Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið Máni Snær Þorláksson skrifar 8. mars 2023 15:07 Guðrún Lilja Sigurðardóttir. Aðsend Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert. Skilafresti á skattframtalinu lýkur í næstu viku, nánar tiltekið þann 14. mars næstkomandi. Opnað var fyrir skil á skattframtalinu þann 1. mars síðastliðinn og því hefur fólk fengið viku til að skila framtalinu. Það eru þó án efa margir Íslendingar sem eiga enn eftir að skila inn sínu framtali. Guðrún Lilja Sigurðardóttir, meðeigandi lögmannsstofunnar LEX, er með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar og hefur á sínum ferli flutt stefnumarkandi mál á sviðinu fyrir héraðsdómstólum. „Það er búið að einfalda okkur dálítið lífið í skattskilum sem er auðvitað bara jákvætt. Það er mjög mikið forskráð inn á framtalið og ég hugsa nú að langflestir einstaklingar fari beint inn í einföldun, þar sem þú getur smellt bara áfram, áfram og staðfesta,“ segir Guðrún í samtali við blaðamann. Þrátt fyrir að búið sé að einfalda þetta mikið þá sé samt mikilvægt að renna yfir skattframtalið og sjá til þess að allt sé rétt: „Þetta er svona ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, að skila skattframtali, og maður vill helst bara ljúka því af eins fljótt og hægt er. En það er samt kannski ágætt að hafa í huga að þó að það sé búið að forskrá eitthvað inn á framtalið manns og gera manni þessa leið auðveldari með þessum fítus, þessari einfaldari útgáfu af skattframtali, að þá er samt mikilvægt að skoða hvort það sé ekki örugglega allt rétt skráð. Hafa hugfast hvort það sé eitthvað sem vantar. “ Styrkir, viðskipti og Airbnb-tekjur Guðrún nefnir sem dæmi að ef fólk hefur þegið einhverja styrki á árinu þá sé mikilvægt að gleyma því ekki. „Það er oft hægt að nýta frádrátt á móti svoleiðis styrkjum. Það er til dæmis eitthvað sem er ekki forskráð, maður þarf að huga að því sjálfur, athuga hvort maður sé með einhvern frádráttarbæran kostnað,“ segir hún. „Það er ekki alltaf og það er ekki allur kostnaður frádráttarbær en svona sem dæmi, ef þú hefur fengið einhvern námsstyrk geturðu til dæmis dregið skólagjöldin frá sem þú greiddir á móti til að lækka skattskylduna á því.“ Einnig sé mikilvægt að passa upp á að öll viðskipti á eignum séu rétt skráð í framtalinu. „Það sem er kannski mikilvægast er að ef maður hefur verið að eiga í einhverjum fasteignaviðskiptum á árinu, kaupa og selja bíla, eða fengið arf, eitthvað sem er kannski ekki alltaf, að skoða það sérstaklega,“ segir hún. „Er örugglega allt komið inn sem á að vera komið inn, þetta nýja? Er búið að taka allt þetta gamla út? Margir hafa verið að endurfjármagna hjá sér lán í tengslum við fasteignirnar sínar. Það þarf að tryggja og fara vel yfir að það séu allar upplýsingar réttar hvað það varðar. Það sama sé að segja um tekjur vegna Airbnb, þær þurfi að vera rétt settar inn í framtalið. Það geti verið misjafnt hvernig það eigi að vera fært inn. „Þeir sem uppfylla skilyrðin um að vera með heimagistingu færa sínar tekjur á einn hátt en aðrir sem fara til dæmis umfram þau mörk og eru komin inn fyrir svið atvinnutekna með sína Airbnb útleigu, þá ertu kominn inn í allt annað umhverfi. Þá geturðu farið að draga frá kostnað en þá er þetta líka skattlagt með öðrum hætti og það er komin virðisaukaskattskylda.“ „Það er ekkert skrýtið að fólk sé hrætt við þetta“ Ef fólk er í vafa með flókin atriði í framtalinu bendir Guðrún því á að leita sér aðstoðar með framtalið. „Stundum getur maður fengið aðstoð hjá skattinum við framtalsgerð ef maður er með einhverjar spurningar,“ segir hún. „Svo er líka hægt að leita til sérfræðinga og það getur alveg borgað sig ef þetta eru stærri og flóknari atriði.“ Hún furðar sig einmitt ekki á því að fólk sé smeykt við það að skila skattframtalinu. „Lagaumhverfið á sviði skattamála vefst auðvitað fyrir mörgum, meira að segja færustu lögmönnum,“ segir hún. „Það er ekkert skrýtið að fólk sé hrætt við þetta eða finnist þetta óþægilegt. Þess vegna er líka bara betra að leita sér upplýsinga, maður getur byrjað á því að reyna sjálfur en ef það gengur ekki þá er hægt að fá aðstoð. Það er betra að gera það heldur en að það komi eitthvað í ljós eftir á.“ Neytendur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Lögmennska Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skilafresti á skattframtalinu lýkur í næstu viku, nánar tiltekið þann 14. mars næstkomandi. Opnað var fyrir skil á skattframtalinu þann 1. mars síðastliðinn og því hefur fólk fengið viku til að skila framtalinu. Það eru þó án efa margir Íslendingar sem eiga enn eftir að skila inn sínu framtali. Guðrún Lilja Sigurðardóttir, meðeigandi lögmannsstofunnar LEX, er með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar og hefur á sínum ferli flutt stefnumarkandi mál á sviðinu fyrir héraðsdómstólum. „Það er búið að einfalda okkur dálítið lífið í skattskilum sem er auðvitað bara jákvætt. Það er mjög mikið forskráð inn á framtalið og ég hugsa nú að langflestir einstaklingar fari beint inn í einföldun, þar sem þú getur smellt bara áfram, áfram og staðfesta,“ segir Guðrún í samtali við blaðamann. Þrátt fyrir að búið sé að einfalda þetta mikið þá sé samt mikilvægt að renna yfir skattframtalið og sjá til þess að allt sé rétt: „Þetta er svona ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, að skila skattframtali, og maður vill helst bara ljúka því af eins fljótt og hægt er. En það er samt kannski ágætt að hafa í huga að þó að það sé búið að forskrá eitthvað inn á framtalið manns og gera manni þessa leið auðveldari með þessum fítus, þessari einfaldari útgáfu af skattframtali, að þá er samt mikilvægt að skoða hvort það sé ekki örugglega allt rétt skráð. Hafa hugfast hvort það sé eitthvað sem vantar. “ Styrkir, viðskipti og Airbnb-tekjur Guðrún nefnir sem dæmi að ef fólk hefur þegið einhverja styrki á árinu þá sé mikilvægt að gleyma því ekki. „Það er oft hægt að nýta frádrátt á móti svoleiðis styrkjum. Það er til dæmis eitthvað sem er ekki forskráð, maður þarf að huga að því sjálfur, athuga hvort maður sé með einhvern frádráttarbæran kostnað,“ segir hún. „Það er ekki alltaf og það er ekki allur kostnaður frádráttarbær en svona sem dæmi, ef þú hefur fengið einhvern námsstyrk geturðu til dæmis dregið skólagjöldin frá sem þú greiddir á móti til að lækka skattskylduna á því.“ Einnig sé mikilvægt að passa upp á að öll viðskipti á eignum séu rétt skráð í framtalinu. „Það sem er kannski mikilvægast er að ef maður hefur verið að eiga í einhverjum fasteignaviðskiptum á árinu, kaupa og selja bíla, eða fengið arf, eitthvað sem er kannski ekki alltaf, að skoða það sérstaklega,“ segir hún. „Er örugglega allt komið inn sem á að vera komið inn, þetta nýja? Er búið að taka allt þetta gamla út? Margir hafa verið að endurfjármagna hjá sér lán í tengslum við fasteignirnar sínar. Það þarf að tryggja og fara vel yfir að það séu allar upplýsingar réttar hvað það varðar. Það sama sé að segja um tekjur vegna Airbnb, þær þurfi að vera rétt settar inn í framtalið. Það geti verið misjafnt hvernig það eigi að vera fært inn. „Þeir sem uppfylla skilyrðin um að vera með heimagistingu færa sínar tekjur á einn hátt en aðrir sem fara til dæmis umfram þau mörk og eru komin inn fyrir svið atvinnutekna með sína Airbnb útleigu, þá ertu kominn inn í allt annað umhverfi. Þá geturðu farið að draga frá kostnað en þá er þetta líka skattlagt með öðrum hætti og það er komin virðisaukaskattskylda.“ „Það er ekkert skrýtið að fólk sé hrætt við þetta“ Ef fólk er í vafa með flókin atriði í framtalinu bendir Guðrún því á að leita sér aðstoðar með framtalið. „Stundum getur maður fengið aðstoð hjá skattinum við framtalsgerð ef maður er með einhverjar spurningar,“ segir hún. „Svo er líka hægt að leita til sérfræðinga og það getur alveg borgað sig ef þetta eru stærri og flóknari atriði.“ Hún furðar sig einmitt ekki á því að fólk sé smeykt við það að skila skattframtalinu. „Lagaumhverfið á sviði skattamála vefst auðvitað fyrir mörgum, meira að segja færustu lögmönnum,“ segir hún. „Það er ekkert skrýtið að fólk sé hrætt við þetta eða finnist þetta óþægilegt. Þess vegna er líka bara betra að leita sér upplýsinga, maður getur byrjað á því að reyna sjálfur en ef það gengur ekki þá er hægt að fá aðstoð. Það er betra að gera það heldur en að það komi eitthvað í ljós eftir á.“
Neytendur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Lögmennska Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira