Evrópusambandsdraugurinn sem fer ekki neitt Natan Kolbeinsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Natan Kolbeinsson Utanríkismál Tengdar fréttir Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun