Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 15:45 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir fylgist náið með þróuninni. Vísir/Egill Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. „Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
„Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01