Átta á gjörgæslu vegna streptókka þegar mest hefur verið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 19:13 Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir mikinn fjölda streptókokkasmita hafa haft áhrif á starfsemi spítalans. Vísir/Arnar Í janúar veiktust fleiri alvarlega af streptókokkum en allt árið áður. Smitsjúkdómalæknir segir að þegar mest hafi verið hafi átta sjúklingar legið á gjörgæslu vegna streptókokka. Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Frá því í október hafa fjölmargir greinst með streptókokkasýkingu hér á landi. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka fær hálsbólgu en bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Fyrir kórónuveirufaraldurinn veiktust árlega á 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkinga. Þeir eru þegar orðnir fleiri það sem af er þessu ári. „Þær voru átján talsins allt árið 2022 en í janúar voru þær nítján talsins. Þannig það er alveg augljóslega aukning á þessum alvarlegu sýkingum,“ segir Erna Milunka Kojic yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún segir dæmi um að allt að átta sjúklingar hafi legið á gjörgæslu þegar mest var í janúar. Þá segir hún þrjá hafa látist af völdum alvarlegrar streptókokkasýkingar frá því í október en um eldra fólk hafi verið að ræða. Tölurnar fyrir kórónuveirufaraldurinn sýna að jafnaði látast þrír til fimm á ári úr streptókokkum á Íslandi. „Dánartíðnin er ekkert endilega mikið meiri í ár heldur en hún hefur verið kannski undanfarin ár. Það þarf að skoða það betur. Faraldurinn er ekkert búinn heldur. Ég held að það sé mikilvægara umræðuefni hversu mikil byrði er af þessum sýkingum akkúrat í ár.“ Þannig liggi sjúklingar oft lengi inni á spítalanum vegna sýkinganna. Erna segir merki um að mögulega sé að draga úr fjölda þeirra sem sýkist alvarlega af bakteríunni. „Okkar tilfinning er sú að þetta náði þarna einhverju hámarki í janúar og okkur finnst, ég hef ekki tölurnar, mér finnst eins og allavega tíðnin af þessum sýkingum sé eitthvað í rénun en tíminn mun leiða það í ljós.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Fjögurra ára fór í öndunarvél vegna streptókokka: Móðirin reið út í kerfið Móðir fjögurra ára stúlku sem var hætt komin og þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda vegna alvarlegrar streptókokkasýkingar, segist reið og sár við heilbrigðiskerfið. Hún er viss um að hægt hefði verið að grípa inn í mun fyrr og koma í veg fyrir lífshættulegt ástand dóttur sinnar. 16. febrúar 2023 19:18
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59