum samskiptaforritið Teams. Í upphafi þinghalds var Gabríel beðinn um að taka afstöðu til ákærunnar, en hann var sá eini sem átti eftir að gera það. Hinir fjórir höfðu allir neitað sök við þingfestingu málsins. Tveir af ákærðu í málinu huldu andlit sín í dómssal. Vísir Eftir að hafa vikið úr salnum og ráðfært sig við verjanda sinn, neitaði Gabríel sök í öllum liðum ákærunnar. Hann er sem fyrr segir ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás og vopnalagabrot, auk tveggja líkamsárása innan fangelsisins á Hólmsheiði. 25 mínútna myndband af árásinni Því næst var tuttugu og fimm mínútna myndband spilað. Um er að ræða upptöku úr öryggismyndavélum inni í og fyrir utan Borgarholtsskóla, þar sem árásin fór fram 13. janúar 2021. Á myndbandinu má sjá þegar átök brjótast út á salerni skólans á annarri hæð. Það sést ekki á myndbandinu hvað á sér stað inni á salerninu en nokkrir menn sjást ganga inn og út og að maður liggur eftir á gólfinu inni á salerninu. Aðrir nemendur sjást fylgjast með og nokkrir kennarar koma aðvífandi og gera tilraunir til að skakka leikinn. Áflogin færðust svo fram á gang skólans þar sem Gabríel mætti á svæðið, vopnaður hafnaboltakylfu og hníf. Mennirnir beittu ýmsum vopnum, svo sem skralli, járnröri og kylfum auk þess sem þeir létu högg og spörk dynja á hver öðrum. Að minnsta kosti tveir voru vopnaðir hnífum. Þeir voru fljótlega komnir út fyrir skólann þar sem einn mannana sást lemja annan í höfuðið með ljósaperu sem brotnaði. Sex voru fluttir á slysadeild eftir árásina. Spenna á milli foreldra ákærðu Svo virðist sem kergja ríki á milli foreldra ákærðu. Í upphafi þinghalds voru lögð fram gögn, hótanir á samfélagsmiðlum sem faðir eins drengjanna sendi móður bræðra, sem ákærðir eru í málinu. Þá þurfti dómari að skerast í leikinn þegar móðir Gabríels sakaði aðra móður um að horfa á sig. Gabríel brást sjálfur ekki vel við þessu og kallaði á konuna: „Ég myndi ekki horfa á mömmu mína ef ég væri þú.“ Þegar dómari spurði hvað gengi á svaraði móðir hans að konan „hefði verið með augngotur á sig.“ Dómarinn benti móður Gabríels á að henni væri frjálst að yfirgefa dómsalinn ef hún vildi. Á þriðjudaginn, öðrum degi aðalmeðferðar, þurfti að gera hlé á skýrslutökum eftir að fyrsta vitni dagsins hafði lokið skýrslutöku. Ástæðan var sú að önnur vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum síðustu vikurnar. Að lokum tókst að boða öll vitni dagsins nema eitt. Gáfu þau skýrslu, ýmist á staðnum eða í gegnum samskiptaforritið Teams. Upgjör tveggja hópa Ljóst er að um er að ræða uppgjör á milli tveggja hópa. Gabríel og tveir til viðbótar tilheyra öðrum hópnum og eru ákærðir vegna málsins. Hinir tveir sem eru ákærðir eru bræður, annars vegar aðili úr hinum hópnum og tæplega þrítugur bróðir hans. Aðrir ákærðu er tuttugu ára eða yngri. Spenna hafði ríkt á milli vinar Gabríels og yngri bróðurins í talsverðan tíma og áður hafði komið til átaka þeirra á milli. Bæði ákærðu og vitni í málinu hafa lýst því að umræddan dag hafi staðið til að halda „fund“ í Spönginni, einhvers konar uppgjör. Aðilum bar þó ekki saman um hvort þetta hafi átt að vera sáttarfundur eða slagsmál. Yngri bróðirinn sagðist hafa fengið hótanir um að til stæði að stinga hann þennan dag. Nokkrir aðilar úr öðrum hópnum ásamt fyrrnefndum eldri bróður, mættu í Spöngina en þá voru fulltrúar hins hópsins ekki á svæðinu eins og reiknað hafði verið með. Þeir virtust þá fá upplýsingar að þessir aðilar biðu þeirra í Borgarholtsskóla, sem er í næstu götu. Nokkrir úr hópunum voru nemendur skólans. Þegar mennirnir komu í skólann fóru þeir inn á salerni á annarri hæð. Þar voru tveir úr hinum hópnum og umsvifalaust brutust út harkaleg slagsmál þar sem bareflum var beitt. 