Innlent

Fær ekki að spyrja um Lindar­hvol

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Jóhann Páll Jóhannson, þingmaður Samfylkingar fær ekki að spyrja spurninga.
Jóhann Páll Jóhannson, þingmaður Samfylkingar fær ekki að spyrja spurninga. Vísir

Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram.

Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi á sjötta tímanum og var Jóhanni synjað um beiðnina með 28 atkvæðum gegn 14. Heitar umræður fóru fram um málið en fréttamaður okkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir mun ræða við Jóhann Pál í beinni útsendingu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×