Hvað hefði gerst ef hundurinn Lúkas hefði ekki fundist? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2023 06:01 Lúkas er að öðrum ólöstuðum frægasti hundur Íslandssögunnar. Allir sem komnir eru á aldur hafa heyrt af Lúkasarmálinu sem margir nefna sem dæmisögu um að fólk eigi ekki að trúa öllu sem það heyri. Í sumar verða sextán ár liðin síðan kínverskur smáhundur hvarf frá heimili sínu á Akureyri. Lygasaga um misþyrmingu á hundinum varð til þess að kertavökur voru haldnar, lögregla kafaði eftir honum og ungum karlmanni var hótað og dæmdur af dómstól götunnar. Ómögulegt er að segja hver staða karlmannsins væri í dag ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að hundurinn fannst sprelllifandi. „Hvað hefði gerst ef hundurinn hefði ekki fundist?“ er spurning sem lögmaður mannsins veltir fyrir sér enn þann dag í dag. Lúkasarmálið ber reglulega á góma í almennu tali í íslensku samfélagi. Þá yfirleitt í því samhengi að fólk voni að ekki sé um annað Lúkasarmál að ræða. Mikilvægt sé að muna að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð og annað slíkt. Enda margir sem létu ýmislegt flakka á netinu sumarið 2007 sem þeir sjá eftir í dag. Karlmaður sem sakaður var um að hafa misþyrmt og drepið hundinn Lúkas leitaði réttar síns. Lögregla virðist hafa lagt minni áherslu á rannsókn þess máls en leitina að dauðum hundi sem byggði á lygasögum. Málið flakkaði á milli embætta og gögnin týndust. Meintur sökudólgur, sem reyndist fullkomlega saklaus, lifir góðu lífi í dag þökk sé þeirri staðreynd að hundurinn kom öllum að óvörum í leitirnar. Kertavaka á Vopnafirði Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir fjalla um Lúkasarmálið í nýjasta þætti sínum aftur Eftirmálum. Gestur þáttarins er Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður sem gætti hagsmuna Helga Rafns Brynjarssonar á sínum tíma. Ungs karlmanns sem allt í einu var sakaður um að bera ábyrgð á dauða Lúkasar. Klippa: Eftirmál - Lúkasarmálið Upphaf málsins má rekja til þess að Lúkas hvarf frá heimili sínu á Akureyri Hvítasunnuhelgina í maí 2007, síðustu helgina í maí. Íslenska þjóðin vissi þó ekki af tilvist hundsins fyrr en fjórum vikum síðar. Þann 28. júní var boðað til kertavöku á Akureyri, Reykjavík og Vopnafirði til að minnast hundsins. Fram kom að miklar umræður hefðu spunnist á Internetinu vegna málsins og því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. Daginn eftir birtist frétt í Fréttablaðinu með fyrirsögninni: „Hrottaleg misþyrming á hundi kærð“ Í blaðinu var rætt við Kristjönu Margréti Svansdóttur, eiganda Lúkasar. Hundurinn hafði sloppið af heimili sínu hálfvankaður eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hans hefði verið leitað vikum saman og fundarlaunum heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða,“ sagði Kristjana við Fréttablaðið. En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hefði til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hefði sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kvaðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa, safnað gögnum og lagt fram kæru á lögreglustöðinni á Akureyri. Á þessum tíma virtist Kristjönu ljóst að Lúkas væru allur. Hún vildi endurheimta hann til að geta jarðað hann. Þá kom fram í fréttinni að einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem byggi í Reykjavík, væri með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Lífið lagt í rúst Næstu daga heyrðist lítið af Lúkasarmálinu í fjölmiðlum. Öllu meira heyrðist á spjallborðum á borð við Bland.is auk þess sem margur bloggarinn lét gamminn geisa. „Ég man augljóslega að þetta fékk gríðarlega á manninn á sínum tíma. Líf hans var lagt í rúst um nokkurt skeið. Hver sá sem lendir í svona að ósekju, það fær verulega á viðkomandi einstakling. Honum leið ömurlega yfir þessu,“ segir Arnar Kormákur Friðriksson í Eftirmálum. Arnar Kormákur gætti hagsmuna Helga Rafns Brynjarssonar sem sakaður var um að hafa misþyrmt hundinum. Fram kom í Eftirmálum að Helgi Rafn hefði beðist undan viðtali í þættinum en samkvæmt heimildum fréttastofu eru heimildaþættir í vinnslu um málið þar sem Helgi Rafn rifjar upp málið. Til tíðinda dró þann 16. júlí þegar Lúkas, öllum að óvörum, fannst á lífi. Kristjana, eigandi hundsins, sagðist afar ánægð en einnig nokkuð ringluð eftir allt sem á undan var gengið. Ekki tókst að ná til hans strax enda var Lúkas mjög styggur hundur. Kristjana sagðist undrast hegðan þeirra sem lugu því til á spjallrásum að Helgi Rafn hefði drepið hundinn hennar á grimmilegan máta. Þeir hefðu jafnvel gengið svo langt að staðfesta söguna hjá lögreglu. Lúkas gekk í gildru „Þeir eru búnir að hafa alla að fífli. Lögreglan er meira að segja búin að kafa eftir hundinum. Og þvílík mannorðssverting fyrir strákinn [Helga]. Það er búið að reka hann úr vinnu en ég ætla að vona að vinnan sjái sóma sinn í að ráða hann aftur.“ Þrátt fyrir að Kristjana hefði sjálf staðfest að hafa séð Lúkas voru þeir sem efuðust um væri á lífi. Um annan hund hefði verið að ræða. Þá bentu aðrir á að hundinn þyrfti að finna sem fyrst enda myndi hann ekki lifa veturinn af. En svo fór að Lúkas gekk í gildru og komst aftur í hendur eiganda síns. Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar, sagðist hafa varið viku í fjallinu Súlum að færa honum mat og vinna traust hans. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli,“ sagði Klara. Um leið lauk afskiptum lögreglunnar á Akureyri af Lúkasi. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," sagði Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar.“ Dæmisaga sem Esóp hefði verið stoltur af Málinu var þó ekki lokið fyrir 21 árs gamlan karlmann sem óhætt er að segja að hafi verið slaufað úr íslensku samfélagi vegna málsins. Honum var sagt upp í vinnunni, hótað öllu illu á spjallborðum á borð við Bland og bloggsíðum auk þess sem honum bárust SMS-skilaboð með alvarlegum hótunum. „Málsatvikin eru lyginni líkust og eiginlega dæmisaga sem Esóp sjálfur hefði verið stoltur af að taka saman,“ segir Arnar Kormákur lögmaður Helga Rafns. „Þetta byrjar með lygasögu sem er svo ótrúleg og auðvelt að fylkja sér á bak við. Maður hefði drepið smáhund. Svo er það stigmögnun lyginnar. Þarna er þjóð að feta sín fyrstu spor í að tjá sig á Netinu, lygasagan magnast. Svo koma senur með minningarathöfnum til minningar um hund sem fólk þekkti ekki til,“ segir Arnar Kormákur. Og sagan hafi epískan endi. „Sú staðreynd að hundurinn finnst á lífi. Þar með er sannarlega hafið yfir allan vafa að þetta var bull frá upphafi til enda. Og skilur okkur eftir með þá ærandi spurningu: Hvað hefði gerst ef hundurinn hefði ekki fundist?“ Spjallborðin loguðu Íslenska þjóðin hafi fengið vænan lærdóm sem heild. Þjóð hafi hlaupið á sig og Íslendingar fengið kennslustund í því hvernig á að umgangast Internetið og tjá sig þar. Gríðarlega margir hafi tjáð sig með ærumeiðandi hætti um málið og Helga Rafn á spjallborðum. Þar hafi fólk tjáð sig undir notendanöfnum sem voru oft allt önnur en raunveruleg nöfn. Arnar Kormákur segir að IP-tölur þeirra sem höfðu tjáð sig á spjallborðum hefðu verið teknar saman, komið til lögreglu og málið kært. Farið fram á að lögregla rannsakaði málið sem myndi leiða til ákæru. Lögregla kæmist að því hverjir væru á bak við notendanöfnin. Um var að ræða um hundrað einstaklinga sem krafðir voru um bótagreiðslu upp á 100 þúsund krónur til eina milljón. Rannsókn málsins gekk hægt og illa. „Málið velktist um í kerfinu. Málið var kært í Reykjavík, vísað norður til Akureyrar. Gott ef það fór ekki fram og til baka í einhver skipti. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að fella niður rannsóknina,“ segir Arnar Kormákur. Málið látið mæta afgangi Rannsóknin gekk ekki betur en svo að lögregla viðurkenndi haustið 2007 að hafa týnt gögnum málsins. Þá kom fram að það hefði verið að vefjast fyrir lögreglu og sýslumanni hvar málið ætti eiginlega heima þar sem brotin hefðu verið framin á Netinu. Málið var enn til rannsóknar hjá Sýslumanninum á Akureyri í mars 2008. Þar kom skýrt fram að málið væri ekki í forgangi. „Þetta er ekki eitthvað forgangsmál hér hjá okkur,“ sagði Eyþór Þorbergsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Akureyri. Aðeins fjórir störfuðu við rannsóknir hjá embættinu. „Við látum þetta mæta afgangi og leggjum meiri áherslu á að rannsaka líkamsmeiðingar, þjófnaði og fíkniefnamisferli,“ sagði Eyþór. Arnar Kormákur þekkir vel til starfa lögreglu þar sem í mörg horn er að líta. „Staðreyndin er sú að mál af þessum toga eru ekki í neinum sérstökum forgangi hjá lögreglu,“ segir Arnar Kormákur. Því fór svo að Helgi Rafn ákvað að höfða einkamál á hendur bloggurum sem féllust ekki á að ljúka málinu með greiðslu bótagreiðsla. Stefndi Helgi Rafn konu nokkurri fyrir fern ummæli sem hún lét falla á bloggsíðu sinni. Dómur var loks kveðinn upp snemma árs 2011. Tæpum fjórum árum eftir að málið kom upp. Voru tvenn ummæli dæmd dauð og ómerk. „Þessi auli hérna til vinstri heitir Helgi Rafn framkvæmdi ógeðslegan glæp.“ „...Þarsem að hundurinn hefur verið öskrandi í töskunni og hélt drengurinn áfram að sparka þartil það var ljóst að hundurinn væri látinn.“ Krafist var 500 þúsund króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konuna til að greiða Helga Rafni 200 þúsund krónur í bætur. Tími til kominn að halda áfram með lífið Arnar Kormákur segir að þarna hafi verið komið fordæmi til að stefna fleirum fyrir niðrandi ummæli. Ýmsum vörnum hafi verið teflt fram í málinu sem ekki hafi haldið. Þar með hafi verið komin staðfesting, í þessu máli, að Helgi Rafn gæti átt tilkall til þess sama úr hendi fleiri bloggara. „En það tekur á að standa í því að rekja dómsmál. Meðan maður stendur í slíku ferli er málinu ekki lokið. Að mig minnir var tekin ákvörðun um að það væri kominn tími til að halda áfram með lífið,“ segir Arnar Kormákur. Og lífið hélt áfram en málið gleymdist ekki. Leikfélagið Norðurbandalagið setti upp leiksýninguna Lúkas á Akureyri árið 2013. Helgi Rafn var heiðursgestur. „Mér finnst þetta ógeðslega skemmtilegt. Ég er ánægður með að þetta sé komið á það stig að þetta sé ekki lengur feimnismál fyrir fólk,“ sagði Helgi Rafn, spurður hvort hann sé ánægður með nýja leikritið. Sjálfur sagðist hann ekkert vera þreyttur á að rifja upp málið núna. „Ég er ekkert búinn að lenda neitt í þessu alla vega seinustu tvö árin, ekkert eftir að málaferlunum lauk,“ segir hann. Hvað þarf til að vinna mál í hugum almennings? „Þegar maður lítur til baka er náttúrulega mjög eftirminnilegt að hafa komið að þessu máli sem var sérstakt fyrir margra hluta sakir og einstakt því þarna vorum við í umhverfi þar sem slíkt og annað eins hafði varla gerst. Það er líka mjög sérstakt fyrir þá staðreynd, og hafið yfir allan vafa, að maðurinn var saklaus og hafði mátt þola þessi ósköp.“ Arnar Kormákur segir að málið hafi kómískan blæ yfir sér í dag. Fyrir því sé ein ástæða. „Við getum mögulega hlegið að þessu í dag af því að hundurinn fannst.“ En hvað ef Lúkas hefði ekki fundist? „Myndi fólk trúa enn að hann hefði níðst á hundinum? Hann hefði aldrei getað sannað sakleysi sitt þó það væru engar sannanir að hann hefði gert þetta.“ Hann nefnir þann möguleika að menn væru enn að velta fyrir sér hvað væri satt eða logið í málinu, hefði Lúkas ekki fundist. „Hvað þarf maður að gera til að vinna mál í hugum almennings, þeim dómstól sem þar er?“ Alls óvíst er að Helgi Rafn hefði fengið almenningsálitið með sér. „Það hefði þurft mjög mikið til að snúa við þeirri bylgju sem fór af stað og gerðist mjög hratt eftir að þessi lygasaga fór á kreik.“ Lúkas, frægasti hundur Íslandssögunnar, drapst af völdum veikinda í febrúar 2011. Ómeðvitaður um þau áhrif sem hann hafði haft á íslenskt samfélag. Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Akureyri Eftirmál Lúkasarmálið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Hvað hefði gerst ef hundurinn hefði ekki fundist?“ er spurning sem lögmaður mannsins veltir fyrir sér enn þann dag í dag. Lúkasarmálið ber reglulega á góma í almennu tali í íslensku samfélagi. Þá yfirleitt í því samhengi að fólk voni að ekki sé um annað Lúkasarmál að ræða. Mikilvægt sé að muna að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð og annað slíkt. Enda margir sem létu ýmislegt flakka á netinu sumarið 2007 sem þeir sjá eftir í dag. Karlmaður sem sakaður var um að hafa misþyrmt og drepið hundinn Lúkas leitaði réttar síns. Lögregla virðist hafa lagt minni áherslu á rannsókn þess máls en leitina að dauðum hundi sem byggði á lygasögum. Málið flakkaði á milli embætta og gögnin týndust. Meintur sökudólgur, sem reyndist fullkomlega saklaus, lifir góðu lífi í dag þökk sé þeirri staðreynd að hundurinn kom öllum að óvörum í leitirnar. Kertavaka á Vopnafirði Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir fjalla um Lúkasarmálið í nýjasta þætti sínum aftur Eftirmálum. Gestur þáttarins er Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður sem gætti hagsmuna Helga Rafns Brynjarssonar á sínum tíma. Ungs karlmanns sem allt í einu var sakaður um að bera ábyrgð á dauða Lúkasar. Klippa: Eftirmál - Lúkasarmálið Upphaf málsins má rekja til þess að Lúkas hvarf frá heimili sínu á Akureyri Hvítasunnuhelgina í maí 2007, síðustu helgina í maí. Íslenska þjóðin vissi þó ekki af tilvist hundsins fyrr en fjórum vikum síðar. Þann 28. júní var boðað til kertavöku á Akureyri, Reykjavík og Vopnafirði til að minnast hundsins. Fram kom að miklar umræður hefðu spunnist á Internetinu vegna málsins og því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. Daginn eftir birtist frétt í Fréttablaðinu með fyrirsögninni: „Hrottaleg misþyrming á hundi kærð“ Í blaðinu var rætt við Kristjönu Margréti Svansdóttur, eiganda Lúkasar. Hundurinn hafði sloppið af heimili sínu hálfvankaður eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hans hefði verið leitað vikum saman og fundarlaunum heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða,“ sagði Kristjana við Fréttablaðið. En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hefði til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hefði sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kvaðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa, safnað gögnum og lagt fram kæru á lögreglustöðinni á Akureyri. Á þessum tíma virtist Kristjönu ljóst að Lúkas væru allur. Hún vildi endurheimta hann til að geta jarðað hann. Þá kom fram í fréttinni að einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem byggi í Reykjavík, væri með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Lífið lagt í rúst Næstu daga heyrðist lítið af Lúkasarmálinu í fjölmiðlum. Öllu meira heyrðist á spjallborðum á borð við Bland.is auk þess sem margur bloggarinn lét gamminn geisa. „Ég man augljóslega að þetta fékk gríðarlega á manninn á sínum tíma. Líf hans var lagt í rúst um nokkurt skeið. Hver sá sem lendir í svona að ósekju, það fær verulega á viðkomandi einstakling. Honum leið ömurlega yfir þessu,“ segir Arnar Kormákur Friðriksson í Eftirmálum. Arnar Kormákur gætti hagsmuna Helga Rafns Brynjarssonar sem sakaður var um að hafa misþyrmt hundinum. Fram kom í Eftirmálum að Helgi Rafn hefði beðist undan viðtali í þættinum en samkvæmt heimildum fréttastofu eru heimildaþættir í vinnslu um málið þar sem Helgi Rafn rifjar upp málið. Til tíðinda dró þann 16. júlí þegar Lúkas, öllum að óvörum, fannst á lífi. Kristjana, eigandi hundsins, sagðist afar ánægð en einnig nokkuð ringluð eftir allt sem á undan var gengið. Ekki tókst að ná til hans strax enda var Lúkas mjög styggur hundur. Kristjana sagðist undrast hegðan þeirra sem lugu því til á spjallrásum að Helgi Rafn hefði drepið hundinn hennar á grimmilegan máta. Þeir hefðu jafnvel gengið svo langt að staðfesta söguna hjá lögreglu. Lúkas gekk í gildru „Þeir eru búnir að hafa alla að fífli. Lögreglan er meira að segja búin að kafa eftir hundinum. Og þvílík mannorðssverting fyrir strákinn [Helga]. Það er búið að reka hann úr vinnu en ég ætla að vona að vinnan sjái sóma sinn í að ráða hann aftur.“ Þrátt fyrir að Kristjana hefði sjálf staðfest að hafa séð Lúkas voru þeir sem efuðust um væri á lífi. Um annan hund hefði verið að ræða. Þá bentu aðrir á að hundinn þyrfti að finna sem fyrst enda myndi hann ekki lifa veturinn af. En svo fór að Lúkas gekk í gildru og komst aftur í hendur eiganda síns. Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar, sagðist hafa varið viku í fjallinu Súlum að færa honum mat og vinna traust hans. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli,“ sagði Klara. Um leið lauk afskiptum lögreglunnar á Akureyri af Lúkasi. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," sagði Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar.“ Dæmisaga sem Esóp hefði verið stoltur af Málinu var þó ekki lokið fyrir 21 árs gamlan karlmann sem óhætt er að segja að hafi verið slaufað úr íslensku samfélagi vegna málsins. Honum var sagt upp í vinnunni, hótað öllu illu á spjallborðum á borð við Bland og bloggsíðum auk þess sem honum bárust SMS-skilaboð með alvarlegum hótunum. „Málsatvikin eru lyginni líkust og eiginlega dæmisaga sem Esóp sjálfur hefði verið stoltur af að taka saman,“ segir Arnar Kormákur lögmaður Helga Rafns. „Þetta byrjar með lygasögu sem er svo ótrúleg og auðvelt að fylkja sér á bak við. Maður hefði drepið smáhund. Svo er það stigmögnun lyginnar. Þarna er þjóð að feta sín fyrstu spor í að tjá sig á Netinu, lygasagan magnast. Svo koma senur með minningarathöfnum til minningar um hund sem fólk þekkti ekki til,“ segir Arnar Kormákur. Og sagan hafi epískan endi. „Sú staðreynd að hundurinn finnst á lífi. Þar með er sannarlega hafið yfir allan vafa að þetta var bull frá upphafi til enda. Og skilur okkur eftir með þá ærandi spurningu: Hvað hefði gerst ef hundurinn hefði ekki fundist?“ Spjallborðin loguðu Íslenska þjóðin hafi fengið vænan lærdóm sem heild. Þjóð hafi hlaupið á sig og Íslendingar fengið kennslustund í því hvernig á að umgangast Internetið og tjá sig þar. Gríðarlega margir hafi tjáð sig með ærumeiðandi hætti um málið og Helga Rafn á spjallborðum. Þar hafi fólk tjáð sig undir notendanöfnum sem voru oft allt önnur en raunveruleg nöfn. Arnar Kormákur segir að IP-tölur þeirra sem höfðu tjáð sig á spjallborðum hefðu verið teknar saman, komið til lögreglu og málið kært. Farið fram á að lögregla rannsakaði málið sem myndi leiða til ákæru. Lögregla kæmist að því hverjir væru á bak við notendanöfnin. Um var að ræða um hundrað einstaklinga sem krafðir voru um bótagreiðslu upp á 100 þúsund krónur til eina milljón. Rannsókn málsins gekk hægt og illa. „Málið velktist um í kerfinu. Málið var kært í Reykjavík, vísað norður til Akureyrar. Gott ef það fór ekki fram og til baka í einhver skipti. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að fella niður rannsóknina,“ segir Arnar Kormákur. Málið látið mæta afgangi Rannsóknin gekk ekki betur en svo að lögregla viðurkenndi haustið 2007 að hafa týnt gögnum málsins. Þá kom fram að það hefði verið að vefjast fyrir lögreglu og sýslumanni hvar málið ætti eiginlega heima þar sem brotin hefðu verið framin á Netinu. Málið var enn til rannsóknar hjá Sýslumanninum á Akureyri í mars 2008. Þar kom skýrt fram að málið væri ekki í forgangi. „Þetta er ekki eitthvað forgangsmál hér hjá okkur,“ sagði Eyþór Þorbergsson, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Akureyri. Aðeins fjórir störfuðu við rannsóknir hjá embættinu. „Við látum þetta mæta afgangi og leggjum meiri áherslu á að rannsaka líkamsmeiðingar, þjófnaði og fíkniefnamisferli,“ sagði Eyþór. Arnar Kormákur þekkir vel til starfa lögreglu þar sem í mörg horn er að líta. „Staðreyndin er sú að mál af þessum toga eru ekki í neinum sérstökum forgangi hjá lögreglu,“ segir Arnar Kormákur. Því fór svo að Helgi Rafn ákvað að höfða einkamál á hendur bloggurum sem féllust ekki á að ljúka málinu með greiðslu bótagreiðsla. Stefndi Helgi Rafn konu nokkurri fyrir fern ummæli sem hún lét falla á bloggsíðu sinni. Dómur var loks kveðinn upp snemma árs 2011. Tæpum fjórum árum eftir að málið kom upp. Voru tvenn ummæli dæmd dauð og ómerk. „Þessi auli hérna til vinstri heitir Helgi Rafn framkvæmdi ógeðslegan glæp.“ „...Þarsem að hundurinn hefur verið öskrandi í töskunni og hélt drengurinn áfram að sparka þartil það var ljóst að hundurinn væri látinn.“ Krafist var 500 þúsund króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi konuna til að greiða Helga Rafni 200 þúsund krónur í bætur. Tími til kominn að halda áfram með lífið Arnar Kormákur segir að þarna hafi verið komið fordæmi til að stefna fleirum fyrir niðrandi ummæli. Ýmsum vörnum hafi verið teflt fram í málinu sem ekki hafi haldið. Þar með hafi verið komin staðfesting, í þessu máli, að Helgi Rafn gæti átt tilkall til þess sama úr hendi fleiri bloggara. „En það tekur á að standa í því að rekja dómsmál. Meðan maður stendur í slíku ferli er málinu ekki lokið. Að mig minnir var tekin ákvörðun um að það væri kominn tími til að halda áfram með lífið,“ segir Arnar Kormákur. Og lífið hélt áfram en málið gleymdist ekki. Leikfélagið Norðurbandalagið setti upp leiksýninguna Lúkas á Akureyri árið 2013. Helgi Rafn var heiðursgestur. „Mér finnst þetta ógeðslega skemmtilegt. Ég er ánægður með að þetta sé komið á það stig að þetta sé ekki lengur feimnismál fyrir fólk,“ sagði Helgi Rafn, spurður hvort hann sé ánægður með nýja leikritið. Sjálfur sagðist hann ekkert vera þreyttur á að rifja upp málið núna. „Ég er ekkert búinn að lenda neitt í þessu alla vega seinustu tvö árin, ekkert eftir að málaferlunum lauk,“ segir hann. Hvað þarf til að vinna mál í hugum almennings? „Þegar maður lítur til baka er náttúrulega mjög eftirminnilegt að hafa komið að þessu máli sem var sérstakt fyrir margra hluta sakir og einstakt því þarna vorum við í umhverfi þar sem slíkt og annað eins hafði varla gerst. Það er líka mjög sérstakt fyrir þá staðreynd, og hafið yfir allan vafa, að maðurinn var saklaus og hafði mátt þola þessi ósköp.“ Arnar Kormákur segir að málið hafi kómískan blæ yfir sér í dag. Fyrir því sé ein ástæða. „Við getum mögulega hlegið að þessu í dag af því að hundurinn fannst.“ En hvað ef Lúkas hefði ekki fundist? „Myndi fólk trúa enn að hann hefði níðst á hundinum? Hann hefði aldrei getað sannað sakleysi sitt þó það væru engar sannanir að hann hefði gert þetta.“ Hann nefnir þann möguleika að menn væru enn að velta fyrir sér hvað væri satt eða logið í málinu, hefði Lúkas ekki fundist. „Hvað þarf maður að gera til að vinna mál í hugum almennings, þeim dómstól sem þar er?“ Alls óvíst er að Helgi Rafn hefði fengið almenningsálitið með sér. „Það hefði þurft mjög mikið til að snúa við þeirri bylgju sem fór af stað og gerðist mjög hratt eftir að þessi lygasaga fór á kreik.“ Lúkas, frægasti hundur Íslandssögunnar, drapst af völdum veikinda í febrúar 2011. Ómeðvitaður um þau áhrif sem hann hafði haft á íslenskt samfélag.
Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Akureyri Eftirmál Lúkasarmálið Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira