Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2023 11:51 Katrín óskaði í erindi sínu eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands. Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem óskað var eftir afriti af umræddu bréfi. Íslenska forsætisráðuneytið hafði áður synjað beiðni fréttastofu um afrit af svarbréfinu. Skrifuðust á í sumar Bréfasendingarnar á milli Katrínar og Von der Leyen áttu sér stað síðastliðið sumar. Tengjast þær áhyggjum íslenskra yfirvalda af áhrifum hinnar svokölluðu Fit for 55 áætlunar Evrópusambansins á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Í erindi sínu til von fer Leyen sagði Katrín að um sé að ræða afar íþyngjandi breytingar fyrir Ísland, sem muni draga úr samkeppnishæfni flugfélaga á Íslandi og Keflavíkurflugvallar. Málið sé sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum stendur til boða þegar kemur að ferðalögum út fyrir landsteinana. Lagði Katrín til ýmsar leiðir sem gætu hentað hagsmunum Íslands og óskaði í leiðinni eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands. Fyrir liggur að von der Leyen ritaði svarbréf við erindi Katrínar. Svarbréfið fæst hins vegar sem fyrr segir ekki afhent, hvorki frá íslenskum yfirvöldum né framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í desember var komist að bráðabirgða samkomulagi á vettvangi ESB um endurskoðun losunarheimilda (EU ETS) fyrir flugiðnaðinn, sem hluta af Fit for 55 áætlun ESB. Samkomulagið er sagt tryggja að flugiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til þess að stuðla að því að markmiðum Parísarsáttmálans verði náð. Það felur í sér ákveðnar undanþágur fyrir flugrekstur á jaðarsvæðum en engin ríki eða svæði eru nefnd sérstaklega í því samhengi. Málið enn í ferli Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórninni er ekki búið að samþykkja umrætt samkomulag á formlegum vettvangi ESB og hefur það því ekki tekið gildi. Gerist það ekki fyrr en að formlegt samþykki Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Evrópuþingins liggur fyrir. Að því loknu þarf að aðlaga löggjöfina að EES-samningnum og þar koma EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Liechtenstein og Noregur inn í myndina. Í frétt mbl.is á dögunum þar sem farið var yfir málið kemur fram að enn sé von um ásættanlega niðurstöðu fyrir Ísland í málinu. Það sé byggt á því að enn sé ekki búið að samþykkja málið formlega á vettvangi ESB auk samningaviðræðna um hvernig löggjöfin verði tekin upp hér á landi. Þar kom einnig fram að það sjónarmið hafi komið fram innan stjórnkerfisins hér að hreinlega hafna umræddri löggjöf. Líklegra sé þó að einhvers konar aðlögun verði ofan á. Fréttir af flugi Icelandair Play Samgöngur Stjórnsýsla Utanríkismál Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þar sem óskað var eftir afriti af umræddu bréfi. Íslenska forsætisráðuneytið hafði áður synjað beiðni fréttastofu um afrit af svarbréfinu. Skrifuðust á í sumar Bréfasendingarnar á milli Katrínar og Von der Leyen áttu sér stað síðastliðið sumar. Tengjast þær áhyggjum íslenskra yfirvalda af áhrifum hinnar svokölluðu Fit for 55 áætlunar Evrópusambansins á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Í erindi sínu til von fer Leyen sagði Katrín að um sé að ræða afar íþyngjandi breytingar fyrir Ísland, sem muni draga úr samkeppnishæfni flugfélaga á Íslandi og Keflavíkurflugvallar. Málið sé sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum stendur til boða þegar kemur að ferðalögum út fyrir landsteinana. Lagði Katrín til ýmsar leiðir sem gætu hentað hagsmunum Íslands og óskaði í leiðinni eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands. Fyrir liggur að von der Leyen ritaði svarbréf við erindi Katrínar. Svarbréfið fæst hins vegar sem fyrr segir ekki afhent, hvorki frá íslenskum yfirvöldum né framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í desember var komist að bráðabirgða samkomulagi á vettvangi ESB um endurskoðun losunarheimilda (EU ETS) fyrir flugiðnaðinn, sem hluta af Fit for 55 áætlun ESB. Samkomulagið er sagt tryggja að flugiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til þess að stuðla að því að markmiðum Parísarsáttmálans verði náð. Það felur í sér ákveðnar undanþágur fyrir flugrekstur á jaðarsvæðum en engin ríki eða svæði eru nefnd sérstaklega í því samhengi. Málið enn í ferli Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórninni er ekki búið að samþykkja umrætt samkomulag á formlegum vettvangi ESB og hefur það því ekki tekið gildi. Gerist það ekki fyrr en að formlegt samþykki Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Evrópuþingins liggur fyrir. Að því loknu þarf að aðlaga löggjöfina að EES-samningnum og þar koma EFTA-ríkin þrjú, Ísland, Liechtenstein og Noregur inn í myndina. Í frétt mbl.is á dögunum þar sem farið var yfir málið kemur fram að enn sé von um ásættanlega niðurstöðu fyrir Ísland í málinu. Það sé byggt á því að enn sé ekki búið að samþykkja málið formlega á vettvangi ESB auk samningaviðræðna um hvernig löggjöfin verði tekin upp hér á landi. Þar kom einnig fram að það sjónarmið hafi komið fram innan stjórnkerfisins hér að hreinlega hafna umræddri löggjöf. Líklegra sé þó að einhvers konar aðlögun verði ofan á.
Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin.
Fréttir af flugi Icelandair Play Samgöngur Stjórnsýsla Utanríkismál Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30 Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25 Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. 23. febrúar 2023 09:30
Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. 14. júlí 2021 19:25
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. 22. febrúar 2023 20:51