Grunuð um fjöldann allan af líkamsárásum, þjófnaði og rán Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 23:09 Flest brotanna framdi konan á Akureyri. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu sem grunuð er um fjölda hegningalagabrota á árunum 2022 og 2023. Meðal þess eru ítrekaðar líkamsárásir, þjófnaðir, húsbrot og rán. Úrskurður Landsréttar féll í gær en þar segir að alls séu 25 mál konunnar til rannsóknar hjá lögreglu og ákæruvaldi. „Sakarefni málanna eru ítrekaðir þjófnaðir, líkamsárásir, nytjastuldur og skjalafals, gripdeild, eignaspjöll, fjársvik, rán, frelsissvipting, fíkniefnalagabrot og ítrekuð umferðarlagabrot,“ segir í úrskurðinum. Eru 14 mál til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, níu mál hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og tvö mál hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Samkvæmt sakavottorði nær sakaferill hennar aftur til ársins 2012 en hún hefur sex sinnum hlotið refsidóm fyrir svipuð brot. Var fallist á mat lögreglustjóra að hún væri líkleg til að halda brotum áfram á meðan rannsókn er ólokið. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra er brotum konunnar lýst nánar. Þar kemur meðal annars fram að konan hafi ráðist á sambýlismann sinn með hníf og að hann hafi verið blóðugur á enni og undir hægra auga eftir atlöguna. Þá hafi hún brotist inn í hús í ágúst á síðast ári og neytt brotaþola til að taka út peninga af debetkorti. Auk þess er hún grunuð um að hafa í fjölmörg skipti stolið bifreið, í eitt skipti farið upp í bifreiðina þegar eigandi hafi verið var að setja vörur í bifreiðina. Enn fremur er hún grunuð um fjölmörg þjófnaðarbrot, gripdeild og skjalafals. Úrskurður Landsréttar. Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Úrskurður Landsréttar féll í gær en þar segir að alls séu 25 mál konunnar til rannsóknar hjá lögreglu og ákæruvaldi. „Sakarefni málanna eru ítrekaðir þjófnaðir, líkamsárásir, nytjastuldur og skjalafals, gripdeild, eignaspjöll, fjársvik, rán, frelsissvipting, fíkniefnalagabrot og ítrekuð umferðarlagabrot,“ segir í úrskurðinum. Eru 14 mál til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, níu mál hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og tvö mál hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Samkvæmt sakavottorði nær sakaferill hennar aftur til ársins 2012 en hún hefur sex sinnum hlotið refsidóm fyrir svipuð brot. Var fallist á mat lögreglustjóra að hún væri líkleg til að halda brotum áfram á meðan rannsókn er ólokið. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra er brotum konunnar lýst nánar. Þar kemur meðal annars fram að konan hafi ráðist á sambýlismann sinn með hníf og að hann hafi verið blóðugur á enni og undir hægra auga eftir atlöguna. Þá hafi hún brotist inn í hús í ágúst á síðast ári og neytt brotaþola til að taka út peninga af debetkorti. Auk þess er hún grunuð um að hafa í fjölmörg skipti stolið bifreið, í eitt skipti farið upp í bifreiðina þegar eigandi hafi verið var að setja vörur í bifreiðina. Enn fremur er hún grunuð um fjölmörg þjófnaðarbrot, gripdeild og skjalafals. Úrskurður Landsréttar.
Akureyri Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira