Aukið eftirlit í kjölfar morðmáls árið 2017 loks á teikniborðinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. mars 2023 13:01 Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði í miðborginni sem eru ekkert vöktuð. Vísir/Vilhelm Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta. Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta.
Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira