Í gær mældust níu skjálftar í Mýrdalsjökli, sjö þeirra upp úr klukkan hálf átta í gærkvöldi. Stærsti mældist 2,6 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að jarðskjálftavirkni sé tiltölulega algeng í jöklinum en svipuð virkni varð í desember og nóvember í fyrra.
