Hengilás fyrir forseta Alþingis Sigmar Guðmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Alþingi Starfsemi Lindarhvols Viðreisn Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á Alþingi í fyrradag um fyrirspurn vegna Lindarhvols. Í stað þess að virða rétt þingmanna og almennings til að fá upplýsingar um mál sem varðar eigur almennings upp á hundruð milljarða, er reistur hár og voldugur þagnarmúr þar sem forseti Alþingis er verkstjórinn. Það liggur fyrir, klárt og kvitt, að settur ríkisendurskoðandi sendir forseta þingsins afrakstur vinnu sinnar um Lindarhvol. Og þessi ríkisendurskoðandi vill að forseti birti afraksturinn og deili með öðrum þingmönnum. Enda lítur Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi í þessu tiltekna máli, svo á að hann sé í vinnu fyrir almenning sem eigi rétt á að vita hvers hann varð vísari í störfum sínum. Þar með er málið á forræði þingsins. Forseti þingsins neitar að birta greinargerðina, þrátt fyrir að allir aðrir í forsætisnefnd vilji aflétta leyndinni. Það var staðfest með nýrri atkvæðagreiðslu í nefndinni í fyrradag. Fleiri stjórnarliðar stigu svo fram í atkvæðagreiðslunni í þingsal og sögðust vilja birta gagnið. Sú spurning er því orðin verulega áleitin hvort það sé ekki bara meirihluti forsætisnefndar, heldur líka meirihluti þingsins, sem vill birta greinargerðina Þau rök hafa heyrst að birting vegi að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þeir sem nota þau rök verða að íhuga með sjálfum sér að Alþingi fer sjálft með veigamikið eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdavaldinu. Það eftirlitshlutverk verður að virkja þegar fyrir liggur að tveir fyrrverandi ríkisendurskoðendur, sem báðir hafa rannsakað starfsemi Lindarhvols, eru ekki sammála um hvað gekk þar á, þegar eigur almennings voru seldar. Ætlar Alþingi Íslendinga að umgangast eftirlitshlutverk sitt með þeim hætti að öðrum þeirra sé trúað í blindni en ekki hinum? Án þess að öll gögn málsins hafi verið birt? Og er það virkilega svo að þegar settur ríkisendurskoðandi, sem er trúnaðarmaður Alþingis og kosinn af þinginu, vill opinbera vinnu sína í þágu almennings, að þá sé það forseta þingsins að setja greinargerðina ofan í skúffu, loka, læsa og henda lyklinum í sjóinn. Þingmenn VG þurftu að fresta atkvæðagreiðslu í klukkutíma í fyrradag til að funda um málið. Héldu þá margir á Alþingi að skriður væri að komast á málið. Niðurstaða fundarins var hins vegar augljóslega sú að kaupa rammgerðan hengilás fyrir forseta Alþingis. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun