Þetta kemur fram í tölvupósti frá Maríönnu Ragnarsdóttur skólastjóra Lundarskóla til foreldra og forráðamanna í skólanum í gær. Þar kemur fram að nemandinn sé alla jafna ljúfur einstaklingur en áhyggjur hafi sprottið vegna hegðunar hans. Lögregla hafi tekið málið að sér ásamt barnavernd.
Skólastjóri segist líta málið alvarlegum augum. Um sé að ræða viðkvæmt og persónulegt atvik sem skólayfirvöld geti ekki tjáð sig um opinberlega.
Á fimmta hundrað nemenda eru við Lundarskóla í 1. til 10. bekk.