Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 12:08 Alex Bialiatski er sextíu ára gamall. Hann hefur setið inn í 21 mánuð en var dæmdur í tíu ára fangelsi í morgun. Viasna Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. Auk Bialiatski voru þrír aðrir yfirmenn hjá Viasna dæmdir í morgun. Þeir voru dæmdir til sjö, átta og níu ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bialiatski og hinir sakborningarnir hafa setið í fangelsi í 21 mánuð. The Belarusian court sentenced Ales Bialiatski, the Viasna chairman and the Nobel Peace Prize laureate, to 10 years in prison pic.twitter.com/3uJwuWYdt5— Viasna (@viasna96) March 3, 2023 Bialiatski ávarpaði dóminn í morgun og hvatti yfirvöld í Belarús til að „stöðva borgarastyrjöldina“ þar í landi. Hann sagði einnig augljóst að rannsakendum hefði augljóslega verið skipað að svipta sig og aðra frelsi, sama hvað það kostaði, og stöðva starfsemi Viasna. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir mannréttindabaráttu sína í Belarús, Rússlandi og Úkraínu. Í rökstuðningi sem fylgdi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði að Bialiatski og samtökin væru „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. Mótmælin sem um ræðir voru haldin árið 2020, eftir umdeildar kosningar sem Lúkasjenka segist hafa unnið. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Einræðisherrann beitti öryggissveitum sínum af mikilli hörku gegn mótmælendum en rúmlega 35 þúsund manns voru handtekin. Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka í áðurnefndum kosningum og segist vera réttkjörinn forseti Belarús, hefur fordæmt úrskurð dómsins í morgun og segir hann skammarlegan. The shameful sentence against Ales, Valiantsin & Uladzimir is the regime's revenge for their steadfastness. Revenge for solidarity. Revenge for helping others. Ten years for a @NobelPrize laureate shows clearly what Lukashenka's regime is. We won't stop fighting for our heroes. pic.twitter.com/5FHLSShqMh— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) March 3, 2023 Hvíta-Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Auk Bialiatski voru þrír aðrir yfirmenn hjá Viasna dæmdir í morgun. Þeir voru dæmdir til sjö, átta og níu ára fangelsisvistar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bialiatski og hinir sakborningarnir hafa setið í fangelsi í 21 mánuð. The Belarusian court sentenced Ales Bialiatski, the Viasna chairman and the Nobel Peace Prize laureate, to 10 years in prison pic.twitter.com/3uJwuWYdt5— Viasna (@viasna96) March 3, 2023 Bialiatski ávarpaði dóminn í morgun og hvatti yfirvöld í Belarús til að „stöðva borgarastyrjöldina“ þar í landi. Hann sagði einnig augljóst að rannsakendum hefði augljóslega verið skipað að svipta sig og aðra frelsi, sama hvað það kostaði, og stöðva starfsemi Viasna. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir mannréttindabaráttu sína í Belarús, Rússlandi og Úkraínu. Í rökstuðningi sem fylgdi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði að Bialiatski og samtökin væru „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. Mótmælin sem um ræðir voru haldin árið 2020, eftir umdeildar kosningar sem Lúkasjenka segist hafa unnið. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Einræðisherrann beitti öryggissveitum sínum af mikilli hörku gegn mótmælendum en rúmlega 35 þúsund manns voru handtekin. Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram gegn Lúkasjenka í áðurnefndum kosningum og segist vera réttkjörinn forseti Belarús, hefur fordæmt úrskurð dómsins í morgun og segir hann skammarlegan. The shameful sentence against Ales, Valiantsin & Uladzimir is the regime's revenge for their steadfastness. Revenge for solidarity. Revenge for helping others. Ten years for a @NobelPrize laureate shows clearly what Lukashenka's regime is. We won't stop fighting for our heroes. pic.twitter.com/5FHLSShqMh— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) March 3, 2023
Hvíta-Rússland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira