Tími til að tengja? Gunnar Axel Axelsson skrifar 8. mars 2023 14:30 Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis sem jafnframt er gátt erlendra ferðamanna inn í land sem í dag byggir efnhag sinn að verulegu leyti á ferðaþjónustu. Ferðamanna sem flestir sækja landið heim í þeim tilgangi að bera augum þá sérstæðu og ósnortnu náttúru sem einkennir Ísland og óumdeilanlega telst helsta aðdráttarafl atvinnugreinarinnar hér á landi. Á þessi sjónarmið hefur þó í reynd aldrei verið hlustað og stjórnendur Landsnets ávallt slegið þau út af borðinu sem óraunhæf. Ef einhver er að velta því fyrir sér í dag hvers vegna það hefur tekið rúm 17 ár að koma þessu verkefni í gagnið þá væri ráð að byrja þar. Spyrja hvers vegna Landsnet hefur frá upphafi lagst gegn öllu sem frá hlutaðeigandi sveitarfélögum hefur komið, sveitarfélögum sem ættu með öllu réttu að taka ákvörðun um skipulagslegar forsendur slíkra framkvæmda. Árið 2008 lýstu stjórnendur Landsnets því yfir það sem stæði í vegi fyrir lagningu línunnar í jörð væri sá mikli kostnaðarauki sem það fæli í sér. Þá var því haldið fram að jarðstrengur kostaði að minnsta kosti tíu sinnum meira en loftlína. Árið 2014 var kostnaðurinn ennþá metinn yfir almennum viðmiðunarmörkum og því samþykktu öll hluteigandi sveitarfélög umsókn fyrirtækisins um framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu, þar með talið Sveitarfélagið Vogar. Þær leyfisveitingar enduðu fyrir dómstólum sem komust að þeirri niðurstöðu að Landsnet hefði í reynd aldrei skoðað aðra kosti en þann sem fyrirtækið lagði áherslu á. Því væri mat á umhverfisáhrifum verkefnisins háð svo alvarlegum annmörkum að á því yrði ekki byggt við ákvarðanatöku um svo umfangsmikla og mikilvæga framkvæmd. Í dag blasir við allt annar veruleiki hvað kostnaðarþátt verkefnisins snertir og kostnaðarmunurinn á milli loftlínu og jarðstrengs metinn óverulegur í samhengi við umfang, mikilvægi og þjóðhagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Þau rök geta stjórnendur Landsnets því ekki með góðu móti notað lengur. Eftir niðurstöðu Hæstaréttar árið 2017, sem dæmdi leyfisveitingar vegna Suðurnesjalínu 2 ógildar, tók við nýr kafli í sögu verkefnisins. Landsnet hóf þá á ný vinnu við gerð umhverfismats. Eins og lög gera ráð fyrir gaf Skipulagsstofnun út álit sitt á hinu nýja umhverfismati. Komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að mat á umhverfisáhrifum verkefnisins hefði leitt í ljós að með tilliti til umhverfissjónarmiða væri lagning línunnar sem jarðstrengs best til þess fallin að vinna að því markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þess. Æskilegast væri að leggja línuna í jörð meðfram Reykjanesbraut. Aukinheldur benti Skipulagsstofnun á að valkostur Landsnets, þ.e. ný og stærri loftlína samhliða Suðurnesjalínu 1, hefði í för með sér neikvæðustu áhrif allra skoðaðra valkosta á landslag og ásýnd, ferðaþjónustu og útivist, vistgerðir og gróður og fuglalíf. Þá benti Skipulagsstofnun jafnframt á að jarðstrengur teldist mun vænlegri kostur en loftlína þegar litið væri til áhrifa á landnotkun og framtíðarþróunar byggða- og atvinnumála á Suðurnesjum, svo sem stækkandi þéttbýlisstaða og mögulegs flugvallar í Hvassahrauni. Jafnframt benti stofnunin á að það gæti verið ávinningur af því að leggja línuna sem jarðstreng meðfram Reykjanesbraut, fremur en sem loftlínu eða jarðstreng meðfram Suðurnesjalínu 1, með tilliti til náttúruvár. Þrátt fyrir niðurstöðu Skipulagsstofnunar ákváðu stjórnendur Landsnets að hvika hvergi og halda sig við aðalvalkost sinn um nýja loftlínu meðfram núverandi loftlínu. Í desember 2020, þegar Landsnet sendi hlutaðeigandi sveitarfélögum umsókn um framkvæmdaleyfi öðru sinni voru komnar fram vísbendingar um að eitthvað væri að gerast í eldstöðvakerfunum á Reykjanesi, stóraukin jarðskjálftavirkni og vísbendingar um kvikuinnskot. Í ársbyrjun 2021 þegar sveitarfélögin höfðu umsókn Landsnets til umfjöllunar gerðust hlutirnir hratt og voru vísindamenn á einu máli um að Reykjanesskaginn væri byrjaður að rumska eftir tæplega 800 ára dvala. Í þann mund sem þrjú af fjórum sveitarfélögum samþykktu umsókn Landsnets hófst svo eldgos í Fagradalsfjalli. Þá og kannski miklu fyrr mátti öllum hlutaðeigandi vera ljóst að skoða þyrfti fyrirliggjandi gögn vegna Suðurnesjalínu 2. Á það benti okkar færasta vísindafólk sem kallaði eftir því að stjórnvöld endurskoðuðu áhættumat svæðisins og tækju nýjum og gjörbreyttum veruleika alvarlega. Í maí 2021 ákvað bæjarstjórn Voga að synja Landsneti um veitingu framkvæmdaleyfis og kalla eftir áliti Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands á verkefninu með tilliti breyttra aðstæðna. Niðurstöður Jarðvísindastofnunar lágu fyrir í apríl 2022. Í niðurstöðunum kemur fram að Suðurnesjalína 1 sé staðsett á miklu áhættusvæði og komi til eldsumbrota þá muni reynast erfitt að verja hana og afhendingaröryggi raforku muni skerðast. Þá benti Jarðvísindastofnun á að önnur lína um sama svæði myndi hljóta sömu örlög. Að lokum segir í niðurstöðum Jarðvísindastofnunar að í ljósi þess að ný eldsumbrotahrina sé hafin á Reykjanesi þá sé brýnt að endurskoða fyrri áætlanir um staðsetningar á mikilvægum innviðum eins og Suðurnesjalínu 2. Jafnframt kom fram í skýrslu Jarðvísindastofnunar að það væri ástæða til að skoða lagningu línunnar norðan Reykjanesbrautar á svæði með lægra áhættumati. Enn og aftur tókst Landsneti að túlka niðurstöður hlutlausra og sérfróðra aðila sér í hag og komast að þeirri niðurstöðu að fullkominn samhljómur væri í niðurstöðum Jarðvísindastofnunar og því sem fyrirtækið hefði alltaf haldið fram, að loftlína samhliða eldri línu væri besti, öruggasti og hagkvæmasti kosturinn. Svo sannfærandi voru stjórnendur Landsnets að jafnvel æðstu ráðamenn þjóðarinnar tóku upp orðræðuna og héldu því fram að okkar færasta vísindafólk hefði komist að þeirri niðurstöðu að vegna eldgosa og jarðhræringa á Reykjanesi væri ekkert annað í stöðunni en að fylgja áætlunum Landsnets og ráðast í framkvæmdina án frekari tafa. Í haustbyrjun 2022 óskaði Landsnet eftir því við bæjarstjórn Voga að hún frestaði afgreiðslu umsóknar fyrirtækisins um framkvæmdaleyfi og bað um fund með fulltrúum bæjarstjórnar. Á fundinum sem haldinn var í september sl. kom fram að þrátt fyrir að kostnaður við lagningu jarðstrengja hefði lækkað svo um munaði og það teldist ekki lengur sú stóra hindrun sem áður var talið þá hefðu sérfræðingar fyrirtækisins komist að þeirri niðurstöðu að lagning jarðstrengs meðfram og norðan Reykjanesbrautar væri óraunhæfur kostur vegna mikillar hættu á bergsprunguhreyfingum sem gætu valdið skaða á jarðstrengjum og jafnvel eyðilagt þá. Bæjarstjórn Voga tók þessum upplýsingum að sjálfsögðu alvarlega. Þess má geta að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafði einmitt byggt ákvörðun sína um að heimila loftlínu á þessum sömu forsendum og þar með gefið eftir sína formlegu stefnu um að línan skyldi lögð í jörð. Áður en bæjarstjórn tæki endanlega ákvörðun ákvað skipulagsnefnd Voga að fá álit óháðra vísindamanna á gögnum Landsnets og fullyrðingum um hættu á bergsprunguhreyfingum á umræddri lagnaleið. Niðurstöður lágu fyrir í desember 2022. Í stuttu máli komst Dr. Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og sérfræðingur í bergsprunguhreyfingum á Reykjanesi að allt annarri niðurstöðu. Af niðurstöðum hennar mátti draga þá ályktun að fullyrðingar stjórnenda Landsnets væru byggðar á mjög hæpnum forsendum og í besta falli á misskilningi, enda umrætt svæði mjög lítt sprungið. Á lagnaleiðinni innan Voga væru tvær litlar sprungur sem auðvelt væri að sveigja fram hjá við lagningu jarðstrengs og flest sem benti til þess að þær hefðu ekki hreyfst í yfir 12-13 þúsund ár. Með bréfi dagsettu fimmtudaginn 5. janúar 2023 fékk Landsnet fyrrnefnda greinargerð senda til yfirferðar og umsagnar. Umsögn Landsnets barst um hæl, eða þriðjudaginn 10. janúar 2023. Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá segir í umsögn Landsnets að umrædd gögn staðfesti fyrirliggjandi upplýsingar um sprunguhreyfingar og niðurstöður annarra greininga sem styðji við þá niðurstöðu að loftlína samkvæmt valkosti Landsnets sé ákjósanlegasti kosturinn. Þann 21. febrúar síðastliðinn óskaði skipulagsnefnd Voga eftir fundi með höfundum skýrslu Jarðvísindastofnunar og skýrslu Dr. Ástu Rutar og bauð fulltrúum Landsnets jafnframt til fundarins. Fundinn sátu vísindamennirnir Ármann Höskuldsson, Þorvaldur Þórðarson og Ásta Rut. Á fundinum staðfestu vísindamennirnir að túlkun Landsnets, á niðurstöðum rannsókna Jarðvísindastofnunar og fyrrnefndra skýrslna, ættu ekki við rök að styðjast. Augljóst væri að eins lína á sama stað og núverandi lína myndi ekki bæta afhendingaröryggi m.t.t. jarðvár. Fyrir lægi að því lengra til norður sem ný lína yrði sett því betra. Á fundinum kom jafnframt fram að þær hugmyndir sem Landsnet hefur sett fram um mögulegar mótvægisaðgerðir til varnar áhrifum eldgosa á línustæði Suðurnesjalína 1 og 2 væru lítt ef nokkuð rannsakaðar t.d. notkun svokallaðra flæðigarða til að beina mögulegu hraunflæði frá línustæðum Suðurnesjalína. Jarðvísindamenn bentu á að slíkar aðgerðir þyrftu ítarlega rannsókn og áætlun enda væru dæmi um að slíkir garðar hefðu gert meira ógagn en gagn og beint hraunrennsli á staði sem það átti alls ekki að fara. Eftir 17 ára hrakfallasögu þessa mikilvæga verkefnis er tími til að tengja, taka málin föstum tökum, rífa umræðuna um Suðurnesjalínu 2 upp úr langvarandi skotgröfum og huga að framtíðarlausn sem byggir á vísindagögnum og tekur mið af vilja sveitarfélaganna á Reykjanesi. Til þess þarf kjark og þor en kannski fyrst og fremst auðmýkt. Þetta mikilvæga umbótamál snýst ekki um heiður eða vilja einhverra sem telja sig hafa fyrir löngu snert sannleikann í málinu heldur um hagsmuni íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og þjóðarhag. Höfundur er bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Suðurnesjalína 2 Orkumál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis sem jafnframt er gátt erlendra ferðamanna inn í land sem í dag byggir efnhag sinn að verulegu leyti á ferðaþjónustu. Ferðamanna sem flestir sækja landið heim í þeim tilgangi að bera augum þá sérstæðu og ósnortnu náttúru sem einkennir Ísland og óumdeilanlega telst helsta aðdráttarafl atvinnugreinarinnar hér á landi. Á þessi sjónarmið hefur þó í reynd aldrei verið hlustað og stjórnendur Landsnets ávallt slegið þau út af borðinu sem óraunhæf. Ef einhver er að velta því fyrir sér í dag hvers vegna það hefur tekið rúm 17 ár að koma þessu verkefni í gagnið þá væri ráð að byrja þar. Spyrja hvers vegna Landsnet hefur frá upphafi lagst gegn öllu sem frá hlutaðeigandi sveitarfélögum hefur komið, sveitarfélögum sem ættu með öllu réttu að taka ákvörðun um skipulagslegar forsendur slíkra framkvæmda. Árið 2008 lýstu stjórnendur Landsnets því yfir það sem stæði í vegi fyrir lagningu línunnar í jörð væri sá mikli kostnaðarauki sem það fæli í sér. Þá var því haldið fram að jarðstrengur kostaði að minnsta kosti tíu sinnum meira en loftlína. Árið 2014 var kostnaðurinn ennþá metinn yfir almennum viðmiðunarmörkum og því samþykktu öll hluteigandi sveitarfélög umsókn fyrirtækisins um framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu, þar með talið Sveitarfélagið Vogar. Þær leyfisveitingar enduðu fyrir dómstólum sem komust að þeirri niðurstöðu að Landsnet hefði í reynd aldrei skoðað aðra kosti en þann sem fyrirtækið lagði áherslu á. Því væri mat á umhverfisáhrifum verkefnisins háð svo alvarlegum annmörkum að á því yrði ekki byggt við ákvarðanatöku um svo umfangsmikla og mikilvæga framkvæmd. Í dag blasir við allt annar veruleiki hvað kostnaðarþátt verkefnisins snertir og kostnaðarmunurinn á milli loftlínu og jarðstrengs metinn óverulegur í samhengi við umfang, mikilvægi og þjóðhagsleg áhrif framkvæmdarinnar. Þau rök geta stjórnendur Landsnets því ekki með góðu móti notað lengur. Eftir niðurstöðu Hæstaréttar árið 2017, sem dæmdi leyfisveitingar vegna Suðurnesjalínu 2 ógildar, tók við nýr kafli í sögu verkefnisins. Landsnet hóf þá á ný vinnu við gerð umhverfismats. Eins og lög gera ráð fyrir gaf Skipulagsstofnun út álit sitt á hinu nýja umhverfismati. Komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að mat á umhverfisáhrifum verkefnisins hefði leitt í ljós að með tilliti til umhverfissjónarmiða væri lagning línunnar sem jarðstrengs best til þess fallin að vinna að því markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þess. Æskilegast væri að leggja línuna í jörð meðfram Reykjanesbraut. Aukinheldur benti Skipulagsstofnun á að valkostur Landsnets, þ.e. ný og stærri loftlína samhliða Suðurnesjalínu 1, hefði í för með sér neikvæðustu áhrif allra skoðaðra valkosta á landslag og ásýnd, ferðaþjónustu og útivist, vistgerðir og gróður og fuglalíf. Þá benti Skipulagsstofnun jafnframt á að jarðstrengur teldist mun vænlegri kostur en loftlína þegar litið væri til áhrifa á landnotkun og framtíðarþróunar byggða- og atvinnumála á Suðurnesjum, svo sem stækkandi þéttbýlisstaða og mögulegs flugvallar í Hvassahrauni. Jafnframt benti stofnunin á að það gæti verið ávinningur af því að leggja línuna sem jarðstreng meðfram Reykjanesbraut, fremur en sem loftlínu eða jarðstreng meðfram Suðurnesjalínu 1, með tilliti til náttúruvár. Þrátt fyrir niðurstöðu Skipulagsstofnunar ákváðu stjórnendur Landsnets að hvika hvergi og halda sig við aðalvalkost sinn um nýja loftlínu meðfram núverandi loftlínu. Í desember 2020, þegar Landsnet sendi hlutaðeigandi sveitarfélögum umsókn um framkvæmdaleyfi öðru sinni voru komnar fram vísbendingar um að eitthvað væri að gerast í eldstöðvakerfunum á Reykjanesi, stóraukin jarðskjálftavirkni og vísbendingar um kvikuinnskot. Í ársbyrjun 2021 þegar sveitarfélögin höfðu umsókn Landsnets til umfjöllunar gerðust hlutirnir hratt og voru vísindamenn á einu máli um að Reykjanesskaginn væri byrjaður að rumska eftir tæplega 800 ára dvala. Í þann mund sem þrjú af fjórum sveitarfélögum samþykktu umsókn Landsnets hófst svo eldgos í Fagradalsfjalli. Þá og kannski miklu fyrr mátti öllum hlutaðeigandi vera ljóst að skoða þyrfti fyrirliggjandi gögn vegna Suðurnesjalínu 2. Á það benti okkar færasta vísindafólk sem kallaði eftir því að stjórnvöld endurskoðuðu áhættumat svæðisins og tækju nýjum og gjörbreyttum veruleika alvarlega. Í maí 2021 ákvað bæjarstjórn Voga að synja Landsneti um veitingu framkvæmdaleyfis og kalla eftir áliti Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands á verkefninu með tilliti breyttra aðstæðna. Niðurstöður Jarðvísindastofnunar lágu fyrir í apríl 2022. Í niðurstöðunum kemur fram að Suðurnesjalína 1 sé staðsett á miklu áhættusvæði og komi til eldsumbrota þá muni reynast erfitt að verja hana og afhendingaröryggi raforku muni skerðast. Þá benti Jarðvísindastofnun á að önnur lína um sama svæði myndi hljóta sömu örlög. Að lokum segir í niðurstöðum Jarðvísindastofnunar að í ljósi þess að ný eldsumbrotahrina sé hafin á Reykjanesi þá sé brýnt að endurskoða fyrri áætlanir um staðsetningar á mikilvægum innviðum eins og Suðurnesjalínu 2. Jafnframt kom fram í skýrslu Jarðvísindastofnunar að það væri ástæða til að skoða lagningu línunnar norðan Reykjanesbrautar á svæði með lægra áhættumati. Enn og aftur tókst Landsneti að túlka niðurstöður hlutlausra og sérfróðra aðila sér í hag og komast að þeirri niðurstöðu að fullkominn samhljómur væri í niðurstöðum Jarðvísindastofnunar og því sem fyrirtækið hefði alltaf haldið fram, að loftlína samhliða eldri línu væri besti, öruggasti og hagkvæmasti kosturinn. Svo sannfærandi voru stjórnendur Landsnets að jafnvel æðstu ráðamenn þjóðarinnar tóku upp orðræðuna og héldu því fram að okkar færasta vísindafólk hefði komist að þeirri niðurstöðu að vegna eldgosa og jarðhræringa á Reykjanesi væri ekkert annað í stöðunni en að fylgja áætlunum Landsnets og ráðast í framkvæmdina án frekari tafa. Í haustbyrjun 2022 óskaði Landsnet eftir því við bæjarstjórn Voga að hún frestaði afgreiðslu umsóknar fyrirtækisins um framkvæmdaleyfi og bað um fund með fulltrúum bæjarstjórnar. Á fundinum sem haldinn var í september sl. kom fram að þrátt fyrir að kostnaður við lagningu jarðstrengja hefði lækkað svo um munaði og það teldist ekki lengur sú stóra hindrun sem áður var talið þá hefðu sérfræðingar fyrirtækisins komist að þeirri niðurstöðu að lagning jarðstrengs meðfram og norðan Reykjanesbrautar væri óraunhæfur kostur vegna mikillar hættu á bergsprunguhreyfingum sem gætu valdið skaða á jarðstrengjum og jafnvel eyðilagt þá. Bæjarstjórn Voga tók þessum upplýsingum að sjálfsögðu alvarlega. Þess má geta að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafði einmitt byggt ákvörðun sína um að heimila loftlínu á þessum sömu forsendum og þar með gefið eftir sína formlegu stefnu um að línan skyldi lögð í jörð. Áður en bæjarstjórn tæki endanlega ákvörðun ákvað skipulagsnefnd Voga að fá álit óháðra vísindamanna á gögnum Landsnets og fullyrðingum um hættu á bergsprunguhreyfingum á umræddri lagnaleið. Niðurstöður lágu fyrir í desember 2022. Í stuttu máli komst Dr. Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og sérfræðingur í bergsprunguhreyfingum á Reykjanesi að allt annarri niðurstöðu. Af niðurstöðum hennar mátti draga þá ályktun að fullyrðingar stjórnenda Landsnets væru byggðar á mjög hæpnum forsendum og í besta falli á misskilningi, enda umrætt svæði mjög lítt sprungið. Á lagnaleiðinni innan Voga væru tvær litlar sprungur sem auðvelt væri að sveigja fram hjá við lagningu jarðstrengs og flest sem benti til þess að þær hefðu ekki hreyfst í yfir 12-13 þúsund ár. Með bréfi dagsettu fimmtudaginn 5. janúar 2023 fékk Landsnet fyrrnefnda greinargerð senda til yfirferðar og umsagnar. Umsögn Landsnets barst um hæl, eða þriðjudaginn 10. janúar 2023. Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá segir í umsögn Landsnets að umrædd gögn staðfesti fyrirliggjandi upplýsingar um sprunguhreyfingar og niðurstöður annarra greininga sem styðji við þá niðurstöðu að loftlína samkvæmt valkosti Landsnets sé ákjósanlegasti kosturinn. Þann 21. febrúar síðastliðinn óskaði skipulagsnefnd Voga eftir fundi með höfundum skýrslu Jarðvísindastofnunar og skýrslu Dr. Ástu Rutar og bauð fulltrúum Landsnets jafnframt til fundarins. Fundinn sátu vísindamennirnir Ármann Höskuldsson, Þorvaldur Þórðarson og Ásta Rut. Á fundinum staðfestu vísindamennirnir að túlkun Landsnets, á niðurstöðum rannsókna Jarðvísindastofnunar og fyrrnefndra skýrslna, ættu ekki við rök að styðjast. Augljóst væri að eins lína á sama stað og núverandi lína myndi ekki bæta afhendingaröryggi m.t.t. jarðvár. Fyrir lægi að því lengra til norður sem ný lína yrði sett því betra. Á fundinum kom jafnframt fram að þær hugmyndir sem Landsnet hefur sett fram um mögulegar mótvægisaðgerðir til varnar áhrifum eldgosa á línustæði Suðurnesjalína 1 og 2 væru lítt ef nokkuð rannsakaðar t.d. notkun svokallaðra flæðigarða til að beina mögulegu hraunflæði frá línustæðum Suðurnesjalína. Jarðvísindamenn bentu á að slíkar aðgerðir þyrftu ítarlega rannsókn og áætlun enda væru dæmi um að slíkir garðar hefðu gert meira ógagn en gagn og beint hraunrennsli á staði sem það átti alls ekki að fara. Eftir 17 ára hrakfallasögu þessa mikilvæga verkefnis er tími til að tengja, taka málin föstum tökum, rífa umræðuna um Suðurnesjalínu 2 upp úr langvarandi skotgröfum og huga að framtíðarlausn sem byggir á vísindagögnum og tekur mið af vilja sveitarfélaganna á Reykjanesi. Til þess þarf kjark og þor en kannski fyrst og fremst auðmýkt. Þetta mikilvæga umbótamál snýst ekki um heiður eða vilja einhverra sem telja sig hafa fyrir löngu snert sannleikann í málinu heldur um hagsmuni íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og þjóðarhag. Höfundur er bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun