Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á óvart á gervihnattaöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 10:31 Khvicha Kvaratskhelia ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. Cesare Purini/Getty Images Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira