Wendie Renard gefur nú aftur kost á sér í franska landsliðið eftir að landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre var rekin á dögunum.
Renard hafði áður gefið það út að hún myndi ekki gefa kost á sér og ástæðan væri til að verja andlega heilsu sína.
Wendie Renard ready to play for France again after Corinne Diacre s sacking https://t.co/jeGArL5Ahv
— The Guardian (@guardian) March 14, 2023
Franskir fjölmiðlar segja að ástæðan hafi í raun verið deilur á milli landsliðsfyrirliðans og landsliðsþjálfarans.
Eftir að Renard hætti við að spila á HM í sumar þá bættust framherjarnir öflugu Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani einnig í hópinn henni til stuðnings.
Það var því ljóst að franska landsliðið yrði án þriggja lykilleikmanna ef ekki yrðu breytingar í þjálfarasætinu.
Diacre neitaði að hætta með liðið þrátt fyrir utanaðkomandi pressu og endaði því á því að vera rekin.
Það er ekki búið að ráða nýjan landsliðsþjálfara en hann ætti að hafa úr sínu besta liði að velja.
„Það er undir viðkomandi þjálfara að velja landsliðið og þá mig ef ég spila vel fyrir mitt félag. En af hverju ekki að koma til baka? Ég elska búninginn og vil gera allt til að vinna titil í honum,“ sagði Wendie Renard í útvarpsviðtali við Europa 1 en Reuters segir frá.