Allt frá kúkableyjum til sjónvarpa hent á opin svæði í náttúrunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2023 21:01 Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar. egill aðalsteinsson Sjónvörpum, kúkableyjum og öllu þar á milli er iðulega hent á opið svæði í hraunið við Straumsvík í Hafnarfirði. Formaður bæjarráðs segir ástandið óþolandi. Kenningar séu um að umhverfissóðar reyni að komast hjá því að greiða gjöld til Sorpu. Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“ Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Mikið magn af rusli fannst á víðavangi í og við fjöruna í Straumsvík í gær. Davíð Arnar Stefánsson vakti athygli á málinu á Facebook og birti þessar myndir hér. Formaður bæjarráðs segist hafa fengið veður af ruslinu í gær og að í kjölfarið hafi starfsmenn bæjarins brugðist við ásamt heilbrigðiseftirlitinu og fjarlægt ruslið. Hann segir ekki einsdæmi að rusli sé hent á þessu svæði. „Það er einsdæmi í svona miklu magni, allavegana í langan tíma en þetta er ekki einsdæmi að fólk hefur verið að kasta rusli á svona opnum svæðum en í þessu magni er þetta ekki algengt,“ segir Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðabæjar. Sorpa mjög skammt frá Hann segir að reglulega sé rusl skilið eftir í vegkannti og á opnum fáförnum svæðum. „Það geta verið dekk, sjónvörp eða heimilisúrgangur eða úrgangur frá fyrirtækjum. Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Og á þessu svæði, þetta er mikið útivistarsvæði og sem betur fer var fólk á ferðinni að njóta útiveru og urðu vör við þetta magn af rusli. Sorpa er síðan náttúrulega bara hérna hinum megin við Reykjanesbrautina, á Breiðhellu. Mjög stutt frá í sjálfu sér frá Sorpu og að þessu svæði þar sem þetta mikla magn af rusli fannst.“ Ruslið fannst í og við fjöruna.Egill aðalsteinsson Hvers vegna heldur þú að fólk hendi svona í náttúruna? „Ég geri mér enga grein fyrir því en menn hafa velt fyrir sér hvort menn hafa verið að reyna að komast auðveldu leiðina til að sleppa gjaldskyldu hjá Sorpu. Ég geri mér enga grein fyrir því hvers vegna en það er náttúrulega alveg ótækt að menn gangi svona um landið okkar.“ Hann segir ástandið algjörlega óþolandi. „Þetta er algjörlega ótækt því þetta lendir á öðrum að þrífa þetta upp eftir aðra og það er þannig að þegar svona umhverfissóðar eru að verki að þeim kannski er alveg sama sem er miður.“
Hafnarfjörður Sorphirða Umhverfismál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira