„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“ Atli Arason skrifar 1. mars 2023 22:26 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87. „Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Sjá meira
„Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Sjá meira