Tsikhanouskaja dæmd í fimmtán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2023 13:20 Hin fertuga Svetlana Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi hefur dæmt Svetlönu Tsikhanouskaju, einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð. Hún var sakfelld fyrir að hafa ætlað sér að ræna völdum í landinu. Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Tsikhanouskaja var dæmd í sinni fjarveru en hún flúði land eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexandr Lúkasjenka. Hin fertuga Tsikhanouskaja hefur lifað í útlegð í Póllandi og Litháen síðustu ár. Saksóknarar í Hvíta-Rússlandi höfðuðu mál gegn henni í janúar, en sjálf hefur hún kallað málshöfðunina farsa og hafi ekkert með réttsýni að gera. Tsikhanouskaja tók yfir hlutverkinu sem leiðtogi stjórnarandstöðu landsins eftir að eiginmaður hennar, forsetaframbjóðandinn Sergei Tsikhanouskí, var dæmdur í átján ára fangelsi í aðdraganda kosninganna 2020. Eftir kosningarnar lýsti Tsikhanouskaja yfir sigri þó að forsetinn Lúkasjenka hafi verið lýstur opinber sigurvegari kosninganna. Kosningarnar 2020 leiddu til gríðarlegrar mótmælabylgju í Hvíta-Rússlandi – landi sem oft hefur verið lýst sem síðasta einræðisríki Evrópu. Mikill fjöldi stjórnarandstæðinga var þá handtekinn, en Tsikhanouskaja flúði land áður en hún var handtekin. Í útlegð hefur hún gagnrýnt Lúkasjenka harðlega fyrir stjórnarhætti sína og hvatt önnur ríki til að beita hvítrússnesku stjórninni viðskiptaþvingunum. Greint var frá því í síðustu viku að Nóbelsverðlaunahafinn og aðgerðasinninn, Ales Bialiatski, hafi verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir fjársvik og að hafa fjármagnað ólögleg mótmæli. Dómurinn hefur víða verið fordæmdur. Lúkasjenka hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, en hann er ötull bandamaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Friðarverðlaunahafi dæmdur í fangelsi í Belarús Yfirvöld í Belarús, eða Hvíta-Rússlandi, hafa dæmt Alex Bialiatski til tíu ára fangelsisvistar. Það er samkvæmt Viasna, mannréttindasamtökum sem hann stofnaði en Bialiatski var dæmdur fyrir að hafa fjármagnað mótmæli í gegn alræðisstjórn Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. 3. mars 2023 12:08