Sex ráðherrar ekki leyst vandann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 16:41 Irma Gunnarsdóttir er fráfarandi formaður Félags íslenska listdansara. Aðsend/Listdansskóli Íslands Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma. Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma.
2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn)
Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“