Forðast þurfi með öllum ráðum að lenda í vonda vítahringnum Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 5. mars 2023 13:00 Sigurður Ingi segir að leita verði allra leiða til að forðast að víxlverkun launahækkana og verðlags hífi verðbólguna upp úr öllu valdi. Vísir/Ívar Formaður Framsóknarflokksins segir að það ófremdarástand sem skapaðist í efnahagsmálum á níunda áratugnum, með víxlverkun launahækkana og verðlags, megi aldrei endurtaka sig. Allir sem eitthvað geti gert verði að leggjast á eitt til að tryggja að svo verði ekki. Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Verðbólga er nú komin yfir tíu prósent og greiningaraðilar búast margir við að Seðlabankinn hækki meginvexti á næsta vaxtaákvörðunardegi hinn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins óttast að ástand víxlhækkana verðlags og launa sem varði sem endaði með óðaverðbólgu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar endurtaki sig sameininst helstu áhrifaaðilar samfélagsins ekki í baráttunni gegn verðbólgunni. Það hafi verið gert með þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. „Þannig að ég held að það sé mjög mikilvægt að stíga þarna inn í, finna einhvers konar samkomulag milli allra aðila, formlegt eða óformlegt, til þess að takast á við það að stoppa þennan vítahring sem við vitum hvar endar. Hann endar illa ef við gerum ekkert,“ segir Sigurður Ingi. Samstillt átak Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Seðlabankinn og fleiri þurfi allir að koma að slíku samkomulagi. Þá væri almenningur ekki undanskilinn. Þörf væri á samstilltu átaki. „Það hefur mér þótt skorta í vetur. Mér hefur þótt menn frekar vera að reyna að finna einhverja leið til að kenna hverjir öðrum um. Síðan, þegar hækka vextir, þá vilja menn sækja það í einhverjum mótvægisaðgerðum, til ríkisins eða í launahækkunum. Þetta er uppskriftin að vonda vítahringnum og þess vegna verðum við að stíga inn í hann. Ég held að við verðum öll að vera tilbúin til þess.“ Staðan í ríkisútgjöldum væri nokkuð góð, þrátt fyrir gagnrýni um annað. Engu að síður væri þörf á auknu aðhaldi. „Við verðum að finna samkomulag um að geta vaxið í þeim takti að við ráðum öll við það, þannig að það fari ekki á yfirsnúning sem kalli síðan á endalausar vaxtahækkanir Seðlabanka eða eitthvert ákall um að hækka laun og verðlag til skiptis. Það er það versta sem getur komið fyrir. Við þekkjum það frá fyrri áratugum og þá leið verðum við að forðast með öllum tiltækum ráðum,“ segir Sigurður Ingi.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Kjaramál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira