Einfaldað regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Bragi Þór Thoroddsen skrifar 14. mars 2023 12:30 Sumt dregur bara það versta fram í fólki. Skortur á peningum er eitt af því sem sálarlífið ræður illa við með auknum kröfum samfélagsins um fjárútlát. Það á bæði við einstaklinga og hóp fólks, fyrirtæki og heilu þjóðríkin. Það verður ekkert öðruvísi hér í Súðavíkurhreppi en annars staðar. Í fámennu sveitarfélagi hefur tekist til langs tíma að nurla saman nóg til að skrimta og reka sveitarfélag nokkuð myndarlega. Meðan ekkert var aðhafst í viðhaldi eigna eða mannvirkja var fókusinn á uppskeruna, að safna fyrir einhverju til að létta fólki lífið. Við erum að tala um uppbyggingu á iðnaðarsvæði og hafnargerð með tilheyrandi kostnaði. Atvinnulíf staðarins má muna sinn fífil fegurri þar sem kvótakerfið og fjárfestingar sem voru ekki endilega rangar, en rangt tímasettar, settu í gang keðju atvika sem leiddi til gjaldþrots stærsta vinnuveitandans. Framseljanlegar aflaheimildir hafa löngu horfið eða verið seldar frá staðnum og því er ekki um að ræða gjaldeyrisöflun eða hagstæð útflutningsviðskipti frá staðnum í eigu heimamanna. Blikur eru þó á lofti um uppbyggingu vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Snorrabúð er endurbyggð, dustað af sperrum og húðir viðraðar. Það skal tjalda og það myndarlega. Í síðustu skoðanakönnun Gallup er hins vegar stór meirihluti þjóðarinnar andsnúinn þessum áformum enda atlaga að villtum laxi og ósnortinni náttúru Vestfjarða. Sama ósnortna salta sjóinn og migið hefur verið í frá fyrstu byggð, dreginn trollum og plógum og gyrtur línu og netum. Og svívirtur með hvalveiðum Norðmanna þar til stofninn var útdauður. Fiskeldiskvíar eru fráleitt fyrsta skrefið í að marka Ísafjarðardjúp og örugglega ekki þau síðustu. Þá er það kalkið sem við erum að reyna að fá slætt upp af grunninu í Djúpi, enda eitt af því fáa sem veitt er dautt til þess að vinna úr því verðmæti; matvæli og áburð. En líklega hefði Súðavíkurhreppur frekar átt að bruðla með peninga, halda við eignum og innviðum - óskynsamlega og án fyrirsjáanlegra vandræða þar sem skuldsetning hefði sligað rekstur. Það er víða svo í rekstri sveitarfélaga - afkoma ársins neikvæð um tugi eða hundruði milljóna, skuldbreytingar og nýjar lántökur og endalaus vandræði. Það er nokkurn veginn meðaltal rekstrar 64 sveitarfélaga landsins. Það skekkir hins vegar þessa mynd alla þegar sveitarfélögin eru háð Jöfnunarsjóði með sína afkomu, módel sem rekið hefur verið í áratugi og orðið hluti af tekjum sveitarfélaga til langs tíma. Fyrir margt löngu virðist tilurði sjóðsins hafa gleymst, hlutverk hans og ástæður. En nú er boðaður tekjusamdráttur til Súðavíkurhrepps um 57% eða um 60 milljónir króna á ári. Það munar um minna og innrammar svona uþb fjárfestingargetu sveitarfélagsins á ársgrundvelli meðan allt gengur vel. En af hverju þessi samdráttur? Jú, það er verið að "einfalda regluverk sjóðsins" og gera hann gegnsærri og skilvirkari í hlutverk sitt. Merkilegt að hann veitir nú sem aldrei fyrr í millistór og stærri sveitarfélög en dregur saman útlát sín duglega til þeirra sem ekki ná viðmiði ráðherra um 250, 500 eða 1000 íbúa markið - og sér í lagi nær þetta með einum eða öðrum hætti til þeirra 20 sveitarfélaga sem stóðu í lappirnar og neituðu að láta þvinga sig til sameiningar með lögum. Og okkur er refsað fyrir ráðdeildina og fámennið - ekki smá, heldur harkalega - nóg til að það bíti. Eins og fyrri daginn - útgerðin sagði solong and thanks for all the Fish - kvóta ef það er nákvæmara. Ríkið dró saman seglin, lokaði starfsstöðvum sínum - bætti upp með Jöfnunarsjóði - en tók hann svo aftur með manngerðum stormi í formi "einföldunar regluverks". En þetta er kannski bara eins og að verða 18 - þú ert einn daginn fullorðinn og allt lítur öðru vísi út og þarf að takast á við lífið. Við þurfum þá bara að fullorðnast hér í Súðavíkurhreppi - segja okkur endanlega úr lögum við foreldrana og standa á eigin fótum. En því miður á þetta við um fleiri sveitarfélög landsins sem sett verða á hnén fjárhagslega með því að skrúfa fyrir fjármagn til þeirra gegnum Jöfnunarsjóðinn.Velta má upp spurningum í því samhengi: Þar sem 1000 íbúa markið var ekki lögfest eða sett sem viðmið í sveitarstjórnarlögum, þá viðurkennir löggjafinn í raun að það geti veirð til fámennari sveitarfélög? Þegar þessar nýju úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðsins bitna síðan þannig á fámennum sveitarfélögum, að þau eiga sér ekki neina von og eru í raun óstarfhæf; er löggjafinn þá ekki að ganga þvert á þenn skilning sem liggur í fyrri hluta spurningarinnar? Það er nú einu sinni svo að Jöfnunarsjóður hefur hlutverk og honum var ákvarðað hlutverk frá stofnun hans, en með tíð og tíma hefur hann misst sinn fókus, amk tímabundið. Svo ég vitni í vin sem starfaði innan sjóðsins til langs tíma: Regluverk sjóðsins getur aldrei verið einfalt ef það á að ná markmiðum að vera öryggisnet fyrir afkomu allra sveitarfélaga í landinu. Það er mjög einfalt að á meðan sveitarfélögin eru svo mismunandi sem raun ber vitni og á meðan verkefni þeirra eru svo margvísleg sem raun ber vitni þá hlýtur það líkan sem á að endurspegla raunveruleikann að vera margþætt og flókið. Það sama gildir um jöfnunarkefi sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum. Með manngerðum breytingum á sjóðnum til þess að ná betur utan um versnandi afkomu sveitarfélaga af „æskilegri“ og þóknanlegri stærð verður öðrum, sem voru léttari á jötunni refsað þannig að þau standa frami fyrir fjárhagslegum vandræðum sem fæst þeirra ráða við. Leyfi mér að hafa með þessari grein mynd sem birt var á miðlinum bb.is þar sem niðurstaðan í garð nokkurra sveitarfélaga birtist á blaði. Solong and thanks for all the Fish... Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Sumt dregur bara það versta fram í fólki. Skortur á peningum er eitt af því sem sálarlífið ræður illa við með auknum kröfum samfélagsins um fjárútlát. Það á bæði við einstaklinga og hóp fólks, fyrirtæki og heilu þjóðríkin. Það verður ekkert öðruvísi hér í Súðavíkurhreppi en annars staðar. Í fámennu sveitarfélagi hefur tekist til langs tíma að nurla saman nóg til að skrimta og reka sveitarfélag nokkuð myndarlega. Meðan ekkert var aðhafst í viðhaldi eigna eða mannvirkja var fókusinn á uppskeruna, að safna fyrir einhverju til að létta fólki lífið. Við erum að tala um uppbyggingu á iðnaðarsvæði og hafnargerð með tilheyrandi kostnaði. Atvinnulíf staðarins má muna sinn fífil fegurri þar sem kvótakerfið og fjárfestingar sem voru ekki endilega rangar, en rangt tímasettar, settu í gang keðju atvika sem leiddi til gjaldþrots stærsta vinnuveitandans. Framseljanlegar aflaheimildir hafa löngu horfið eða verið seldar frá staðnum og því er ekki um að ræða gjaldeyrisöflun eða hagstæð útflutningsviðskipti frá staðnum í eigu heimamanna. Blikur eru þó á lofti um uppbyggingu vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Snorrabúð er endurbyggð, dustað af sperrum og húðir viðraðar. Það skal tjalda og það myndarlega. Í síðustu skoðanakönnun Gallup er hins vegar stór meirihluti þjóðarinnar andsnúinn þessum áformum enda atlaga að villtum laxi og ósnortinni náttúru Vestfjarða. Sama ósnortna salta sjóinn og migið hefur verið í frá fyrstu byggð, dreginn trollum og plógum og gyrtur línu og netum. Og svívirtur með hvalveiðum Norðmanna þar til stofninn var útdauður. Fiskeldiskvíar eru fráleitt fyrsta skrefið í að marka Ísafjarðardjúp og örugglega ekki þau síðustu. Þá er það kalkið sem við erum að reyna að fá slætt upp af grunninu í Djúpi, enda eitt af því fáa sem veitt er dautt til þess að vinna úr því verðmæti; matvæli og áburð. En líklega hefði Súðavíkurhreppur frekar átt að bruðla með peninga, halda við eignum og innviðum - óskynsamlega og án fyrirsjáanlegra vandræða þar sem skuldsetning hefði sligað rekstur. Það er víða svo í rekstri sveitarfélaga - afkoma ársins neikvæð um tugi eða hundruði milljóna, skuldbreytingar og nýjar lántökur og endalaus vandræði. Það er nokkurn veginn meðaltal rekstrar 64 sveitarfélaga landsins. Það skekkir hins vegar þessa mynd alla þegar sveitarfélögin eru háð Jöfnunarsjóði með sína afkomu, módel sem rekið hefur verið í áratugi og orðið hluti af tekjum sveitarfélaga til langs tíma. Fyrir margt löngu virðist tilurði sjóðsins hafa gleymst, hlutverk hans og ástæður. En nú er boðaður tekjusamdráttur til Súðavíkurhrepps um 57% eða um 60 milljónir króna á ári. Það munar um minna og innrammar svona uþb fjárfestingargetu sveitarfélagsins á ársgrundvelli meðan allt gengur vel. En af hverju þessi samdráttur? Jú, það er verið að "einfalda regluverk sjóðsins" og gera hann gegnsærri og skilvirkari í hlutverk sitt. Merkilegt að hann veitir nú sem aldrei fyrr í millistór og stærri sveitarfélög en dregur saman útlát sín duglega til þeirra sem ekki ná viðmiði ráðherra um 250, 500 eða 1000 íbúa markið - og sér í lagi nær þetta með einum eða öðrum hætti til þeirra 20 sveitarfélaga sem stóðu í lappirnar og neituðu að láta þvinga sig til sameiningar með lögum. Og okkur er refsað fyrir ráðdeildina og fámennið - ekki smá, heldur harkalega - nóg til að það bíti. Eins og fyrri daginn - útgerðin sagði solong and thanks for all the Fish - kvóta ef það er nákvæmara. Ríkið dró saman seglin, lokaði starfsstöðvum sínum - bætti upp með Jöfnunarsjóði - en tók hann svo aftur með manngerðum stormi í formi "einföldunar regluverks". En þetta er kannski bara eins og að verða 18 - þú ert einn daginn fullorðinn og allt lítur öðru vísi út og þarf að takast á við lífið. Við þurfum þá bara að fullorðnast hér í Súðavíkurhreppi - segja okkur endanlega úr lögum við foreldrana og standa á eigin fótum. En því miður á þetta við um fleiri sveitarfélög landsins sem sett verða á hnén fjárhagslega með því að skrúfa fyrir fjármagn til þeirra gegnum Jöfnunarsjóðinn.Velta má upp spurningum í því samhengi: Þar sem 1000 íbúa markið var ekki lögfest eða sett sem viðmið í sveitarstjórnarlögum, þá viðurkennir löggjafinn í raun að það geti veirð til fámennari sveitarfélög? Þegar þessar nýju úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðsins bitna síðan þannig á fámennum sveitarfélögum, að þau eiga sér ekki neina von og eru í raun óstarfhæf; er löggjafinn þá ekki að ganga þvert á þenn skilning sem liggur í fyrri hluta spurningarinnar? Það er nú einu sinni svo að Jöfnunarsjóður hefur hlutverk og honum var ákvarðað hlutverk frá stofnun hans, en með tíð og tíma hefur hann misst sinn fókus, amk tímabundið. Svo ég vitni í vin sem starfaði innan sjóðsins til langs tíma: Regluverk sjóðsins getur aldrei verið einfalt ef það á að ná markmiðum að vera öryggisnet fyrir afkomu allra sveitarfélaga í landinu. Það er mjög einfalt að á meðan sveitarfélögin eru svo mismunandi sem raun ber vitni og á meðan verkefni þeirra eru svo margvísleg sem raun ber vitni þá hlýtur það líkan sem á að endurspegla raunveruleikann að vera margþætt og flókið. Það sama gildir um jöfnunarkefi sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum. Með manngerðum breytingum á sjóðnum til þess að ná betur utan um versnandi afkomu sveitarfélaga af „æskilegri“ og þóknanlegri stærð verður öðrum, sem voru léttari á jötunni refsað þannig að þau standa frami fyrir fjárhagslegum vandræðum sem fæst þeirra ráða við. Leyfi mér að hafa með þessari grein mynd sem birt var á miðlinum bb.is þar sem niðurstaðan í garð nokkurra sveitarfélaga birtist á blaði. Solong and thanks for all the Fish... Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun