Sex ráðherrar ekki leyst vandann Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2023 16:41 Irma Gunnarsdóttir er fráfarandi formaður Félags íslenska listdansara. Aðsend/Listdansskóli Íslands Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma. Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Í morgun var greint frá því að öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hafi verið sagt upp. Skólinn er elsti starfandi listdansskóli landsins en hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin ár. Skólinn var stofnaður árið 1952 í Þjóðleikhúsinu en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006 þegar aðalnámskrá var breytt. Þá hættu einnig styrkveitingar frá ríkinu að berast til grunnnámsins. Síðan árið 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun. Irma Gunnarsdóttir, fráfarandi formaður FÍLD og listdanskennari til fjölda ára, segir í samtali við fréttastofu að þeir sem hafa verið í forystu hjá félaginu hafi barist fyrir þessu í sautján ár. „Það er búið að hamra og hamra á þessu við ráðuneytið síðan árið 2006 eða 2007. Allir sem hafa verið í harkinu við að berjast fyrir listdansnáminu við ráðuneytið vita að það fær engan hljómgrunn. Það eru ör ráðherraskipti, svo var það hrunið, það var ein góð afsökun, að það væri ekki tímabært þá. Svo var það Covid,“ segir Irma. Síðan árið 2006 hafa sex einstaklingar gegnt embætti menntamálaráðherra. 2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn) Hún segir að þegar aðalnámskrá var breytt árið 2006 hafi það átt að vera þannig að sveitarfélögin myndu styrkja grunnnám en ríkið styrkti framhaldsskólastigið. Úr því hefur aldrei orðið. „Listdansskólinn missir þarna fjármagn og hefur ekki fengið það síðan þá. Það er ekki eins og þetta sé að gerast núna, þetta er búið að vera hark og erfitt starfsumhverfi fyrir listdansskóla almennt. Þetta er ekki bara Listdansskóli íslands, þetta er bara þetta umhverfi sem listdansskólar búa við. Það vantar að styðja við þetta listnám eins og annað listnám,“ segir Irma. Síðan árið 1963 hafa verið í gildi lög um tónlistarnám sem hafa skilað af sér afar blómlegu tónlistarlífi og sterkri stétt tónlistarkennara sem heldur áfram að vaxa. Hins vegar er ekki það sama uppi á teningnum hjá öðrum listgreinum sem eiga það erfitt uppdráttar. „Fyrrverandi menntamálaráðherra kom málinu á ágætisstað en svo hafa verið svo miklar skipulagsbreytingar síðan Ásmundur Einar tók við og þá hefur ýmislegt setið á hakanum. En maður verður að vera bjartsýn,“ segir Irma. Hún vonar og reiknar með því að uppsagnir skólans muni ýta málinu af stað. „Ég veit að þetta er í skoðun og er búið að vera lengi í skoðun í ráðuneytinu en þetta hefur bara verið aftarlega í forgangsröðuninni,“ segir Irma.
2003-2009: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn) 2009-2013: Katrín Jakobsdóttir (Vinstri grænir) 2013-2017: Illugi Gunnarsson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017: Kristján Þór Júlíusson (Sjálfstæðisflokkurinn) 2017-2021: Lilja Alfreðsdóttir (Framsóknarflokkurinn) 2021- : Ásmundur Einar Daðason (Framsóknarflokkurinn)
Menning Skóla - og menntamál Dans Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira