Aldrei fleiri brautskráðir af háskólastigi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 09:36 Háskóli íslands Vísir/Vilhelm Alls útskrifuðust 5.214 nemendur með 5.248 próf á háskóla- og doktorsstigi skólaárið 2020-2021. Um er að ræða 15,5 prósent aukningu frá árinu áður. Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar og líkt undanfarin ár voru konur um tveir þriðju nemenda sem luku háskólaprófi, eða 68 prósent. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. Alls voru 2.774 brautskráningar vegna fyrstu háskólagráðu, brautskráningar með viðbótardiplómu voru 592, 1.721 brautskráningar vegna meistaragráðu og 86 luku doktorsprófi. Mest fjölgun á sviði menntunar Brautskráningum á háskólastigi fjölgaði mest á sviði menntunar eða um tæp 34 prósent. Næstmest fjölgaði á sviði verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerðar eða um 20,4 prósent. Rúm 17 prósent brautskráninga á háskóla- og doktorsstigi árið 2020-2021 voru úr svokölluðum STEM-greinum, þ.e. raunvísindum, tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði. Í mörgum löndum er áhersla á fjölgun brautskráðra úr þessum greinum og fjölgaði brautskráðum hér á landi um 8,5 prósent frá fyrra ári sem er minni fjölgun en meðaltalsfjölgun brautskráninga á háskólastigi. Rúmlega helmingur brautskráðra stúdenta undir tvítugu Alls útskrifuðust 3.717 stúdentar úr 35 framhaldsskólum skólaárið 2020-2021, 270 fleiri en skólaárið á undan. Rúmlega helmingur stúdenta, 57,9 prósent, skólaárið 2020-2021 var 19 ára og yngri en 12,8 prósent voru 20 ára. Hlutfall 19 ára og yngri stúdenta hefur hækkað mikið síðustu ár í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs en 20 ára stúdentum hefur fækkað að sama skapi. Fleiri með sveinspróf og hæfnipróf á framhaldsskólastigi Skólaárið 2020-2021 fjölgaði brautskráningum á framhaldsskólastigi meðal þeirra sem luku hæfniprófi sem eru ýmis próf sem ekki leiða til starfsréttinda. Alls voru 628 brautskráningar með hæfnipróf, rúmum 20 prósent fleiri en ári áður. Sem dæmi um nám sem leiðir til hæfniprófs má nefna listnám, nám stuðningsfulltrúa og nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Alls voru 657 brautskráningar með sveinspróf sem eru um 30 fleiri en árið áður. Hins vegar fækkaði brautskráningum með burtfararpróf úr iðn úr 868 í 842 en með því lýkur bóklega hluta iðnnáms. Brautskráðir iðnmeistarar voru 259, nokkru fleiri en árið á undan. Þegar á heildina er litið brautskráðust 5.548 nemendur af framhaldsskólastigi með 6.497 próf skólaárið 2020-2021, 245 fleiri en árið áður. Þá brautskráðust 806 nemendur af viðbótarstigi en á viðbótarstig flokkast nám sem er bætt ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira