Staðan á fasteignamarkaði: Kaupsamningar geti varla verið færri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 23:10 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Aðsend Formaður Félags fasteignasala segir gríðarlega fækkun í kaupsamningsgerð á fasteignamarkaði. Hann segir fyrstu kaupendur virðast halda að sér höndum eftir aðgerðir seðlabankastjóra. Von sé á frekari lækkunum á húsnæðisverði. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan. Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan.
Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52
Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01