Fótbolti

Real Madrid aftur á sigurbraut eftir endurkomusigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vinicius Jr. opnaði markareikninginn hjá Real Madrid í dag.
Vinicius Jr. opnaði markareikninginn hjá Real Madrid í dag. Vísir/Getty

Real Madrid hafði ekki unnið í þremur leikjum í röð þegar liðið fékk Espanyol í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Carlo Ancelotti í dag því Joselu náði forystunni fyrir gestina með marki strax á 8.mínútu.

Brasilíumaðurinn Vinicius Junior náði að jafna metin eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og annar Brasilíumaður, Eder Militao, sá til þess að Real Madrid færi með forystu í leikhlé þar sem hann skoraði eftir undirbúning Aurelien Tchouameni á 39.mínútu.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í síðari hálfleik en ekkert mark var skorað fyrr en í uppbótartíma þar sem Marco Asensio innsiglaði 3-1 sigur Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×