Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 11:26 Í Halldórsbúð var starfrækt fyrsta verslun Víkur í Mýrdal. Kötlusetur Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu. Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu.
Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira