Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2023 08:18 Margir Repúblikanar horfa nú til DeSantis sem vænlegs valkostar í stað Donald Trump. Getty/Spencer Platt Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis, sem hefur verið orðaður við forsetaframboð, sagðist í gær styðja frekari takmarkanir á aðgengi að þungunarrofi. Pólitískt er málið flókið þar sem 64 prósent Flórídabúa eru þeirrar skoðunar að aðgengi að þungunarrofi eigi að vera frjálst, að minnsta kosti í flestum tilvikum. Meirihluti Bandaríkjamanna er sama sinnis. Eins og sakir standa er þungunarrof bannað í Flórída eftir fimmtándu viku meðgöngu, undantekningalaust. Engar undanþágur gilda um þau tilvik þar sem þungunin er til komin vegna nauðgunar eða sifjaspella. Frumvörpin sem nú liggja fyrir þinginu gera ráð fyrir að þungunarrof verði bannað eftir sjöttu viku, nema þegar um er að ræða þungun sökum nauðgunar eða sifjaspella eða hættu sem steðjar að heilsu konunnar. Í þeim tilvikum verður heimilt að framkvæmda þungunarrof fram að fimmtándu viku. Í frumvörpunum er einnig kveðið á um bann gegn uppáskrift þungunarrofslyfja eftir símaviðtal og krafa gerð um að þungunarrof sé framkvæmt af lækni. Læknar sem brjóta gegn ákvæðum frumvarpsins munu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Demókratar hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega og meðal annars vakið athygli á því að breytingarnar munu einnig hafa áhrif á konur frá Louisiana, Mississippi og Alabama, sem hafa neyðst til að sækja þungunarrofsþjónustu til Flórída.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira