Öllum verkföllum og verkbanni frestað Atli Ísleifsson skrifar 1. mars 2023 10:06 Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari á fréttamannafundi sínum klukkan 10 í dag. Vísir/Vilhelm Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, á fréttamannafundi klukkan 10 í dag. Ástráður sagði að ný miðlunartillaga hefði verið lögð fram í deilunni - tillaga sem komi í stað þeirrar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram fyrir rúmum mánuði síðan. Tillagan mun nú ganga til afgreiðslu, bæði hjá Samtökum atvinnulífsins og Eflingu. Atkvæði verða greidd rafrænt á vef sáttasemjara og hefst atkvæðagreiðslan á föstudaginn, 3. mars, og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, 8. mars. Ástráður sagðist hafa átt samtöl við deiluaðila í gær, en vildi þó ekki segja nánar um hvað sérskaklega var rætt. Sjá má fréttamannafund Ástráðs í spilaranum að neðan. Sömu hækkanir og í SGS-samningum og afturvirkni Hann segir að í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að launahækkanir Eflingar verði þær sömu og í SGS-samningnum svokölluðu. Gert er ráð fyrir fullri afturvirkni aftur til 1. nóvember síðastliðinn. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á starfsheiti fyrir almennt starfsfólk í gistihúsum og sömuleiðis breyting á launaflokki þeirra. Annars er efnislega um sama samkomulag að ræða og í SGS-samningnum. Þá kom fram í máli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, að bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk og bílstjórar fái bónus fyrir að aka með hættuleg efni. Settur ríkissáttasemjari segir að allar ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri aðgengilegum kynningum á efni tillögunnar. Rétti tíminn Ástráður sagði sömuleiðis að deiluaðilum verði óheimilt að setja fram yfirlýsingar sem séu til þess fallnar að setja miðlunartillöguna í annað ljós. Það sé lögbundið. Hann sagði að hann hafi talið þetta vera rétta tímann til að leggja fram miðlunartillögu. Þá sagði hann tilgangslaust hafa verið, miðað við stöðu mála, að setja fram miðlunartillögu nema vissa væri fyrir því að atkvæði yrðu greidd um hana.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Bein útsending: Ástráður boðar til fréttamannafundar Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins boðaði til fréttamannafundar klukkan tíu í morgun þar sem hann kynnti nýja miðlunartillögu í deilunni. 1. mars 2023 08:33