27 ára maður í áflogum við ungmenni Líkt og rakið hefur verið er einn af sakborningum í málinu bróðir þess sem sagðist hafa fengið hótanir um stunguárás þennan dag. Sá er tæplega þrítugur. Hann gaf skýrslu í gegnum Teams þar sem hann var veðurtepptur á Akureyri, þar sem hann er búsettur. Maðurinn sagði atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hefði beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Eldri bróðirinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt mann sem þá var sextán ára, í höfuð og búk. Í myndbandinu sést Gabríel meðal annars leggja til eldri bróðursins með hníf í nokkur skipti. Umræddur eldri bróðir var í nóvember í fyrra sakfelldur fyrir líkamsárás gegn föður sínum. Sú árás átti sér stað í Hafnarfirði þann 29. ágúst árið 2020, en maðurinn réðst inn á heimili foreldra sinna og sló föður sinn ítrekað með hnúajárni. Töldu Gabríel fljótari á staðinn en lögreglu Tveir vinir Gabríels eru á meðal ákærðu. Þeir lýsa atburðarrásinni á þann veg að þeir hafi verið inni á salerni skólans þegar ráðist var á þá. Þeir hafi um leið hringt í Gabríel og óskað eftir aðstoð. Aðspurðir hvers vegna þeir hringdu í hann en ekki í lögregluna svöruðu þeir að Gabríel byggi svo nálægt að hann yrði fljótari á staðinn en lögreglan. Myndbandsupptökur staðfesta að Gabríel var ekki á staðnum þegar slagsmálin brutust út en hann var mættur á staðinn mjög fljótt, vopnaður hafnaboltakylfu og hníf. „Vill ekki svara.“ Þegar kom að Gabríel Douane að gefa skýrslu var hann ekki mjög samvinnufús og svaraði spurningum dómarans og saksóknara ítrekað með orðunum „vill ekki svara.“ Hann sagði þó frá því að þennan dag hefði hann hefði fengið símtal frá vini sínum þar sem þeir sögðu að verið væri að ráðast á þá. Því hafi hann mætt vopnaður í skólann til að skerast í leikinn. Gabríel sagði að hann hefði upplifað vini sína í mikilli hættu og ef hann hefði ekki mætt hefðu þeir líklegast verið myrtir. Gabríel Douane virtist ekki sérlega upprifin yfir því að mæta ljósmyndara Vísis þegar hann mæti í dómssal.Vísir Gabríel er gefið að sök að hafa lagt til tveggja manna með hníf, bæði í andlit og í læri. Annar þeirra er ekki á meðal ákærðu en sá hlaut tvo djúpa skurði á höfuð. Gabríel segist þó ekki hafa stungið mennina heldur hafi hann „sveiflað hnífnum í áttina til þeirra“ til að komast út úr skólanum, enda hafi hann verið lítill í sér og hræddur um líf sitt. Hann greindi frá því að hann hefði oft verið í slagsmálum með hníf og ef hann hefði ætlað sér að stinga mennina hefði hann gert það. Þá játaði Gabríel að hafa beitt hafnarboltakylfu gegn einum aðila en í ákæru er honum gefið að sök að hafa barið tvo með umræddri kylfu. Tvær árásir á Hólmsheiði Auk þess að vera ákærður fyrir sína þátttöku í Borgarholtsskólamálinu er Gabríel Douane einnig ákærður fyrir tvær líkamsárásir inni í fangelsinu á Hólmsheiði, þar sem hann afplánaði dóm fyrir önnur brot. Önnur árásin var gegn samfanga sínum en hin gegn fangaverði. Vitnisburðum Gabríels, brotaþola og vitna í þeim ákæruliðum, verða gerð skil síðar á Vísi. Minnisleysi hrjáði vitnin Auk kennara skólans báru nokkrir vinir mannanna sem flestir áttu einhvern þátt í slagsmálunum vitni á öðrum degi aðalmeðferðar. Óhætt er að fullyrða að algengasta svar dagsins hafi verið „man það ekki,“ þar sem mennirnir lýstu því sumir hverjir að svo langt væri um liðið frá atburðinum að þeir gætu ómögulega svarað spurningum sem fyrir þá voru lagðar eða lýst atburðarrásinni. Einn mundi lítillega eftir því að hafa verið á staðnum og viðurkenndi að hafa líklegast séð „eitthvað." Hann mundi þó hvorki hverjir höfðu verið að slást, né hvar slagsmálin áttu sér stað. Þá mundi hann ekki hver var með honum né mundi hann hvort að einhver aðdragandi hafi verið að átökunum. Á myndbandinu sést umrætt vitni á staðnum vopnaður stálröri. Hann sagðist heldur ekki muna hvernig það kom til. Lögregla og sérsveit voru með mikinn viðbúnað við Borgarholtsskóla þennan dag. Vísir/Vilhelm Eins og að stíga inn í bíómynd Á þriðja degi vitnaleiðsla báru lögreglumenn vitni fyrir dómi. Sá fyrsti lýsti því að þegar tilkynning barst um slagsmál í Borgarholtsskóla hafi menn ekki almenninlega áttað sig á alvarleika og umfangi málsins, þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um vopnaða menn með hnífa og barefli. Það væri ekki óvanalegt. En þegar þeir mættu á vettvang lýsti hann því á þá leið að það hafi verið eins og að stíga inn í bíómynd. Blóðugir menn, glundroði, tugir histeríska ungmenna, stór og erfiður vettvangur. Sagðist hann hafa haldið að þeir væru að fara inn í aðstæður sem lögregla hafði óttast lengi. Talsverðan tíma tók að ná utan um aðstæður og ekki var ljóst hverjir væru brotaþolar og hverjir væru sakborningar. Nokkrir voru handteknir og lögreglumenn fóru á slysadeild til að taka skýrslu af þeim sem höfðu verið fluttir þangað. Fjöldi lögreglumanna voru sendir í leit að Gabríel Douane sem stakk af frá vettvangi. Hann gaf sig sjálfur fram um kvöldið. Fjölmiðlabanni aflétt Talsvert var haft fyrir því að fá síðasta vitnið í málinu til að mæta á staðinn og gefa skýrslu. Þegar lögregla hafði farið heim til hans og honum hafði verið gert ljóst að hann kæmist ekki undan því að bera vitni í dómsal féllst hann loks á að mæta. Hann bar þó fyrir sig algjöru minnisleysi líkt og önnur vitni hafa sum hver gert. Þegar dómari ítrekaði að vitnum bæri að greina satt og rétt fyrir dómi vísaði hann í skýrslutöku sína hjá lögreglu daginn sem árásin fór fram. Þegar vitnisburði síðasta vitni málsins lauk var fjölmiðlabanni þar með aflétt varðandi það sem fram fór í vitnaleiðslum. Aðalmeðferð líkur síðar í dag með málflutningi saksóknara og verjenda. Reikna má með dómi í málinu eftir um fjórar vikur.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40 Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11 Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. 14. janúar 2021 11:52 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40
Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11
Leit að Gabríel tekin alvarlega og helst leitað í heimahúsum Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 20. apríl 2022 15:13
Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11
Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. 14. janúar 2021 11:52
Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44
Sex fluttir á slysadeild eftir árás í Borgarholtsskóla Sex voru fluttir á slysadeild á öðrum tímanum í dag eftir að árás var gerð í Borgarholtsskóla. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi. Einn var leiddur út úr skólanum í járnum. 13. janúar 2021 13:03