Innlent

Bein út­sending: Skýrsla um stöðu og fram­tíð lagar­eldis

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi.
Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi á Vísi. iStock

Skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi verður kynnt á sérstökum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sem hefst klukkan 13:30. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi, en skýrslan var unnin fyrir matvælaráðuneytið.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins segir að skýrslan geri ítarlega úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi ásamt framtíðarmöguleikum og áskorunum greinarinnar.

„Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Tekið var mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki.

Til samræmis við stjórnarsáttmála var áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinarinnar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Gerð var samanburðargreining við þau lönd sem stunda lagareldi ásamt úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi, þ.m.t. sjókvíaeldis,“ segir í tilkynningunni.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×