„Það þarf að bregðast hratt við“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 12:22 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður ASÍ, segir stöðuna í kjaradeilunni þunga. Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins vegna boðaðs verkbanns varða verkalýðshreyfinguna í heild en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. Hann býst við niðurstöðu fyrir fimmtudag, þegar verkbannið á að hefjast. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ósammála ASÍ og segir að þau muni taka til varna. Samtök atvinnulífsins fengu stefnuna afhenda á föstudag en stefnan verður þingfest í Félagsdómi skömmu eftir klukkan fjögur síðdegis á morgun. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir þau telja að SA hafi ekki boðað til verkbanns með lögmætum hætti en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. „Við fórum auðvitað yfir boðunina þegar hún kemur fram og mátum það sem svo að það væri tilefni til að láta á þetta reyna fyrir dómstólum og það kom beiðni þar að frá Eflingu. Auðvitað er þetta mál sem snertir verkalýðshreyfinguna í heild sinni og mikilvægt að fá úr því skorið hvort þetta sé gert með lögmætum hætti,“ segir Kristján. Efling greindi upprunalega frá málinu í tilkynningu í gær en þar kemur fram að það sé meðal annars mat ASÍ að stjórn Samtaka atvinnulífsins hafi verið óheimilt að boða verkbann gegn félagsfólki Eflingar. Þá eigi ójafnt atkvæðavægi félagsmanna SA í atkvæðagreiðslunni um verkbannið sér ekki lagastoð en allir félagsmenn SA greiddu atkvæði um verkbannið butrséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar eða ekki. Einnig hafi verið tilteknir formgallar á boðuninni sem talið er að geri hana ólöglega. Gera ráð fyrir niðurstöðu áður en til verkbanns kemur Kristján vill ekki tjá sig efnislega um stefnuna að svo stöddu en segir að öll skjöl verði opinberuð á morgun. Þau séu viss í sinni sök. „Við teljum að það sé rétt mat hjá okkur að það sé ekki búið að uppfylla lög um stéttarfélög og vinnudeilur með þessari boðun sem lögð er fram,“ segir hann. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu að þau séu ósammála stefnu ASÍ og telja niðurstöðu um verkbann standa. Þá munu þau taka til varna fyrir Félagsdómi. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Að sögn Kristjáns er fyrirvarinn stuttur, eðli máls samkvæmt. „Það þarf að bregðast hratt við og það skýrir þennan tímapunkt eins og er,“ segir Kristján. „Ég geri ráð fyrir að niðurstaða muni liggja fyrir áður en til verkbanns myndi koma.“ Staðan sé þung og það birtist í átökum. Ríkissáttasemjari hefur ekki enn tekið ákvörðun um næstu skref eða hvenær næsti fundur verður boðaður og langt virðist enn milli deiluaðila. „Það er auðvitað ekki staða sem að maður vill sjá á þessum tímapunkti en vonandi ná samningsaðilar að finna leiðina til þess að landa kjarasamningi eða ná niðurstöðu í þeirra mál,“ segir Kristján. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 „Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. 25. febrúar 2023 14:09 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Samtök atvinnulífsins fengu stefnuna afhenda á föstudag en stefnan verður þingfest í Félagsdómi skömmu eftir klukkan fjögur síðdegis á morgun. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir þau telja að SA hafi ekki boðað til verkbanns með lögmætum hætti en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. „Við fórum auðvitað yfir boðunina þegar hún kemur fram og mátum það sem svo að það væri tilefni til að láta á þetta reyna fyrir dómstólum og það kom beiðni þar að frá Eflingu. Auðvitað er þetta mál sem snertir verkalýðshreyfinguna í heild sinni og mikilvægt að fá úr því skorið hvort þetta sé gert með lögmætum hætti,“ segir Kristján. Efling greindi upprunalega frá málinu í tilkynningu í gær en þar kemur fram að það sé meðal annars mat ASÍ að stjórn Samtaka atvinnulífsins hafi verið óheimilt að boða verkbann gegn félagsfólki Eflingar. Þá eigi ójafnt atkvæðavægi félagsmanna SA í atkvæðagreiðslunni um verkbannið sér ekki lagastoð en allir félagsmenn SA greiddu atkvæði um verkbannið butrséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar eða ekki. Einnig hafi verið tilteknir formgallar á boðuninni sem talið er að geri hana ólöglega. Gera ráð fyrir niðurstöðu áður en til verkbanns kemur Kristján vill ekki tjá sig efnislega um stefnuna að svo stöddu en segir að öll skjöl verði opinberuð á morgun. Þau séu viss í sinni sök. „Við teljum að það sé rétt mat hjá okkur að það sé ekki búið að uppfylla lög um stéttarfélög og vinnudeilur með þessari boðun sem lögð er fram,“ segir hann. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu að þau séu ósammála stefnu ASÍ og telja niðurstöðu um verkbann standa. Þá munu þau taka til varna fyrir Félagsdómi. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Að sögn Kristjáns er fyrirvarinn stuttur, eðli máls samkvæmt. „Það þarf að bregðast hratt við og það skýrir þennan tímapunkt eins og er,“ segir Kristján. „Ég geri ráð fyrir að niðurstaða muni liggja fyrir áður en til verkbanns myndi koma.“ Staðan sé þung og það birtist í átökum. Ríkissáttasemjari hefur ekki enn tekið ákvörðun um næstu skref eða hvenær næsti fundur verður boðaður og langt virðist enn milli deiluaðila. „Það er auðvitað ekki staða sem að maður vill sjá á þessum tímapunkti en vonandi ná samningsaðilar að finna leiðina til þess að landa kjarasamningi eða ná niðurstöðu í þeirra mál,“ segir Kristján.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01 „Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. 25. febrúar 2023 14:09 Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 25. febrúar 2023 21:01
„Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. 25. febrúar 2023 14:09
Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05