Evrópusambandsdraugurinn sem fer ekki neitt Natan Kolbeinsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Natan Kolbeinsson Utanríkismál Tengdar fréttir Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun