Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 11:26 Í Halldórsbúð var starfrækt fyrsta verslun Víkur í Mýrdal. Kötlusetur Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu. Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Halldórsbúð var reist árið 1903 og rak þar Halldór Jónsson verslun sína. Synir hans tóku við rekstrinum eftir andlát hans og ráku allt til ársins 1950. Þá tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum og rak verslunina í 21 ár þegar hún var flutt í nýtt verslunar hús. Húsið hefur síðan þá gegnt nokkrum hlutverkum, meðal annars var þar Prjónastofan Katla, véla- og viðgerðarverkstæði og pakkhús. Engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan árið 1997. Árið 2021 hóf Mýrdalshreppur ásamt Kötlusetri að undirbúa endurbyggingu Halldórsbúðar. Steyptur hefur verið grunnur að nýju húsi en ekki hefur tekist að ljúka við bygginguna vegna fjölmargra verkefna sveitarfélagsins. Meðal verkefna sem í gangi eru í sveitarfélaginu eru íbúðaverkefni, deili- og aðalskipulagsgerð, efling starfs á sviði fjölmenningar í leik- og grunnskólum og fleira. Sveitarstjórn Mýrdalshrepp sér ekki fram á að geta lokið framkvæmdum Halldórsbúðar án aðstoðar frá ríkinu. Því hefur stjórnin óskað eftir því að ríkið komi með beinum hætti að fjármögnun framkvæmdanna. Í bréfi sem Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýdalshrepps, sendi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er einnig óskað eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála eða ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar komi að því að undirbúa stofnun fræða eða þekkingarsetur sem starfrækt yrði í Halldórsbúð. Áherslur setursins gætu tengst einstaka samsetningu sveitarfélagsins en hvergi annars staðar á landinu má finna hærra hlutfall erlendra íbúa. Um fimmtíu prósent íbúa Mýrdalshrepps eru erlendir. „Með þessu móti yrði endurbyggð Halldórsbúð að nýju lífæð sveitarfélagsins og stuðlað að því að þær öru breytingar sem eru yfirstandandi í sveitarfélaginu skili okkur sjálfbæru samfélagi til framtíðar,“ segir í bréfinu.
Mýrdalshreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Húsavernd Skipulag Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira