Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að um sé að ræða forstöðumannastöðu innan fyrirtækisins þar sem lykiláhersla sé að leiða söluleiðir á fjarskiptum og sjónvarpsáskriftum til einstaklinga og smærri fyrirtækja.
„Vilhjálmur Theodór hefur starfað lengi í fjarskiptum og verið deildarstjóri hjá Vodafone við sölu og þjónustu til fyrirtækja á fjarskiptalausnum. Nú tekur hann við sviði þar sem sala til einstaklinga og smærri fyrirtækja verður lykiláherslan ásamt hámarks nýtingu á tækni í söluferlum.
Vilhjálmur Theodór er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Vísir er í eigu Sýnar.