Renard opnar aftur landsliðsdyrnar eftir að þjálfarinn var rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 14:31 Sara Björk Gunnarsdóttir liggur í grasinu eftir samskipti sín við Wendie Renard á síðasta Evrópumóti. Getty/Marcio Machado Stórstjarna franska kvennalandsliðsins í fótbolta og ein allra sigursælasta knattspyrnukona sögunnar gæti verið með á heimsmeistaramótinu í sumar eftir allt saman. Wendie Renard gefur nú aftur kost á sér í franska landsliðið eftir að landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre var rekin á dögunum. Renard hafði áður gefið það út að hún myndi ekki gefa kost á sér og ástæðan væri til að verja andlega heilsu sína. Wendie Renard ready to play for France again after Corinne Diacre s sacking https://t.co/jeGArL5Ahv— The Guardian (@guardian) March 14, 2023 Franskir fjölmiðlar segja að ástæðan hafi í raun verið deilur á milli landsliðsfyrirliðans og landsliðsþjálfarans. Eftir að Renard hætti við að spila á HM í sumar þá bættust framherjarnir öflugu Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani einnig í hópinn henni til stuðnings. Það var því ljóst að franska landsliðið yrði án þriggja lykilleikmanna ef ekki yrðu breytingar í þjálfarasætinu. Diacre neitaði að hætta með liðið þrátt fyrir utanaðkomandi pressu og endaði því á því að vera rekin. Það er ekki búið að ráða nýjan landsliðsþjálfara en hann ætti að hafa úr sínu besta liði að velja. „Það er undir viðkomandi þjálfara að velja landsliðið og þá mig ef ég spila vel fyrir mitt félag. En af hverju ekki að koma til baka? Ég elska búninginn og vil gera allt til að vinna titil í honum,“ sagði Wendie Renard í útvarpsviðtali við Europa 1 en Reuters segir frá. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Wendie Renard gefur nú aftur kost á sér í franska landsliðið eftir að landsliðsþjálfarinn Corinne Diacre var rekin á dögunum. Renard hafði áður gefið það út að hún myndi ekki gefa kost á sér og ástæðan væri til að verja andlega heilsu sína. Wendie Renard ready to play for France again after Corinne Diacre s sacking https://t.co/jeGArL5Ahv— The Guardian (@guardian) March 14, 2023 Franskir fjölmiðlar segja að ástæðan hafi í raun verið deilur á milli landsliðsfyrirliðans og landsliðsþjálfarans. Eftir að Renard hætti við að spila á HM í sumar þá bættust framherjarnir öflugu Marie-Antoinette Katoto og Kadidiatou Diani einnig í hópinn henni til stuðnings. Það var því ljóst að franska landsliðið yrði án þriggja lykilleikmanna ef ekki yrðu breytingar í þjálfarasætinu. Diacre neitaði að hætta með liðið þrátt fyrir utanaðkomandi pressu og endaði því á því að vera rekin. Það er ekki búið að ráða nýjan landsliðsþjálfara en hann ætti að hafa úr sínu besta liði að velja. „Það er undir viðkomandi þjálfara að velja landsliðið og þá mig ef ég spila vel fyrir mitt félag. En af hverju ekki að koma til baka? Ég elska búninginn og vil gera allt til að vinna titil í honum,“ sagði Wendie Renard í útvarpsviðtali við Europa 1 en Reuters segir frá.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Franski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira